Samið í smá flippi um hann Óskar vin minn.

Eftir því sem við finnum fleiri sannleikskorn um lífið og tilveruna,
því tómari verðum við í hugsunum. Staðreynd.

Þetta var ekki ein af þeim setningum sem flugu í gegnum höfuðið á Óskari, þetta föstudagseftirmiðdegi sem hann sat við klístrað & lífvana borðið á Subway, við hlið Anitu, Elvars og Fjólu.
Meðan Anita sat og röflaði um íslenskukunnáttu ungdómsins (,,FARI ÍSLENSKA MENNTAKERFIÐ NORÐUR OG NIÐUR!”) og Elvar og Fjóla reyndu að virðast áhugasöm,
sat Óskar með rörið í munninum, saug upp í sig hlandvolgt vatnið (sem eitt sinn hafði tilheyrt salerninu en það var önnur saga) og hugsaði alvarlega um tilgang lífsins.
Hann renndi augunum aftur að félögum sínum og hann varð hálf skelfdur þegar hann kom auga á að Anita var farin að slá höndunum í axlir Elvars og Fjólu; svo heitt var henni í hamsi yfir málvillum & almennri heimsku samtímans.
Hrollur fór um Óskar; hvernig gat manneskjan talað svona hratt? Og það sem meira var;
af hverju skildi hann ekki rassgat í því?
Að handan heyrði hann að einhver gekk inn.
Hann sneri sér við.
Hann rak upp stór augu; stórglæsileg yngismey, greinilega að norðan, gekk inn ljósbrúnt subway gólfið og vatt sér að afgreiðsluborðinu.
Óskar mældi hana út með augunum; hún var sláandi lík Jessicu Alba, og það fékk hné hans til að kikna, hjartsláttinn til að slá örar & tunguna til að lafa.
Örlítill hrollur fór um Óskar þegar hann mundi eftir Kate Moss klæðskiptingnum (hét hann ekki Kiddi?) sem hann hafði eitt með nótt nokkrum dögum áður, en þessi var greinilega kvk.
Hann sneri sér að félögum sínum.
Anita var akkúrat að pota fast í öxlina á Fjólu til að leggja áherslu á álit sitt á íslenskum framburði fólks af asísku bergi brotnu, og í þessari sjaldgæfu sekúnda þögn greip Óskar tækifærið: ,,Mér langar..”
Anita snarbeygði fingrinum frá öxl Fjólu, að andliti Óskars og sló hann rækilega á kinnina.
,,Hey, hey…” Elvar greip í hendurnar á Anitu til að forða Óskari frá frekari barsmíðum.
Óskari logsveið í kinnina, sem varð eldrauð.
,,Hey, hvaaaa???” Hann greip um kinnina á sér, sármóðgaður.
Fjólu leist greinilega ekkert á svipinn á Anitu, svo hún flýtti sér að hrópa,
,,HVAÐ ÆTLAÐIRU AÐ SEGJA ÓSKAR??”
Óskar brosti þakklátur til Fjólu, færði sig fjær Anitu, sem Elvar var í óðaönn að róa niður.
,,Sko, sjáiði gelluna þarna?”
Hann benti á tvífara Jessicu Alba og þau litu við.
,,Er þetta nokkuð klæðskiptingur?”
Fjóla og Elvar ypptu öxlum og Anita hristi höfuðið.
Óskar andaði léttar.
,,Ókei, ég var að pæla; sko, Elvar ef þú labbar með mér í röðina, segir einhvern brandara og svo kem ég inn í með einhverja geðveika merkilega setningu, sem þú Anita hjálpar mér að finna, þá heldur hún að Elvar sé sá fyndni, en ég sé þessi djúpi, gáfaði og kynþokkafulli.”
Hann setti upp gáfulega perraglottið sitt.
,,Bíddu, átti ég ekki að segja brandarann?”
Elvar glotti, og Anita og Fjóla skelltu upp úr.
Óskar mæsti þreytulega.
,,Þú þarft alltaf að vera svo fyndinn Elvar, svo ógeðslega fyndinn!”
