3. kafli
Hermennirnir örkuðu fyrir framan okkur og sá sem stjórnaði hestvögnunum hvatti jafn hesta og þræla áfram með svipu. Við gengum í burtu frá bænum sem var núna rústir einar og héldum á leið norður. Nokkrir reiðmenn voru aftastir til að fylgjast með okkur. Eftir nokkra klukkutíma göngu var ég orðin þreytt og þyrst. Landið sem tók við okkur var að mestu leiti auðn full af steinum, mosa og slæmum vegum. Ég var í sífellu að hrasa um steina en hafði sem betur fer ekki dottið, enn. En einhver í röðinni minni hafði fallið til jarðar og röðin stoppaði með rykk. Nokkrum manneskjum fyrir framan mig hafði stelpa dottið. Einn af reiðmönnunum reið upp að henni og tók fram svipu.
-Haltu áfram ónytjungur! Kallaði hann og gaf henni nokkur hörð högg af svipunni svo að það small í.
Skjögrandi kom stelpan löppunum undir sig og hélt áfram göngunni. Núna var ég virkilega farin að passa mig að detta ekki. Ég hafði engan áhuga á að kynnast þessari svipu nánar.
Myrkur næturinnar tók brátt við af sólinni en við héldum áfram. Loksins þegar tunglið var komið hátt á loft stoppuðum við. En hermennirnir gerðu ekki neitt. Ja, jú þeir settu upp tjaldbúð fyrir sig og borðuðu heita máltíð þar sem ilmurinn dansaði um kalt næturloftið. En fyrir okkur gerðu þeir ekki neitt. Mikið af fólkinu grátbað þá um mat eða gefa okkur vatn en það eina sem þau fengu var góð hýðing. Það eina sem við gátum var að kúra þétt saman og sofa.
Morgunsárið var napurt, sólinn ekki enn komin upp til að verma jörðina. Sumarið var farið að dofna, haustið ekki langt undan og þar af leiðandi voru dagarnir heitir en næturnar kaldar. Um leið og hermennirnir vöktu alla héldum við áfram ferð okkar. Um leið og sólin kom upp varð dagurinn heitari og heitari, loks of heitur. Engin ský voru sjáanleg á himinhvolfinu svo að ekkert gat hulið okkur fyrir brennandi geislum sólarinnar. Ég gat fundið hvernig húðin á mér byrjaði að brenna og flagna, ég hafði alltaf verið með viðkvæma húð. Þorstinn varð verri þennan daginn og fólk var að missa orku og þrek til að halda áfram, féllu niður í sífellu. Seinna þann daginn komst ég að því hve lítið við skiptum hermönnunum.
Dagurinn var að lokum kominn og sólin farin að lækka. Ég fann að húðin á mér var öll út í blöðrum eftir sterka sólina. Í næstu röð féll einn maður niður og hvíslaði eitthvað um vatn. Hermaður kom til hans og hýddi hann duglega, en maðurinn gat ekki staðið upp. Hann var of þreyttur, of orkulítill, of þyrstur.
-Hvað á ég að gera í þessum? Kallaði hermaðurinn til yfirmanns síns.
Yfirmaður hans hikaði ekki einu sinni. –Dreptu hann.
-Hvað?! Fann ég sjálfan mig öskra. –Þú getur ekki drepið hann. Gefðu honum bara vatn og hann getur haldið áfram!
Yfirmaðurinn leit illilega á mig.
-Nei í því er enginn tilgangur, ef hann þolir ekki tvo daga án vatns ræður hann ekki við þrælkunarvinnu.
Hermaðurinn dró fram sverð og rak það aftan í hálsinn á manninum. Ég æpti í hryllingi. Maðurinn var leystur frá og skilinn eftir til þess eins að hrægammar gætu fundið hann. Allir héldu áfram og enginn dirfðist að líta til baka nema ég.
Þetta sama síðdegi fór trjám að fjölga í kringum okkur og á fjarlægum hæðum sá ég vegg. Hár og gamall steinveggur sem var mjög skaddaður og illa farinn, hruninn hér og þar en einn og einn turn stóð ennþá. Veggurinn virtist halda áfram og áfram, eða ég sá hann allavega ekki enda í hvora áttina heldur hélt hann bara áfram út sjóndeildarhringinn.
