Þetta er framhald af Blóðdropa, sem hefur komið hérna reglulega inná huga sem korkar, ef þú ert ekki búin/n að lesa það gæti verið gott að gera það til að skilja. Annars hef ég reynt ég að setja þetta upp þannig að maður þarf ekki að hafa lesið það. Dauðlangar að sjá hvort það var rétt hjá mér að setja þetta í grein en ekki halda áfram bara í korkunum.

..

=1=
Í þessum litla og afskekkta sveitabæ gengu um sögur að vampýrur hefðu einu sinni átt heima í skóginum. Þeim átti samt að hafa verið eytt og enginn nema geðveikt, gamalt fólk mundi eftir því að hafa nokkurntíman séð þessar vampýrur. Langfæstir trúðu þeim.
Þar til núna.
Unglingar hræddu hvor annan með því að segja að vampýrurnar væru að ganga aftur. Satt að segja voru allir hálfhræddir um að það væri satt og vonuðu að það væri eðlileg ástæða fyrir líkunum sem höfðu fundist síðastliðna mánuði, blóðlaus og með tvö göt í hálsinum eða sundurtætta bringu.
Þeim datt ekki einu sinni í hug að vampýrurnar gengu í skóla þarna, áttu vini og sögðu sjálf draugasögur um vampýrur sem gengu aftur og drápu fólk.
Þau litu út eins og hvert annað fólk.
Það var farið að vera eðlilegt að ganga með vopn á sér. Samt slapp enginn lifandi ef hann lenti hjá þeim, þau létu varla heila manneskju fara til spillis.

,,Ég má‘‘ bað hún.
,,Nei! Þú gerðir það síðast‘‘ hvæsti bróðir hennar og herti takið á hálsi mannsins sem vældi.
,,Þetta er ekki sanngjart!‘‘ segir hún fúl og horfir á hann brjóta háls fórnarlambsins með snöggum kipp. Hann veinar í smástund af sársauka en fellur svo saman í jörðina, dáinn.
,,Hættið að rífast‘‘ segir pabbi þeirra og dregur líkið inn í geymsluskúrinn. Tvíburarnir elta hann inn.
,,Ég má skera! Hann braut‘‘ hún reif hnífinn úr höndum pabba síns og sest á hnén við hlið líkamans.
,,Ég trúi ekki að þið rífist um svona‘‘ mamma þeirra grettir sig um leið og hún gengur inn í skúrinn. Hún lokar hurðinni á eftir sér og læsir. Það var óþarfi að kveikja ljósin.
,,Já, það er mjög barnalegt af þér að gera ekki bara það sem flestir hefðu gert; að skiptast á. Veistu hvað það er Erlín? Að skiptast á?‘‘ spurði bróðir hennar og greiðir með blóðugum lófanum í gegnum ljóst og sítt hárið.
,,Ég veit það vel‘‘ urrar hún milli samanbitinna tannanna og stingur hnífnum harkalega ofan í hálsinn á manninum sem hafði ekki ennþá hætt að kippast til í viðbjóðslegum dauðakippum.
,,Ekki láta þetta fara til spillis‘‘ pabbi hennar kemur með stóran bala og lyftir hausnum á manninum þannig að blóðið leki úr hálsinum og ofan í balann.
,,Nei nei, eigum við ekki líka bara að bera virðingu fyrir þeim látnu?‘‘ segir Erlín kaldhæðnislega.
,,Erlín…‘‘ bróðir hennar hlær og þurrkar blóði í buxurnar.
,,Hættið þessu, og ekki byrja að fikta í tönnunum hans eins og þú gerðir síðast, Óskar‘‘ mamma þeirra virðist eiga erfitt með að virðast ákveðin og fljótt brýst hláturinn út.
,,Má mér ekki finnast töff að eiga hálsmen með tönnum? Ég er bara kominn með þrjár tennur og það eru barnatennur úr mér!‘‘ hann dregur snæri upp úr vasanum þar sem þrjár litlar tennur hanga í.
,,Hvað heldurðu að þessir töff vinir þínir mundu segja við þessu hálsmeni þínu?‘‘ Erlín dýfir höndunum ofan í balann sem er komin með botnfylli af blóði og skvettir á bróður sinn.
Hann stingur hálsmeninu snögglega í vasann og fyllir lófann af blóði og skvettir á hana á móti.
,,Oj, hættu!‘‘ ískrar í henni og hún stekkur af stað og felur sig fyrir aftan mömmu sína.
,,Krakkar!‘‘ segir pabbi þeirra ásakandi og þau hætta skömmustuleg á svipin.
Þau bíða þolinmóð og stinga líkamann aftur ef það hættir að leka úr gamla sárinu.
Þegar þau hafa fyllt balann og tvær tveggja lítra flöskur bera þau líkið inn í skóginn og hlaupa svo aftur heim. Fara að sofa eins og venjulegt fólk. Eftir að hafa farið í góða sturtu til að þvo af sér blóðið.

