Ég hafði verið að borða hádegismat þegar vinkona Teresu sast hliðin á mér og sagði „einhver er hrifin af þér….“ „Núnú?“ sagði ég og þóttist hissa. Það kom þó reglulega fyrir að vinkonur stelpna voru sendar með svona skilaboð til mín. Í flestu tilvikum hafði ég þó lítinn áhuga því það var bara ein stelpa sem stóð mér efst í huga. „Gerist ég svo djarfur að spurja hver það er?“ „Það er leyndarmál“ pískraði í henni.
Ég hló létt innra með sér. „Hver ætli það sé í þetta skipti“ hugsaði ég með mér. Það gat varla verið Teresa. Hún hafði aldrei sýnt mér neinn áhuga. Hver sem þetta var breytti það litlu.
RRRRING. „Í hvaða tíma ertu að fara?“ sagði hún eins og ekkert hafði gerst. „Hmm, látum okkur sjá, ég er að fara í Íslensku“ sagði ég . „Óheppinn! Við sjáumst þá bara á mánudaginn“ sagði hún og trítlaði í öfuga átt.
„Óheppinn…“ hugsaði ég með mér. „Þvert á móti“. Þó svo að Íslenskan sjálf var leiðinlegur tími þá var tvennt gott við hann. Hið fyrra var að kennarinn leyfði okkur að tala saman eins lengi og að við hvísluðum og hitt var að ég sat hliðin á Teresu“.
„Hæ“ sagði hún og brosti lúmskt. „Hæ“ sagði ég og brosti á móti. „Hvað er svona fyndið?“ sagði ég og hló með þó að ég hafði ekki hugmynd að hverju hún væri að hlæja að. „Æ, ekkert“ sagði hún og reyndi kæfa hláturinn.
„Setjist niður“ sagði kennarinn með þurrum rómi.
Við settumst hliðin á hvort öðru og drógum upp bækurnar letilega. „Ertu búinn að læra eitthvað?“ spurði hún. „Nei ekkert, veit ekki einu sinni hvað áfanginn er um“ sagði ég letilega. „Ekki ég heldur“ hvíslaði hún.
„Hvað segirðu um að við förum bara og fáum okkur ís“ stakk ég uppá djarflega. „Já, til er ég“ sagði hún og brosti sínu breiðasta. Við pökkðum dótinu okkar saman og læddumst út á meðan kennarinn krotaði á töfluna um Jónas Hallgrímsson.
Við röltum út og horfðum til himins. Það var fallegt veður. Kalt og snjór yfir öllu en samt glampandi sól engu síður.
Svooosh.
Himinn og jörð drundi.
Tíu orustuflugvélar flugu oddaflugi yfir okkur á leifturhraða og í átt að miðborginni. Hávaðinn var þvílíkur að það hljómaði eins og einhver væri að rífa jörðina í sundur. „Afhverju ætli þær séu að fljúga svona lágt yfir borginni?“ sagði hún með áhyggjufullum tóni. „Örugglega bara æfing“ sagði ég án þess að trúa því sjálfur. „Hvað voru þessar flugvélar að gera hérna?“ Hugsaði ég með mér með léttan hnút í maganum. Þessar flugvélar voru mjög sjaldgæf sjón enda rak þjóðin ekki her.
Við horfðum á eftir þeim fljúga langt frameftir borginni. Allt í einu tóku þær dífu niður og litlir deplar féllu úr þeim öllum.
Margir litlir blossar leiftruðu uppí loftið. Einn blossi nægilega stór til að granda öllum skólanum.
Þetta gerðist svo hægt allt, við horfðum á blossana í stutta stund þangað til hvellirnir heyrðust.
Ratatatat.
Þetta hljómaði eins og einhver hefði sprengt kínverjabelti í eyranu á mér.
Við stóðum þarna agndofa, frosin, í 10 sekúndur sem virtist eins og heil eilífð áður en við áttuðum okkur á því að venjulega, litla og örugga veröldin okkar hafði hrunið á einu augnabliki.
Það kemur framhald ef áhugi er fyrir :)