Þetta var veggurinn.
Gömul minning laumaðist að mér. Þegar ég var lítil var ég alltaf að hlusta á sögurnar sem fóru á milli þrælanna, sérstaklega sögurnar sem þau sögðu börnunum sínum. Ég man eftir því að það hafði verið minnst á vegg, gífurlegan steinvegg í norðri. Hinumegin við vegginn voru illir og undarlegir hlutir. Vampírurnar áttu að hafa komið þaðan.
Við fórum í gegnum hálfhrunið hlið og beinustu leið norður. Tveir dagar liðu og við fengum smá vatn en samt sem áður var fólk að gefast upp og fleiri voru drepnir á staðnum. Ég var á takmörkum mínum, ég vissi það að ef ég myndi falla kæmist ég ekki upp aftur. En þá, þökkum drottni, sá ég borg framundan.
Steinlagður vegur myndaðist undir löbbum okkar sem gerði gönguna aðeins bærilegri. Aðrir vagnar, hestar og fólk kom á móti okkur, með hæðni í augunum þar sem þau horfðu niður á okkur. Kringum borgina voru veggir höggnir úr dökkum stein. Loks innan borgarinnar var ég hissa hve þétt húsin stóðu en þetta voru falleg stein og viðarhús. Borgin virtist samt vera svolítið stéttaskipt, betri hús norðarlega meðan smærri hús voru utan borgarveggjanna eða sunnarlega í borginni fyrir verkalýðinn. Borgin var einnig fullt af fólki, almúga, þrælum, þjónum en einnig mikið af aðalsfólki. Ég var undrandi að sjá klæðnaðinn hjá aðalsfólkinu, tískan var breið, meðan fyrir sunnan þar sem ég hafði búið voru allir í svipaðri tískustefnu. En kjólarnir sem ég sá voru stórfenglegir, pilsin voru meira að segja mismunandi í laginu, stór og breið eins og ég var vön eða grönn og sýndu kvenlíkamann vel. Ég hefði verið til í að prófa ýmsan fatnað þarna ef aðstæðurnar hefðu verið aðrar.
Hermennirnir voru flestir leystir af skyldu sinni og gátu farið til síns heima en slatti af þeim sá ennþá um þrælana. Við vorum leidd inn að stóru torgi þar sem markaður, miklu stærri en hafði verið í bænum, átti sér stað. Hér var verið að selja allt frá ávöxtum til…jah fólks. Á vinstri hlið torgsins var stór pallur og það var uppboð á þrælum. Önnur röðin af okkur var leidd beint að pallinum en hinar þrjár voru leiddar bakvið pallinn í húsasund þar. Þarna voru steinhús og kjallarar undir þeim öllum og við þrælarnir vorum leyst og sett niður í mismunandi kjallara. Þarna inni var nánast ekkert ljós nema smá glæta sem skein inn frá litlum glugga. Það voru margir þarna inni og lyktin var full af svita, mold og myglu. En þarna inni var lítill brunnur sem fólk græðgilega ruddist að, ég tróð mér í hrúguna og drakk nokkra sopa af vatni.
Það var samt sem áður bara ein hugsun sem var í huga mér. Ég varð að komast héðan, ég varð að flýja. Ég ætlaði mér hreint ekki að verða seld sem þræll! Ég gekk að hurðinni og tók í handfangið, hurðin var auðvitað læst. Ég hamaðist á hurðinni út af pirringi þar til vörðurinn úti æpti á mig. Ég rannsakaði allan kjallarann eins vel og ég gat með allt fólkið sitjandi og liggjandi í hrúgum. Það var engin önnur leið út en hurðin, glugginn var of lítill fyrir nokkuð annað en kött. Ég varð þá að bíða eftir því að einhver myndi opna hurðina utanfrá. Ég fann mér góðan stað nálægt hurðinni og horfði vökul á hana. En eftirmiðdagurinn varð brátt að kvöldi og ég fór að halla mér upp að veggnum. Fæturnir á mér þjáðust í skónum mínum og ég var illa brunnin, mér var reyndar illt allstaðar, allir vöðvar sárir og aumir. En þar sem ég var hryllilega þreytt sofnaði ég án annarrar hugsunar.
