Þótt ótrúlegt sé héldu næstu dagar áfram eins og þeir höfðu alltaf gert. Gylfi hélt áfram að elta mig út um allt þó að hann vissi að ég gæti aldrei fundið fyrir neinum tilfinningum í hans garð. Hann gæti dáið og mér væri sama. Kannski var hann bara svona ástfanginn, ég hef heyrt að það hefur undarleg áhrif á fólk þó að ég skilji það ekki til fullnustu. Svo gæti auðvitað verið að hann væri einfaldlega heimskur.
Hvort sem var kvartaði ég ekki, hann var allavega hættu að biðja mig að koma á einhver böll og það var nóg fyrir mig. Ég heyrði ekkert frá Markúsi eða öðrum mátthöfum fyrstu tvær vikurnar eftir þetta atvik og ég reyndi ekki að hafa samband við þau, enda hvaða ástæða til að hafa samband við þau? Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég hafi tekið réttu ákvörðunina að verða meðlimur í þessum hóp. Hann virtist óvirkur en hver veit? Allt gæti gerst.
Mamma var byrjuð að kenna tíunda bekk stærðfræði og samfélagsfræði og naut sín mikið. Hún kom heim um fimm leitið og stundum þurfti hún að fara yfir próf heima. Hún vissi að það angraði mig ekki að við gátu ekki verið mikið saman því við vorum hvort eð er voða lítið saman. Bara svona til að staðfesta það þá myndi ég bregðast alveg eins við dauða ættingja minna og dauða einhverra ókunnuga. Mér væri sama.
Og það var akkúrat það sem ég uppgötvaði. Einni viku eftir fund minn hjá Mátthöfunum fór mamma í venjulega skoðun upp á spítala og lét athuga allt. Það kom í ljós að hún var með krabbamein í lungunum sem var búið að fá nokkurn tima til að stækka og breiða sér. Og þar með frétti ég að móðir mín væri dauðvona, að hún ætti kannski þrjá mánuði eftir með lyfjameðferð, það langt var krabbameinið komið. Þetta kom engum á óvart, hún reykti eins og strompur.
Hún var í rusli eftir þessa uppgötvun og fór í ennþá meira áfall þegar hún fékk það staðfest að dóttir hennar var algjörlega laus við tilfinningar því ég brast ekki í grát þegar hún sagði mér þetta, ég gretti mig ekki, ég hafði ekki einu sinni hugmynd um hvað ég ætti að segja við þessu því greinilega bjóst hún við einhverri tilfinningu sem ég átti ekki til. Ég bara stóð og starði á angistarfullan svip móður minnar og tárin sem láku niður horað andlit hennar. Hún faldi andlit sitt í höndum sér og hristist af ekka. Ég gekk út úr herberginu.
Hún þurfti að fara upp á spítala í lyfjameðferð og hún þurfti að gista á spítalanum þar til hún dæi, annars myndi krabbameinið hraða ferlinum vegna vöntunar á lyfjum og líf hennar myndi styttast um tvö mánuði.
Svo ég var ein heima þegar Magga flutti sig inní íbúðina mína að spila á píanóið sem var komið úr viðgerð en hljómaði þrátt fyrir það ekki rétt.
Ég varð vör við hana en hætti samt ekki að spila, ég hætti aldrei að spila í miðju lagi nema ég væri rifin frá hljóðfærinu. En svo þegar síðasti tónninn fjaraði út kom tómið aftur og ég leit upp þar sem Magga stóð og fylgdist með, hugsi.
,,Hvað?’’ spurði ég þegar Magga sagði ekki neitt.
,,Þú spilar mjög vel á píanó,’’ sagði hún og hallaði undir flatt. ,,Hvað hefurðu æft lengi?’’
,,Síðan ég var átta ára.’’ Sagði ég og stóð upp og gekk varlega frá píanóinu, lét nótnablöðin í hillu við hliðina á píanóinu og lokaði nótnaborðinu.
