leikþáttur.

Spyrjandi: Komiði sæl. Í dag fékk ég til mín konu sem notið hefur mikilla vinsælda á strætum Reykjavíkurborgar. Allir sem líta hana augum geta ekki annað en brosað. Komdu sæl, Sólbjört.(Spyrjandi brosir)

Sólbjört: Sæl

Spyrjandi: Hvernig stendur á því að fólk brosir svona mikið til þín? Er það útaf nafninu? Varla veit fólkið hvað þú heitir?

Sólbjört: Ja, sko, fólk byrjaði að brosa til mín strax eftir að ég byrjaði í myndlistaskólanum, því ég málaði mikið þar og er enn að. (er með málningarklessur í andliti en veit ekkert af því). Ég hlýt að bera eitthvað utan á mér. Ég hlýt að ljóma af öllum regnbogans litum!

Spyrjandi: Já, það sést að þú ljómar af fleiri litum en regnboginn hefur í sér…þú ert bara eins og málverk!

Sólbjört: Já, það hlýtur að sjást á mér að ég sé í myndlistaskólanum. Voða er fólk næmt. ekki sé ég svona hluti!

Spyrjandi: En ef þú litir í spegil, þá sérðu sjálfa þig er það ekki?

Sólbjört: ég veit ekki hvort maður sjái þessa útgeislun sjálfur. Þurfa ekki aðrir að dæma um það?

Spyrjandi: Hefurðu litið í spegil?

Sólbjört: Það er langt síðan. Það skiptir engu máli fyrir mig, því innri manneskjan er mikilvægari.

Spyrjandi: Áttu spegil?

Sólbjört: Margir hafa boðist til þess að gefa mér spegil í afmælis- eða jólagjöf en ég harðneita því!

Spyrjandi: En hefurðu “geislað” svona framan í fólk lengi?

Sólbjört: Já, mjög lengi og alltaf meira og meira. Þetta er orðin svo mikil útgeislun að fólk býður mér í sálfræðimeðferð við þessu!

Spyrjandi: (tekur upp spegil og sýnir Sólbjörtu) Ég verð að leyfa þér að sjá þessa útgeislun svo þú getir sett þig í spor annarra.

Sólbjört: (missir andlitið!!! en heldur geisluninni…geislun, sem hefur ekki jafn jákvæð áhrif á hana fyrr en löngu seinna, því þetta verður henni skemmtileg minning sem aldrei gleymist)

ENDIR