Njótið.
Það var mikið um að vera á fundinum. Markús og Ólafur svöruðu spurningum sem var spurt, eða reyndu af bestu getu. Ég sá strax að þeir vissu lítið sem ekki neitt um þetta en voru þó staðráðnir í að gera eitthvað í þessu, enda góð ástæða til.
Ólafur hélt uppi nokkrum skrám um hættulegustu blóðsugurnar og það var grafarþögn í herberginu, ef til vill meira við hæfi en nokkrum grunaði.
Markús og Ólafur komust nú varla að þar sem allir voru að tala. Þeir drógu sig því í hlé og settust á tvo stóla og fóru tveir yfir þessi skjöl sem þeir höfðu í höndunum. Ég tók tækifærið og skoðaði fólkið betur, uppá það að þekkja það aftur seinna ef ég myndi sjá þau aftur. Lágvaxna stelpan við hliðina á mér var ljóshærð og örlítið þybbin en virtist vera ein af háværustu krökkunum í herberginu, ásamt Gylfa, auðvitað. Mér heyrðist hún heyta Freyja.
Maðurinn sem hafði setið við hliðina á mér, en hann hafði fært sig til einhvers vinar síns, og horfði tortryggnum augum á mig, eins og hann óttaðist að ég væri svikari. Þegar ég tók betur eftir var augum gjóað á mig og á Ólaf eins og til að vera viss um að Ólafur vissi hvað væri í gangi í huga mínum.
Gylfi var umkringdur strákum sem virtust á sama reki og hann, hvað varðar þroska og aldur. Mest lætin komu frá þeim og fólkið í kringum þá gaf þeim hornauga. Ungri stúlku brá svo þegar einn strákurinn í hópnum skellti upp úr að hún datt aftur fyrir sig en klifraði svo klaufalega aftur upp á stólinn og setti rautt hárið bakvið eyra og hélt áfram að tala við vinkonu sína, sem virtist vera með bólu ofan á bólu en augu hennar voru svo skærblá að maður tók lítið eftir bólunum.
Hljóð sem átti ekki alvega heima þarna innan um skara af dauðskelfdum mátthöfum var glaðlegt hljóð í barni. Aðeins eitt barn var í herberginu, sem var undir tíu ára. Strákur sem virtist vera sex eða sjö ára lék sér með lítinn leikfangabíl. Hann var með dökk brúnt hár og freknótt nef og græn augu hans voru full af sakleysi æskunnar. Svona sakleysi átti ekki heima í bardaga við blóðsugur.
Strákurinn tók eftir ísbláum augum mínum á sér og leit beint í augu mín. Hann brosti svo sást í hvítar tennurnar en að vísu vantað báðar framtennurnar. Spékoppar mynduðust á bústnum og freknóttum kinnum hans.
Ég tel þetta hafa verið fyrsta og eina skiptið sem nokkurn barn brosti þegar það sá mig. Yfirleitt eru viðbrögðin grátur, væl eða jafnvel öskur og fela sig bakvið mömmu sína. En í staðin tók litli strákurinn upp bílinn sinn og gekk í áttina að mér. Hann var mjög horaður, en það virtist ekki vera útaf vannæringu, heldur virtist hann bara vera vaxinn þannig. Miðað við sex ára barn var hann ansi hávaxinn.
,,Hvað heitirðu?’’ spurði hann óvenju skýrri röddu. Hann starði stórum og skærgrænum augum á mig.
,,Hrefna.’’ Sagði ég og fylgdist með stráknum klifra upp í stólinn við hliðina á mér.
,,Ég heiti Biggi, ég er sjö,’’ sagði hann glaðlega og lét bílinn sinn keyra meðfram bakinu á stólnum sínum. ,,Afhverju eru augun á þér eins og klaki?’’ spurði hann forvitinn og starði stórum augum á mig.
,,Ekki veit ég það.’’ Sagði ég.
,,En afhverju líturðu út eins og vampíra?’’ spurði hann og gegn því sem átti að vera mögulegt virtust augu hans stækka í undrun.
Ég var við það að svara þegar önnur rödd ruddist inn í þetta undarlega samtal.
