Ég hafði mótmælt reglulega án þess að það hafði haft eitthvað upp á sig. Ég mótmælti reyndar bara til að fá smá útrás, drekka, lemja eitthvað og hafa læti. Ég gat ekki séð hvernig það myndi hjálpa mér að skipta um stjórn – ég myndi samt þurfa að flytja aftur í foreldrahús eins og einhver aumingi sem gæti ekki séð um sig sjálfur.
Allt í einu sé ég að ég var kominn fyrir utan Landsbankann, fyrrum viðskiptabanka minn. Ég fylltist reiði og ætlaði að kasta flöskunni í húsið þegar ég sá að húsið var fullt af fólki. Ég skildi ekkert í þessu, var klukkan orðin svona margt? Ég hafði ekki gengið með klukku lengi enda var ég vanur að nota farsímann minn en hann hafði eyðlagst fyrir mánuði og síðan þá hafði ég þurft að spyrja fólk í kringum mig hvernig tímanum liði, enda enginn að fara að kaupa sér síma í þessu ástandi. Ég ákvað því að dúndra flöskunni ekki í húsið heldur beint í götuna. Afgangurinn af vodkanum – sem var nú ekki mikill dreifðist út um alla götuna þegar flaskan splundraðist. Aah, ég hafði alltaf meiri og meiri þörf til að brjóta hluti, mér leið vel í augnablikinu.
Allt í einu fékk ég hugljómun. Bankinn hafði stolið af mér öllum framtíðarplönum, eyðilagt fyrir mér áætlanir mínar um að fara til útlanda og koma heim sem einn af ríkustu mönnum heims með súpermódel upp á arminum. Fyrst að ég gat ekki gert þetta á heiðarlegan hátt, eða, það má nú svo sem deila um hvort að aðferðir íslensku milljarðamæringana voruu heiðarlegar - þá ætlaði ég að gera þetta að hætti manna vestursins. Í stundarbrjálæði mínu tók ég upp eitt flöskubrotið, hljóp inn í bankann og hótaði næsta gjaldkera lífláti ef hún myndi ekki láta mig fá eins mikinn pening og hún mögulega gæti. Stelpan varð lafhrædd enn mér var alveg sama hvaða áhrif þessi þjófnaður myndi hafa á hana. “GEFÐU MÉR PENINGINN!” Aðrir gjaldkerar gáfu hvor öðrum merki og á endanum var mér afhent seðlabúnt af fimmþúsund köllum. Ég hljóp út. Hvert ætlaði ég núna? Ég vissi ekkert hvernig ég ætlaði að koma mér í burtu. Skyndiákvörðun mín varð sú að ég skildi hlaupa að næsta strætóskýli. Á leiðinni sá ég mann vera að senda sms. Þegar ég hljóp fram hjá honum reif ég af honum símann og leit á klukkuna. Klukkan var tíu. Ég kastaði símanum frá mér og hélt áfram að hlaupa. Þegar ég kom að strætóskýlinu kíkti ég á tímatöfluna, í dag var sunnudagur.. “Fokk!”, fyrstu ferðirnar fóru klukkan hálfeitt, “FOKKINGS NIÐURSKURÐUR!” öskraði ég og lamdi síðan skiltið að öllum mætti þannig að hnúarnir mínir brotnuðu. Ég kveinaði og í pirringi sparkaði ég í staurinn þannig að ein táin virtist hafa brotnað. Ég fékk nóg, ég hneig niður og fór að gráta. Í þeirri stundu kom löggan auga á mig og tóku mig fastann.
“Helvítis ástand” var það eina sem ég gat komið upp úr mér þegar lögreglan lyftu mér á lappir og ýttu mér inn í bíl.
Deyr fé, deyja frændur,