,,Nei, ég spurði bara?”
,,Haha VOÐA FYNDIÐ!”
,,Nei, láttu ekki svona?”
,,SKO nú fer nautið að sparka bráðlega!”
,,Eina nautið sem ég sé er á bátnum þínum og það er jafn líflegt og þessi áætlun þín.”
,,BAAAHHH!!”
Óskar setti upp fýlusvip.
,,Elvar var bara að grínast,” sagði Fjóla og reyndi að fela glottið.
Ekkert svar kom frá Óskari, sem krosslagði hendur og horfði fýldur upp í loftið.
,,Ókei, ókei, við skulum hjálpa þér!” sagði Elvar og klappaði honum á öxlina.
Bros breiddist yfir andlit Óskars og hann klappaði nánast höndum.
,,Mér langar..”
,,HVERNIG Í ANDSKOTANUM..”
Anita stóð upp og hallaði sér að vesalings Óskari.
,,..HVERNIG Í ANDSKOTANUM ÆTLARÐU NOKKURNTÍMANN AÐ NÁ ÞÉR Í KVENMANN, EF ÞÚ GETUR EKKI EINU SINNI LÆRT GRUNNATRIÐI ÍSLENSKRAR MÁLFRÆÐI, ÓSKAR ÖRN SMÁRASON?! HAAA?!”
Óskar starði skelfdur á reiðilegan svip Anitu, sem minnti hann mest á sadista í leit af fórnarlambi.
Elvar stóð upp og togaði Anitu til sín: ,,Ekki vera vond við hann..”
Anita rak upp geðsjúkan hlátur: ,,ÉG VOND? Ónei..”
Fjóla brosti afsakandi til Óskars, sem sat enn í losti yfir skömmunum.
Þegar Elvari hafði tekist að róa Anitu niður, tók hann í öxlina á Óskari og benti honum á að koma með sér í röðina.
,,Hvað á ég að segja gáfulegt?!” Óskar leit til skiptist á þau öll.
,,Spurðu hver uppáhalds trjáategundin hennar sé!”
Þau litu öll á Fjólu, sem sá greinilega eftir því að hafa sagt þetta.
,,Spurðu hana hvort sé betra; áður en maður fæðist eða eftir að maður deyr,” lagði Anita til.
Óskar kinkaði kolli.
Elvar og Óskar gengu í átt að röðinni og stilltu sér upp fyrri aftan tvífarann.
Elvar renndi augunum yfir staðinn til að leita sér að brandara og kom greinilega auga á einn.
,,Hey sjáðu Óskar, þeir hafa tekið kvörtum viðskiptavina um sljóleika þinn til greina!”
Þau, og tvífarinn líka, sneru sér við og við blasti skilti með einföldum leiðbeiningum um hvernig panta skyldi sér á subway.
Anita, Fjóla og starfsmaðurinn hlógu dátt, og til allra hamingju flissaði Jessica Alba.
,,Ehh voða fyndið Elvar! Þú ættir fremur að spá í eitthvað alvarlegra!”
Óskar leit hrokafullur á Elvar og sneri sér að Jessicu.
,,Segðu mér, unga dama; hvort heldur þú að sé betra, áður en við fæðumst eða eftir að við deyjum?”
Jessica sneri sér við og var eitt spurningarmerki.
Óskar endurtók spurninguna, örvæntingarfullur.
,,Af hverju ertu að spyrja mig að því?” Hún var forviða.
Elvar fór að glotta.
Óskar reyndi að láta á engu sjá. ,,Ég hélt bara að ung dama eins og þú hefðir áhuga á einhverjum slíkum málefnum, ólíkt vini mínum hér…”
Jessica var engu nær.
,,Jáá..ehh..nei? Ég skil bara ekki rass í þessu sko..”
,,Kannski að finna einhvern með heila Óskar,” hvíslaði Elvar og gaf honum olnbogaskot.
Óskar sussaði á Elvar.
,,Hvað heitiru annars?” hann reyndi að hljóma virðulega.
,,Ulrika.”