,,Biggi, vertu nú ekki að angra þessa stúlku,’’ sagði ungleg kona sem hafði greinilega tekið eftir samtali stráksins við mig. Hún stóð nú yfir okkur, og dökkir lokkar liðuðust niður með andliti hennar, og augu hennar voru eins græn og augu stráksins, nema augu hennar virtust þreytulegri og fjólubláir baugar voru byrjaðir að myndast undir augum hennar. Hún rétti út grannar hendur og tók strákinn í fangið.
,,Hún er eins og vampíra.’’ Sagði hann og benti á mig. Konan sussaði á hann og ýtti hendinni hans niður.
,,Svona segirðu ekki við fólk, Biggi minn,’’ sagði hún ávítandi en brosti svo afsakandi til mín. ,,Fyrirgefðu, hann á það til að segja það sem hann hugsar upphátt.’’
,,Allt í lagi,’’ sagði ég og konan virtist undrandi yfir algjörri vöntun á svipbrigðum, en ég var orðin vön þannig undrun frá fólki.
,,Þú ert ný hérna, er það ekki? Ég hef ekki séð þig áður.’’ Sagði konan og hallaði aðeins undir flatt.
,,Jú.’’
,,Ég hef heyrt eitthvað um þig, bíddu, ég man hvað þú heitir,’’ sagði hún hugsi og reyndi að grafa upp nafnið í huga sé og svo lýstust augu hennar upp þegar hún mundi það loks. ,,Hrefna, er það ekki?’’
,,Jú.’’
,,Gaman að kynnast þér,’’ sagði hún brosandi en ég var ekki viss um að hún meinti það eða hvort það væri bara upp á kurteisi. ,,Ég heiti Maríanna, og þetta er sonur minn, Biggi.’’ Sagði hún og lyfti stráknum örlítið upp til áherslu. Á meðan við töluðum hafði hann byrjað að leika sér aftur með bílinn sinn, lét hann keyra yfir öxlina á mömmu sinni og meðfram viðbeininum og niður handleggina en hún kippti sér ekkert upp við það.
,,Afhverju eru allir hérna svona ungir?’’ spurði ég og leit í kringum við, og það var greinilegt að megnið af fólkinu hérna inni voru unglingar, bæði útaf plássinu og hávaðanum.
,,Það er útaf því að yfirleitt fer mátturinn með aldrinum. Megnið af mátthöfunum fengu máttinn á lífleiðinni en fæddust ekki með hann. Ef þú fæðist með hann er hann varanlegur, eða svo er mér sagt,’’ sagði hún og brosti. Biggi var nú búinn að sleppa bílnum en samt hélt hann áfram að keyra niður handleggi Maríönnu og jafnvel niður á læri og aftur upp eins og einhver væri að halda honum þar.
Maríanna tók eftir augnaráði mínu og brosti. ,,Hann getur hreyft hluti úr stað án þess að snerta þá. Hann fær það frá mömmu sinni,’’ sagði hún og flissaði en kyssti hann mjúklega á ennið og ástin sem hún hafði á barninu sínu var næstum yfirþyrmandi. ,,Hvaða mátt hefur þú annars, svona uppá forvitnissakir?’’ spurði hún og settist í sætið við hliðina á mér og lét Bigga niður á gólf þar sem hann lék sér sáttur með bílinn sinn.
,,Gömlu frumefnunum, held ég að það sé kallað.’’ Sagði ég og var hissa á að hún hafði ákveðið að setjast við hliðina á mér, yfirleitt forðaðist fólk að vera nálægt mér. Auðvitað voru alltaf undantekningar, en það voru bara kjánar sem stöldruðu við.
,,Ertu að tala um vatn, eld, jörð og loft?’’ spurði hún og brosti út í annað, ekki alveg viss um hvort ég væri að grínast eða ekki, þótt það væri nokkuð ljóst að ég væri ekki manneskja sem grínist mikið.
,,Akkúrat.’’ Sagði ég og andlitið féll af konunni.
,,En það eru fjórir mættir, ég hélt að það væri bara hægt að vera með einn,’’ sagði hún, furðu lostin. Allt í einu fann ég fyrir einhverju hörðu á hnéi mínu og leit niður. Biggi hafði látið bílinn á hnéð mitt og horfði brosandi upp á hana.
,,Viltu leika?’’ spurði hann brosandi en ég þurfti ekki að svara þeirri spurningu því í því ræksti Markús sig hátt og tryggði sér þar með þögn. Maríanna tók Bigga upp í fangið og fylgdist náið með Markúsi.