Ég vaknaði við það að einhver opnaði hurðina og kallaði hátt.
-…fætur með ykkur, aumingj…
Ég náði ekki miklu meira af því sem hermaðurinn sagði þar sem hann var aðeins fyrir framan mig. Ég hugsaði ekki meira heldur hljóp að opnum dyrunum. Hermaðurinn sá mig of seint, ég var komin út um hurðina og út á götuna. En þar var annar hermaður sem ég hafði ekki tekið eftir hljóp á eftir mér og hrinti mér í götuna, blótandi. Hann var með reipi á sér og batt mig svo sterklega að ég æpti í sársauka.
-Við verðum að hafa auga á þessari, sagði hann við félaga sinn.
Bráðlega voru allir þrælarnir bundnir aftur og leiddir út á pallinn sem var úti á torginu. Það var ennþá snemma morguns en margir voru komnir á markaðinn og mikið af fólki að bíða eftir því að uppboðið byrjaði.
Einn af fæti annars voru bæjarbúar seldir. Vanalega ein en stundum voru systkini og fjölskyldumeðlimir seldir saman. Mannfjöldin var óhugnanlegur og meira og meira fólk bættist við.
Loks kom að mér, ég var leidd út á mitt sviðið og uppboðshaldarinn byrjaði að tala um mig.
-Dömur mínar og herrar, sjáið þessa yndislegu stúlku hér. 10 silfur, 10 silfur peningar, hvað segiði? Sko, hún er falleg, smá ör hérna, sagði hann og strauk yfir kinnina á mér. Ég hörfaði frá honum. –En það gerir hlutina ekkert verri í svefnherberginu.
Hann hló ásamt einhverjum mönnum í mannfjöldanum.
Standandi þarna hefði ég allt eins getað verið nakin, fólk allt í kring að mæla og meta mig. Viðbjóðslegur maður lyfti upp hendinni til að bjóða í mig, ég var hrædd um að ég vissi hvað var í hans huga. Eitthvað af fólki var farið að bjóða í mig og verðið varð hærra með mínútunni. Mér leist ekkert á þetta. Allt í einu mætti ég djúpum bláum augum eldri konu, hún var ríkulega klædd í dökk bláan kjól með tígurlega herðarslá. Hún hlaut að vera vel auðug aðalskona. Allt í einu tók ég eftir því þegar ég leit yfir fatnað hennar hvað það var miklu kaldara hér en heima, sólin skein dauflega en loftið var samt sem áður svalara.
Ég sá varirnar á henni hreyfast, hún var að bjóða í mig, gegn viðbjóðslega manninum. Ég hef heyrt það að þrælar geti ekki beint verið vandlátir en góði guð ef einhver er að fara að kaupa mig, láttu það þá vera hefðarfrúnna!
-Seld! Kallaði uppboðsmaðurinn. Ég leit undrandi í kringum mig, ég hafði ekki verið að fylgjast með. Hver hafði fengið mig?
Ég sá viðbjóðslega manninn glotta og ganga upp á pallinn. Ég fylltist hryllingi, ég var algjörlega dofin af hræðslu. Ánægður með sjálfan sig borgaði hann uppboðsmanninum og gekk til mín. Hann einfaldlega tók í reipið sem var bundið um hendurnar á mér og leiddi mig niður. Þegar við vorum komin aðeins lengra frá mannfjöldanum snéri hann sér að mér og sagði:
-Gaman að kynnast þér, ég er eigandi þinn.
-Þú hefur engan rétt til þess að kaupa mig, ég er ekki hestur! sagði ég reiðilega.
-Ó, ég hef allan réttin í heiminum stúlkukind. Ég veit ekki hve langt síðan það er síðan þú varst tekin en þú hlýtur að hafa verið alein og hjálparvana. Þá kemur einhver og rænir þér, sagði hann og glotti. Hann var að fara að segja eitthvað annað þegar önnur rödd truflaði hann.