,,Já, ókei, vá…’’ sagði hún og starði en áttaði sig síðan. ,,En allavega, Markús bað mig um að sækja þig.’’
,,Afhverju?’’
,,Ekki spyrja mig, ekki fæ ég allar upplýsingarnar.’’ Sagði Magga og það virtist angra hana meira en hún vildi af láta.
,,Ertu líka að sækja Gylfa?’’ spurði ég og velti fyrir mér afhverju hún hefði ekki fyrst sótta Gylfa. Kannski þoldi hún hann ekki alveg eins og hún lét sjást en ég leit alltaf á það sem stórann skammt af stríðni.
,,Nei,’’ gelti hún og hnussaði. ,,Ég held nú ekki, guði sé lof. Ertu þá að koma? Ég nenni ekki að standa hérna í allan dag!’’ sagði hún og rétti út hendina. Ég rétti fram mína og fann samstundis fyrir því þegar sjón mín virtist ruglast svo nú sá ég tvo staði í einu, ég sá píanóið fyrir framan mig og síðan sá ég Markús og Ólaf sitjandi í sófanum í herberginum með Billiard borðinu.
En síðan hvarf píanóið og sýnin af Markúsi og Ólafi varð gegnheil.
,,Hrefna!’’ sagði Markús og brosti breitt svo sást í tvær gulltennur aftarlega í efri gómi hans. ,,Gaman að sjá þig aftur!’’ Hann benti á sófann sem var laus og égsettist þar.
,,Afhverju léstu Möggu sækja mig?’’ spurði ég og fannst herbergið undarlega tómt, því síðast þegar ég hafði verið þarna sátu margir í sófanum og nokkrir í kringum billiard borðið. Magga var hinsvegar farin út um dyrnar og lokaði á eftir sér.
,,Við fréttum hvað gerðist við móður þína,’’ sagði Ólafur og laut höfði. ,,Ég samhryggist innilega.’’ Sagði hann af innlifun og þetta sem fólk kallaði sorg sást greinilega í andlitsdráttum hans.
,,Ég samhryggist líka Hrefna,’’ sagði Markús alvarlega en hnyklaði síðan brýrnar. ,,Getur það verið að þú finnir ekki neinar tilfinningar vitandi að mótðir þín sé dauðvona?’’ spurði hann og þetta virtist trufla hann mikið.
,,Þú veist það sjálfur.’’ Sagði ég.
,,Þetta er bara svo ómannlegt, þú ert algjörlega samviskulaus!’’ sagði Ólafu og augu hans leiftruðu að einhverju sem virtist vera ótti. Hann leit á mig sem ógnun.
,,Að vísu, en þú ert ekki hérna út af því,’’ sagði Markús áður en Ólafur gat haldið áfram ræðu sinni um tilfinningaleysi mitt. Hann sat í sófanum en virtist vera í mestum erfiðleikum við að halda sér kjurrum. Andlit hans virtist tútnara en áður. ,,Móðir þín er upp á spítala og þú þarft að vera ein heima hjá þér svo ég ætla að bjóða þér að búa hér meðan móðir þín er á spítalanum.’’ Sagði hann og brosti dauflega.
,,Afhverju?’’ spurði ég og skildi ekki þessa hlýju sem stafaði frá honum. Afhverju ætti hann að bjóð mér að búa í Kofanum?
,,Afþví við gætum þurft á þér að halda hérna sem fyrst þegar Magga er ekki við og síðan er ekki skemmtilegt fyrir þig að vera ein í tómri íbúð.’’ Sagði Markús. Ég lyfti upp annari augnabrúninni.
,,Já, ég veit, þér er sama en mér er ekki sama,’’ sagði hann. ,,Við erum emð fleiri Mátthafa sem búa hérna fyrir utan mig og Loga, til dæmis hann Ólaf hérna,’’ hann bandaði hendinni til hans. ,,og Baldur og Unnur eru bæði heimilislaus. Þetta er nógu stórt hús til að rúma átta manns eða fleiri.’’
