Mig dreymdi þig í nótt en þú hvarfst of skjótt. Sá brosið sem blíðkar daginn, varirnar sem varðveita fegurðina, augun sem allir þrá. Hefðirðu staldrað við svolítið lengur hefði ég kannski fengið þig til þess að dvelja mér við hlið um sinn. Ástæðurnar flugu um loftið, augljósari en sólin sem skein sínu fagrasta. Of augljósar hugsanlega, of daprar jafnvel. Kannski sitt lítið af hvoru. Svona eins og þegar afgreiðslukonan í ísbúðinni spurði mann hvort maður vildi jarðaberja eða vanilluís þegar maður var minni. Í þá daga voru draumarnir bara draumar. Innihéldu ekki komandi örlög eða lýstu upp framtíðina. Voru bara draumar sem dóu með hinum hugsununum og þá hugsaði maður hvað það væri spennandi að vera fullorðin, öll völdin. Þá hélt maður meira að segja að fullorðnir gætu ráðið draumum sínum, örlögum sínum. Það var eitthvað við það að standa andspænis afgreiðslukonunni í ísbúðinni sem færði manni þessi völd. Ákvörðunin var mín, draumarnir voru mínir. Svo þegar maður var búinn að hugsa sig um í svolítin tíma, því þetta var ekki ákvörðun sem maður tók í flýti, ræsti afgreiðslukonan sig og sagði: „taktu þér bara þinn tíma, okkur liggur ekkert á“. Þarna var maður ný orðinn sjö og var ekki farinn að skilja kaldhæðni. Fyrir mér var hún bara taka það skýrt fram við mig hversu stór ákvörðun þetta væri. Alveg sama hversu langan tíma ég stóð sndspænis henni: hún með tígóið, ég með skálaklippinguna. Hún með brúna augun og dökka hárið, ég með blá augun og ljósa hárið. Þá varð ákvörðunin alltaf sú sama: „bara sitt lítið af hvoru“.Völdin voru ekki auðveld. Að taka ákvarðanir var eins og að ganga á nýfrosnum ís, svo margt sem gat mögulega farið úrskeiðis.
Kannski ertu bara blind? Þú sem lifir í draumum mínum, þú sem getur allt, þú sem ert allt sem allir vilja verða. Því þú sást ekki það augljósa, það auðvelda. Það sem flaug um loftin allt í kringum okkur og beið eftir því einu að þú gripir það. Þú varst eitthvað meira og betra en við erum flest. Þú gerir ekki það auðvelda, ekki það augljósa. Þú gerir það sem aðrir þora ekki að gera, segir það sem aðrir hugsa. Og þegar þú birtist í draumum mínum, lifna þeir við. Verða að raunveruleikanum. Og þarna gekkstu niður götina, í burtu frá mér. Úr draumum mínum. Ég frosnaði. Þú gekkst of hratt.
Komdu aftur, ekki fara! Svo margt ósagt, ósnert, ógert. Vertu mér við hlið uns myrkvið sigrar birtuna. Uns tárin sigra brosið, hatrið sigrar ástina. Þú ert allt sem hef þráð, þrái og mun þrá. Þú ert það sem allir leita af og ég fann þig. Þú ert lausnin á öllu, lækningin við öllu illu. Svo taktu í hönd mína og leyfðu mér að leiða þig inní birtuna, draumana. Taktu í hönd mína og ég skal sjá fyrir því að þú munt aldrei iðrast þess nokkur tímann. Ég er það sem þú leitar af, það sem þig vantar. Ég fullkomna þig.
Alveg logn, samt heyrist í vindinum hvína einhverstaðar langt handan fjallanna. Sumir segja að allt það slæma dvelji þar, samansafn af illsku, vonsku. Sólin löngu horfin af himni, hvarf ofan í hafið. Hafið át sólina. Skiptir engu, mér líkaði hvort sem er betur við myrkvið. Nú stóð ég þarna einn, yfirgefinn. Ekkert sem ég sagði fékk þig til þess að sjá mig. Í myrkvinu stóð ég. Svo svartur að ég varla sást. Reykti mína síðustu sígarettu. Græt mínum síðustu tárum. Og ég vissi það.
Myrkvið át mig, líkt og hafið át sólina.
Ekkert hefur gerst. Ekki einu sinni þreyttur, samt ligg ég í rúminu, horfi á loftið. Hvað ef það myndi allt í einu hrynja á mig? Þú varst ekki til. Ég var hamingjusamur. Vissi hvað ég vildi og hvað ég vildi ekki. Hugurinn stöðugur.
Góða nótt. Gakktu inní líf mitt. Þú sem lætur mig gráta. Þú sem lætur mig deyja.