Óskar rak upp stór augu.
,,ULRIKA?!”
Hún jánkaði. ,,Aha..pabbi minn er þýskamaður sko.”
,,Þjóðverji,” leiðrétti Anita glottandi.
Óskar sussaði á hana líka, nett pirraður.
,,Áhugavert…ég heiti Óskar og þetta eru Anita, Elvar og Fjóla. Hvað ertu gömul?”
Hún blés tyggjókúlu. ,,Ehh 14. Þú?”
,,15 ára.”
,,Shjitt, lögríða?” hún tyggði tyggjó af áfergju.
Hann kinkaði ráðvilltur kolli.
,,Og af hverju ertu að tala við mig?”
,,Ég var að velta því fyrir mér í hvaða skóla þú værir..” bullaði Óskar.
,,Já ókei. Ég bý sko í Selfossi og er í Sólvallarskóli. Þú? Ertu kannski þroskaheftur?”
,,Ert þú kannski eitthvað illa gefin? SÓLVALLARSKÓLA Á SELFOSSI!”
Anita var orðin pirruð.
Ulrika starði stórhneyksluð á Anitu.
,,Og ehh klessaðir þú á vegg eða? Af hverju ertu með gleraugu?”
Anita rak upp geðsjúkan hlátur.
,,Nei ég KLESSTI ekki á neinn andskotans vegg. Og af hverju helduru að ég sé með gleruaugu? Nei ég sé ekki illa, ég hef bara gaman að þeim.”
Ulrika kom með gelgjusvip frá helvíti.
,,Neinei ekkert svona, dömur,” reyndi Óskar að blanda sér inn í.
,,Áttu bara svona vini? Þú ert sætur en þú átt leiðinlegur vini sko.”
,,Leiðinlega,” urraði Anita.
Óskar ýtti aðeins í Anitu.
,,Afsakaðu þá, þau eru að norðan. Ég er hinsvegar í Laugalækjarskóla.”
Hún blæs stærðar kúlu. ,,Eeehhh?”
,,Laugó..”
,,Ehh?”
,,Laugó? Laugardalnum..”
,,Bíddu hvar er það? Er það með Smáralind?”
,,Smáralindinni,” leiðrétti Anita.
Ulrika horfði á Anitu með drápsgelgjuaugnaráði.
,,Ehh só? Og hvað með það? Veist þú kannski hvar Laugó er?”
Anita brosti illkvittin.
,,Aha og ég veit líka að Smáralindin er í Kópavogi OG ég kann að setja rétta forsetningu með nafnorði, fröken plasthóra.”
Óskar og Ulrika skyldu greinilega ekki neitt í neinu, Fjóla var ringluð á svipinn og Elvar glotti þótt hann skyldi greinilega ekki allt.
,,Bíddu whoooot? Henguru með nördum eða?”
,,ööööö..”
,,Nei en ekki með heimsku fólki,” sagði Fjóla upp úr eins manns hljóði.
Ulrika sneri sér nú að Fjólu.
,,Bíddu wóó rauðka, rífa kjaft við mig eða?”
,,Það þarf þess nú ekkert; HANN ER HVORKI HEILL NÉ HÁLFUR !!!”
Þau sneru sér öll við og sáu að Gústi var mættur fyrir aftan þau, með ipod heyrnatólin sín á hausnum og nötraði af hlátri.
Ulrika kom með píkuskræki.
,,Fokka þú þér!”
,,Hann getur ekki gert það á meðan eitthvað svona turn off er fyrir framan hann,” sagði Elvar.
Ulrika greip bátinn sinn og hljóp grenjandi út.
Það var alveg þögn, þar til Fjóla fattaði eitt.
,,Hey, af hverju borgaði hún ekki?”
Þau sneru sér öll að afgreiðslumanninum.
,,Hún? Hún er í félagi aids sjúklinga á íslandi.”
Anita rak upp geðsjúkan hlátur, Fjóla kyngdi, Elvar beygði sig að Óskari og sagði föðurlega:
,,Stundum er bara betra að henda rusli í ruslatunnur.”