Pétur var rétt svo komin á annað borð í nýja tölvuleiknum þegar mamma hans kallaði á hann og sagði honum að koma niður að borða. Pétur er 16 ára gamall drengur með skollitað hár og brúneygður. Hann á mömmu og pabba og eina systur. Pétur er nýfluttur í fimm hæða hús langt frá gamla hverfinu sínu. Pabbi hans var frægur skurðlæknir og mamma hans lögfræðingur.
Þegar Pétur kláraði matinn sinn var kominn tími til þess að fara í háttinn. Hann hljóp upp stigann að herberginu sínu þangað til að lítill fótur teygði sig út og felldi hann. „Af hverju þarftu alltaf að gera þetta“ sagði hann og María 9 ára systir hans hljóp hlæjandi burt.
Pétur vaknaði við gargið í nágrannahananum í húsinu við hliðiná. Hann hljóp niður stigann og aftur gægðist lítill fótur innan um rimlana og felldi hann. Í þetta sinn datt hann með hnakkann í gólfið sem olli gríðarlegum hausverk. Eftir nokkrar mínútur var hausverkurinn næstum farinn. Eftir morgunmatinn ákvað hann að fara út og kanna nágrenið. Pétur sá hóp af krökkum fyrir framan skólann sem var nokkuð langt í burtu. Hann ákvað að fara aðra leið. Eftir tíu mínútur ákvað hann að kalla þetta gott og snúa við. Þegar Pétur kom heim var hurðin opin. Hann gekk inn og síminn hringdi. Þetta var mamma hans „hvernig gengur“ sagði hún, „hvað meinarðu“ sagði Pétur.
„Nú þú átt að passa systur þína manstu það ekki ég sagði þér það í gærkvöldi“ svaraði hún „já ég man, það gengur bara vel“ laug hann. Þrátt fyrir að hafa stálminni þá gleymdi hann því að hann átti að passa Maríu í dag.
Hann fór upp í herbergið hennar ,þar var enginn, hann fór í eldhúsið og þar var enginn heldur. Hann leitaði um alla íbúðina án nokkurs árangurs. Maríu hafði verið margsagt að fara ekki út án fylgdar af því að þau voru nýflutt. Síminn hringdi aftur.
Þetta var gemsanúmer Maríu. Þegar hann tók upp símann heyrði hann ekkert, hann var farinn að kalla en samt kom ekkert svar. Hausverkurinn var ekki enn farinn og var nú orðin mjög mikill vegna hávaðans. Hann hljóp eins hratt og hann gat út úr húsinu í leit að systur sinni. Hann var kominn að skólanum þegar hann sá símann hennar Maríu á stéttinni fyrir utan innganginn, hurðin var opin.
Án þess að hugsa sig um hljóp Pétur inn í skólann. Hann hafði aldrei komið í skólann áður enda sumarfrí og hann var nýfluttur. Hann heyrði tal í fjarlægð og ákvað að kanna það. Hausverkurinn var orðinn óbærilegur og honum var farið að svima. Við enda gangsins var mötuneytið. Enn heyrði hann raddir en fann engan. Hann hélt áfram út annan gang. Þegar hann kom að enda þriðja gangsins varð sviminn orðinn mjög mikill. Hann var farinn að sjá tvöfalt, skyndilega leið yfir Pétur. Þegar Pétur rankaði við sér var höfuðverkurinn farinn og sviminn líka. Hann var liggjandi í sófa í stóru herbergi. Krakkar umkringdu herbergið og voru hlæjandi og talandi saman. Fimm stelpur voru að horfa á drama þátt í litlu túpusjónvarpi og út í horni sat María alein og horfði á sjónvarpið. Pétur stóð upp og fór til stráks og spurði hvað hafði gerst „María fann þig liggjandi á gólfinu án meðvitundar og bað okkur um að hjálpa þér“ sagði strákurinn. „Hvar er ég“ spurði Pétur, „þú ert í Skápnum. Það er leyniherbergi sem við krakkarnir notum til að kjafta og skemmta okkur. Þú mátt koma hingað þegar þú vilt. Þú ferð í skáp 26b. Það er einskonar gangur í herbergið“. Síðan fór Pétur til Maríu og þau drifu sig heim áður en foreldrar þeirra komu til baka. Þau voru rétt komin heim þegar foreldrarnir komu. Næstu daga eyddi Pétur mikið af tíma í Skápnum. vegna samverunar eignaðist Pétur marga vini.
“It's a wonder that humankind has constructed any kind of civilization with this monumental distraction at hand” - Youth In Revolt