Og daginn eftir fóru þau í skólann eins og venjulega.
Erlín settist í sætið á milli bróður síns og bestu vinkonu sinnar.
,,Ertu búin að frétta það nýjasta?‘‘ hvíslaði vinkona hennar.
Erlín þykist vera forvitin.
,,Hvað?‘‘ spurði hún.
,,Það var drepinn annar í nótt, hann fannst inni í skógi með þrjú stungusár á hálsinum og brotna hönd‘‘ sagði vinkona hennar æst.
,,Brotna hönd?‘‘
,,Já, það hafði verið snúið upp á hana og hún slitin af næstum því. Ógeðslegt‘‘
Erlíni langað mest til að brosa en var orðin þaulvön í að hemja sig. Hún og tvíburabróðir hennar höfðu laumast út um nóttina og leikið sér aðeins að líkinu. Þau höfðu gert margt ógeðslegra en að snúa upp á höndina en fólki var örugglega hlíft við því allra ógeðslegasta.
,,Trúirðu að þetta séu vampýrur?‘‘ spurði Erlín og dró upp verkefnabókina sína. Hunsaði bróður sinn sem kleip hana fast með nöglunum í mjöðmina.
,,Já, ég elska vampýrur. Ég er búin að lesa allar vampýrubækurnar sem eru fáanlegar á bókasafninu og ætla í bæinn um helgina að kaupa fleiri. Ég vildi óska að ég hitti vampýru, mig dauðlangar að sjá hvernig þær líta út‘‘ segir hún æst en einbeitir sér að bókinni þegar kennarinn segir nafnið hennar.
Erlín brosir.
,,Mig líka‘‘ hvíslar hún og ranghvolfir augunum framan í kennarann sem hafði kallað nafn þeirra enn einu sinni.
,,Þú ert svo föl alltaf að þú gætir alveg eins verið vampýra‘‘ flissar vinkona hennar.
,,Oj, ekki segja svona‘‘ pískrar Erlín.
,,Jú, án gríns. Þú ert líka með hár eins og vampýrur mundu örugglega hafa það‘‘
Erlín lyfti annari augabrúninni að vinkonu sinni. Hár hennar var dökkbrúnt og axlarsítt sem hún hafði oftast í tagli en hafði lausan hliðartoppinn sem hún hafði litað skærrauðan.
,,Nei, vampýrur eru örugglega með rosalega stórt og mikið, svart hár‘‘ sagði hún svo og rétti upp hönd til að svara spurningu.
,,Já, sennilega‘‘