,,Jæja, ég og Ólafur erum búnir að gera áætlun og verkefni fyrir hvert ykkar til að reyna að sigrast á þessum fjöndum,’’ sagði hann hvetjandi röddu, frekar til að sannfæra sjálfann sig um að þetta myndi virka frekar en hina í herberginu.
,,Við settum ykkur í hópa,’’ sagði Ólafur. ,,Og hver hópur sér um sitt verkefni. Flestir hópar eru í því að fylgjast með, þar sem við vitum ekki hvernig dönsku blóðsugurnar koma á landið þá fylgjumst við með öllum leiðum inn í landið. Við gerum ráð fyrir að þeir komi með löglegum hætti, annaðhvort með skipi eða flugvél. Staðir eins og Seyðisfjörður og Keflavík verða undir stöðugri smásjá, þar sem Seyðisfjörður er með bryggju fyrir norrænu og stærsti utanlandsflugvöllurinn er í Keflavík,’’
,,En auðvitað verða hópar líka að fylgjast með innlendum blóðsugum, en við kjósum að láta eldra og reyndara fólk í það þar sem það gæti verið töluvert hættulegra.’’ Sagði Markús þungbúinn. Allir hlustuðu á skipulag hans á hópunum, en það voru mismundandi margir í hóp, eftir því hvaða verkefni þeir áttu að taka sér fyrir höndum.
Ég var látin í hóp með Gylfa, Loga, manninum með hermannaklippinguna en hann hét Grímur og stúlku á mínum aldri sem virtist ekkert líka sérstaklega vel við mig. Í rauninni leit hún mig hornauga og hnussaði í hvert skipti sem hún sá mig eins og í vandlæti. Hinsvegar virtist hún himinlifandi að vera með Loga í hóp. Við áttum að taka Norrænu á Seyðisfirði en þar sem hún kom bara einu sinni á viku, á miðvikudögum, áttum við nokkuð mikið frí. Hinsvegar gat maður aldrei treyst því.
Því miður fyrir Möggu var hún mjög mikilvæg fyrir alla hópana, ásamt eldri manni sem virtist vera sá eini fyrir utan Markús og Ólaf sem var yfir þrítugt. Þau gátu bæði fært fólk á milli og þeirra verkefni var að koma heilum hóp inn fyrir keflavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og hvar þar sem flug var áætlað að kæmi frá Danmörku. Maðurinn hét Lárus og hann virtist nógu ánægður með hlutaskipti sín en Magga var langt frá því að vera sátt. Hver og einn einasti meðlimur þurfti að skrá niður númerið hennar Möggu og Lárusar til að geta hringt ef með þyrfti.
,,Og munið, ef þið sjáið blóðsugurnar frá Danmörku, ekki gera neitt! Ekki gefa til kynna að þið séuð þarna útaf þeim, þeir sjá ekki muninn,’’
,,Hvað með íslenskar blóðsugur?’’ spurði einhver sem ég kannaðist ekki við.
,,Ef þið sjáið íslenskar blóðsugur, reynið að komast að því sem þið getið án þess að láta komast upp um ykkur. Farið virkilega varlega.’’ Sagði Ólafur þungbúinn.
Restin af fundinum fór í það að útlista einkenni blóðsugna, auðvitað var það fyrst og fremst hvít húðin, en annars var heldur erfitt að þekkja þær. Ólafur skotraði aðeins augum til mín þegar skýrði frá því eins og hann væri að segja ‘Ef húðin er eins og á henni, þá er þetta vampíra’.
Loks var fundinum slitið og morguninn eftir áttu hóparnir að hefjast handa. Fyrir minn hóp átti það ekki að vera fyrr en daginn eftir því það var bara mánudagur þennan dag og Norræna kom bara á miðvikudögum.
Á morgun átti ég að heimsækja mömmu mína á sjúkrahúsið, það var uppástunga Markúsar. Hann ætlaði sjálfur með ásamt Loga, (að vísu þyrfti hann að draga hann með) og hann ætlaði að tala um það að ég fengi að búa hjá honum, hvernig hann ætlaði að sannfæra hana vissi ég ekki og afhverju hann vildi hafa mig í húsinu sínu vissi ég ekki heldur en það kæmi kannski í ljós með tímanum.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.