ég skrifaði þetta um klukkan 1-2 í nótt á blað því ég gat ekki sofið en ég skrifaði þetta í tölvunna bara rétt áðan

Vinir

“Til hvers eru eigilega vinir?” Hugsaði Sunna með sjálfri sér á meða hún gekk á leiðinni í stærðfræði í fyrsta tíma.
Hún hafði ekki átt marga vini um æfina sína og hugsaði til baka þegar þetta allt byrjaði, allt vesenið.
Þegar hún byrjaði í Húsaskóla í fimmta bekk mætti hún skælbrosandi í skólann í æpandi gulri úlpu og með eldgamla slitna skólatösku á bakinu sínu.
Sunna hafði búið í bandaríkjunum mestalla æfina sína, 7 ár, og hafði þess vegna aldrei farið í íslenskann skóla.
Sunna settist við hliðina á ljóshærðri stelpu sem var klædd í eldrauða pókémonpeisu með pikachu framaná og í bláum gallabuxum. Þessi stelpa virtist vera hljóðlát og undraðist af hverju hún settist við hliðina á henni en stelpan sagði ekki orð.
Tíminn byrjaði og enginn virtist taka eftir henni þar til stelpan í rauðu pókémonpeisunni stóð upp og sagði ,,Þórdís kennari, ég held að við séum búin að fá nýjann krakka í bekkinn okkar.” hinir í bekknum göptu af undrun og það barst kliður um stofunna þar til kennarinn tók orðið
,,Þögn krakkar, það er kominn nýr krakki í bekkinn, viltu kanski standa upp og kynna þig svo við eigum auðveldara með að kynnast þér og svo læriru smásaman nöfnin.”
Tíminn hélt áfram, Sunna hafði reynt að kynnast stelpunni en hún sagði ekki orð. Skömmu seinna komu frímínúturnar.
Sunna tók eftir því að stelpan hafði einkverskonar hæfileika til að hverfa því að þegar hún hafði náð í úlpunna og klætt sig í skóna var stelpan horfin. Sunna velti fyrir sér hvert hún hafði farið og fór út.
Nokkrar stelpur buðu henni að vera með í snú snú og hún þáði boðið og þegar leikurinn byrjaði varð hún strax úr leik svo hún þurfti að snúa. Sunna snéri eins vel og hún gat en eftir nokkrar tilraunir til að hoppa sem enduðu með því að hún þurfti að snúa snéri ein stelpan sér að Sunnu og sagði: “Þú ert alveg ömurleg í þessum leik, getur varla hoppað eða snúið, þú mátt ekki vera með lengur, ég vissi að ég hefði ekki átt að leifa þér að vera með þroskahefta ljóta fífl!” og síðan tók hún bandið af henni og hinar stelpurnar voru gáttaðar á uppátækinu. Ein af stelpunum sagði ,,Auður hættu að vera svona stjórnsöm, hún kann kanski ekki þennann leik.” Auður leit á stelpuna með illilegu augnaráði og eftir skamma stund byrjuðu þær aftur
Sunna ákvað að nota restina af frímínútunum til þess að leita af stelpunnii en hún fann hana hvergi en það var ekki fyrr en tímanum eftir frímínúturnar sem hún loksins sá stelpuna.

Eftir þetta breyttist allt, stelpurnar byrjuðu að hunsa Sunnu alveg og Auður reyndi að ráðgast með hana á hverjum einasta degi en alltaf þegar Auður kom upp að þeim hvarf ljóshærða stelpan og Sunna vissi aldrei hvert hún hafði farið.

3 ár liðu og Sunnu leið alltaf verr og verr, hún var varla að vilja mæta í skólann og foreldrar hennar reyndu allt til að reyna að hjálpa henni og hún fór til sálfræðings en ekkert lagaðist. Sunna hafði verið mjög óheppin því Auður var langvinsælasta stelpan í skólanum svo enginn þorði að koma nálægt henni nema þegar það voru unnin verkefni og fólkið þurfti að vinna með henni. Hún vissi ekki hver þessi stelpa í rauðu pókémonpeisunni var lengur því peisan hafði orðið of lítil og stelpan hætti að ganga í henni og hún man ekki nafnið á stelpunni.

Sunna settist fyrir framan skólastofunna og dró andann djúpt því hún vissi að þetta var enn eitt árið í helvíti sem hún þurfti að þola. Hún tók ekki eftir ljóshærðri stelpu sem hafði setið við hliðina á henni því hún hafði verið svo djúpt hugsi, stelpan pikkaði í Sunnu og hún snéri sér við og leit á stelpunna.
“Sunna mannstu í fimmta bekk eftir stelpunni í rauðu pókémonpeisunni.” Sunna hrökk við og hélt að stelpan hefði kanski hæfileika til að lesa hugsanir “ummm Já, Fjóla hvað viltu?” Sagði Sunna með hálflágri röddu “ég er hún, stelpan sem lét alla í bekknum taka eftir þér” sagði Fjóla brosandi “Af hverju fórstu bara í burtu og talaðir ekkert við mig?” spurði Sunna “ég er mjög feimin og er hálfhrædd við að vera innann um hinar stelpurnar, séstaklega Auði, en sammt fylgist ég með úr fjarlægð.”
Sunna leit á stelpunna og trúði varla því sem hún hafði sagt.
Sunna grandskoðaði Fjólu og það var ekkert sem benti til að hún hafði verið í pókémonpeisu fyrir 3 árum því hún var klædd í allt svart. Sunna var sjálf í íþróttabuxum og hettupeisu.
,,hey Sunna eigum við ekki bara að vera vinir, þú veist við erum alltaf einar og það er betra fyrir okkur að hafa félagskap frá hvorri annari, held ég.” sagði Fjóla upp úr þurru ,,Allt í lagi” sagði Sunna ,,En það er bara eitt skilyrði, ekki hverfa eins og þú gerðir í fimmta bekk!” löng vandræðaleg þögn myndaðist þar til Fjóla sagði ,,Allt í lagi verum þá bara vinir.”
Bjallan hringdi og þær stóðu upp á nákvæmlega sama tíma og gengu hlið við hlið í stærðfræði og brostu út í bæði. Sunna skildi nú til hvers vinir væru.
at first I was like nyeh, and then i was like wweh, okei bæ