,,En hvað með skólann?’’ spurði ég.
,,Þú ert að fara í páskafrí bráðum og færð frí þessar tvær vikur fyrir páska.’’ Sagði hann og það virtist ekki vera nein ástæða til að neita boði hans en ég velti því samt aftur fyrir mér hvaða afleiðingar þessi ákvörðum myndi hafa.
,,Allt í lagi,’’ sagði ég og Markús virtist ljóma af hamingju þótt hann brosti bara dauflega. ,,En ég þarf þá að sækja nokkra hluti heim til mín.’’
Markús kallaði á Möggu og hún flutti mig aftur heim til mín með semingi svo ég gat pakkað því dóti sem ég þurfti. Ég tók fram bakpokann minn og lét þau föt sem ég þurfti og greip síðan tréflautuna mína sem ég hafði lært á sjálf eftir að ég uppgötvaði tónlistaráhuga minn. Mömmu fannst það of dýrt að borga fyrir píanó, fiðlu og flautu.
Og þá var það komið. Ég fór aftur með Möggu í Kofann og Markús sýndi mér herbergið sem ég myndi gista í. Þetta var lítið herbergi með nokkrum hillum sem voru fullar af bókum og alls konar styttum. Rúmið lá undir glugganum og lyktin af nýþvegnum þvotti lá í loftinu. Þetta herbergi var alveg eins gamalt og önnur herbergi með viðargólfin sem voru ójöfn og þvöl.
Ég lét bakpokann detta á gólfið og settist upp í rúmið en dró litlu, dökku tréflautuna upp úr vasanum og lagði munnin upp að munnstykkinu. Tónarnir flæddu enn og aftur, svo mjúkir að þeir smugu gegnum mann svo maður fékk hroll. Ef að tónlist kæmi í staðin fyrir tilfinningar yrðu þessir tónar þeir sem ég myndi heyra við dauða móður minnar, það er að segja ef að ég hefði tilfinningar.
Allt í einu flaug hurðin upp og truflaði ljúfsára tóna flautunar. Ég hætti samt ekki að spila en leit upp á veruna sem stóð í hurðinni. Þetta var Logi. Hann virtist frosinn í dyragáttinni og starði á mig. Ég hélt áfram að spila þar til lagið var búið en þá fjarlægði ég flautuna frá munni mínum.
,,Hvern fjandan ert þú að gera hérna?’’ spurði hann reiðilega.
,,Markús bauð mér að búa hérna á meðan mamma mín er að deyja.’’ Sagði ég og velti því fyrir mér hvað hann væri að gera inní þessu litla herbergi ef hann vissi ekki að ég hefði verið þarna. Þarna var ekkert nema hillur af bókum og aftur bókum.
,,Ó.’’ Sagði hann og virtist kjaftstopp. Hann starði grunsemdaraugum á mig og bjóst við að ég myndi segja ‘bara að grínast!’ á hverri sekúndu en ég gerði það ekki.
,,Eitthvað sem þig vantar?’’ spurði ég eftir langa þögn sem hlaut að vera vandræðaleg.
,,Þykist þú nú hafa þann rétt að spyrja mann að þessu í mínu eigin herbergi?!’’ sagði hann reiðilega en steig inn fyrir dyrnar, greip eina bók úr bókahillunni og hvarf út um dyrnar. Bókin sem hann tók var nótnabók og ég þekkti hana vel því ég átti hana sjálf heima og kunni mörg lög úr henni. En þessi virtist þó ekki vera alveg eins, eins og önnur útgáfa af bókinni.
Ég stóð upp og lokaði hurðinni en settist svo aftur upp í rúmið og lét flautuna aftur að munninum. Um leið og blíðir tónar flautunnar flutu um herbergið blönduðust tónar hennar við mikið sterkari og grófari tóna sem ég kunni ekki að meta. Rafmagnsgítar var ekki mitt val af hljóðfærum.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.