Eftir skólann ákvað Erlín að fara og heilsa upp á Birkir. Hann var tveim árum eldri og þessvegna búinn aðeins seinna í skólanum. Hún beið þolinmóð fyrir utan dyrnar á skólastofunni hans þar til hann birtist fyrir framan hana með úfið, rautt hárið og andlitið skreytt freknum og vingjarnlegu brosi.
,,Hæ Birkir‘‘ segir hún.
,,Blessuð sæta‘‘ svarar hann og kyssir hana á ennið.
,,Viltu koma heim til mín?‘‘
,,Ja, viltu ekki bara frekar koma með mér á torgið? Ég er hálfhræddur við foreldra þína‘‘ segir hann og hlær.
,,Nú?‘‘ þau ganga hlið við hlið niður ganginn sem leið að aðalútganginum.
,,Æ, þetta er svolítið eins og sagan um Rómeó og Júlíu, er það ekki? Við megum eiginlega ekki vera saman eins og foreldrar okkar hatast‘‘
Hún hlær og þykist hneyksluð.
,,Foreldrar mínir ráða engu um það hvern ég hitti, ég vil ákveða sjálf við hvern mér líkar‘‘ segir hún og brosir.
,,Mamma þín er ekki alveg jafn ákveðin og mamma mín‘‘ segir hann og hún yppir öxlum.
,,Það er ekki þér að kenna að mömmur okkar eru óvinkonur‘‘
Þau stansa samtímis og horfast í augu. Hann virðist undrandi þegar hún lítur undan.
Hann hnussar lágt.
,,Hvað?‘‘ muldraði hún og opnaði útidyrahurðina.
Hann elti hana út.
,,Alltaf þegar þú horfir í augun á mér stariru hvasst í þau í smástund en lítur svo undan‘‘
,,Kjaftæði‘‘ hnussar hún með augun föst á jörðinni fyrir framan sig.
Þögnin milli þeirra er hálfvandræðaleg þegar þau ganga eftir malargötunni sem liggur frá skólanum.
,,Heyrðu, ég kemst ekki á torgið með þér, fyrirgefðu. Mamma vildi fá mig og pabba í að mála eitthvað uppi á lofti, hún ætlar að breyta því í gestaherbergi og rosa vesen, má ég ekki bara eiga það inni hjá þér?‘‘ spurði hann sætri röddu. Hún yppir öxlum.
,,Já, ætli það ekki‘‘ svarar hún og beinir augunum eitthvert annað þegar hann beygir í áttina að húsinu sínu. Hann tók á sprett upp að dyrunum og fór inn án þess að líta við.
,,Hvernig hefur gengið að lesa hugsanir hans?‘‘ spurði rödd bróður hennar.
Hún gekk af stað og heyrði fótatak hans fyrir aftan sig.
,,Illa‘‘
Hann byrjaði að ganga rösklegar svo fljótlega gengu þau hlið við hlið.
,,Hvað meinarðu, hugsar hann á öðru tungumáli eða?‘‘ spyr hann í hæðnistón.
,,Nei‘‘ segir hún hvasst ,,hann hugsar bara allt of mikið um tónlist, það er alveg að fara með mig! Alltaf þegar ég lít í augun á honum heyri ég ekkert nema tónlist.‘‘
,,Oj, en leiðinlegt fyrir þig. Þú getur ekki vitað hvað honum finnst um þig nema að spurja hann‘‘ segir hann kaldhæðnislega.
,,Jú, reyndar er hægt að lesa nokkurnvegin í tónlistina hans. Þegar hann er með vinum sínum heyri ég ákveðna tónlist en þegar hann er með mér heyri ég eitthvað allt annað‘‘
Óskar átti erfitt með að kæfa hláturinn og tekst með uppgerð að vera alvarlegur þegar hann lítur á hana og léttir þegar hann sér að hún brosir.
,,Hvernig tónlist heyrirðu þegar hann er með þér?‘‘ spurði hann og fannst eins og hann væri að tala um eitthverskonar tónlistarspilara.
,,Ástarlög‘‘
Hláturinn braust út og brosið hvarf af vörum hennar.
,,Ekki stríða mér‘‘ hvæsti hún.
Þau voru ennþá að rífast þegar þau komu heim. Mamma þeirra tók á móti þeim með tvö glös.
,,Ég var að prófa dálítið nýtt, smakkið‘‘ hún ýtti glösunum að þeim.
Erlín kíkti ofan í glasið sitt.
,,Hvað er í þessu?‘‘
,,Ég prófaði að hræra hressilega í blóðinu og kæla það svo, það endaði hálf illa því það byrjaði að storkna og eitthvað vesen en mér tókst að bjarga smávegis‘‘ mamma þeirra brosti og beindi glasinu að vörum þeirra með höndunum.
Óskar grettir sig.
,,Þetta er viðbjóðslegt, mamma‘‘ sagði hann með tunguna úti.
Mamma þeirra flissaði barnalega.
,,Ég veit‘‘ sagði hún hlæjandi.
,,Þú ert svo vond‘‘ Erlín lagði glasið sitt á borð inni í eldhúsi.
,,Já, talandi um að vera vondur‘‘ mamma þeirra beit glettnisleg í vörina ,,geðveikrahælið hennar mömmu hringdi í dag og sagði að hún væri vel fær að búa hjá okkur og núna gætu þau ekki frestað þessu lengur. Við förum og sækjum hana um helgina. Hún mun búa hjá okkur framvegis‘‘