-Paul! Sagði djúp kvenmannsrödd hátt og skýrt. Þessu fylgdi fótatak með klik-klak hljóði hæla og skrjáf í þungu pilsi.
Paul hlýtur að hafa verið nafn viðbjóðslega mannsins þar sem hann snéri sér við til að horfast í augu við aðalskonuna.
-Góðan dag, Lafði Blair, sagði hann og hneigði sig hæðnislega.
-Ég vil ambáttina, Paul, sagði auðkonan sem greinilega var titluð sem Lafði Blair.
-Strax komin að efninu, eh? Hvers vegna viltu ambáttina mína? Hvers vegna bauðstu ekki bara hærra á uppboðinu?
-Til þess að spara þér smánina að missa þræl til mín og ég veit að þú hefðir getað verið nógu þrjóskur til þess að láta verðið rísa upp úr öllu valdi. Ég nennti hreinlega ekki að leika þann leik, sagði hún.
-En hvers vegna mín kæra Elvira ætti ég að gefa þér þrælinn minn?
-Ekki gefa, selja. Ég kaupa hana af þér á það sem þú keyptir hana á.
-Hvers vegna ætti ég að vilja það? Sagði Paul. –Mér líkar þessi ambátt.
Lafði Blair hallaði sér nær honum til að hann einn myndi heyra þetta, en ég heyrði það nú samt sem áður.
-Heilsa móður þinnar, ég gaf henni hana og ég get tekið hana frá henni alveg eins auðveldlega, hvíslaði hún.
-Ekki hóta mér kona! Sagði Paul og togaði svo fast í reipið mitt að ég snökti af sársauka, úlnliðirnir mínir voru farnir að vera blóðugir eftir reipið.
-Hvað viltu annars við hana gera? Hún er bara enn einn þrælinn, hélt Paul áfram.
Lafði Blair sagði ekkert, stóð bara þarna. Þessi smávaxna kona stóð í hárinu á Paul eins örugglega og óhaggandi og fjall. Þau störðu illilega á hvort annað í nokkra stund en Paul leit loks undan.
-Allt í lagi, sagði hann biturlega.
Lafði Blair opnaði pyngjuna sína og lét hann fá silfurpeningana. Ég var undrandi og móðguð þegar ég sá að ég var minna virði en góður hestur. Þá bara sisvona var ég komin með nýjan eiganda, sem leiddi mig inn í svartan hestvagn ásamt tveim þjónum. Hún sagði mér að fara inn og til undrunar þjónanna settist hún einnig inn með mér. Þegar hún lokaði hurðinni og vagninn tók af stað tók ég til máls:
-Ég krefst þess að þú látir mig lausa, sagði ég.
-Ég er hrædd um að það sé ekki að fara að gerast, sagði hún.
-Hvers vegna ekki?! Ég er ekki þín eign, sagði ég reiðilega.
-Virkilega, sagði hún og virtist skemmt. –Hvernig getur það verið, ég er viss um að ég hafi verið að kaupa þig.
-Ég er frjáls manneskja og ekki fædd sem þræll. Þú hefur engan rétt til þess að eigna mér þig svona! Ég var farin að vera þreytt á þessari ræðu, hún virtist aldrei gera neitt gagn.
-Jæja segðu mér nú væna mín, hvað um þrælana sem þú áttir? Ekki voru þeir allir fæddir þrælar, og hver segir að börn þræla eigi að vera þrælar?
Ég vissi ekki hvað ég ætti að segja við þessu. Hún hafði rétt fyrir sér, hver var munurinn á mér og þrælunum heima…
-Og sama þótt ég myndi láta þig lausa, hélt hún áfram- Hver myndir þú fara? Er fjölskyldan þín ekki dáin, húsið þitt tekið af öðrum?
Ég horfði á hana undrandi, hvernig vissi hún þetta? Hvernig vissi hún að ég hafði átt þræla, að ég var sú eina lifandi af fjölskyldu minni?
Ég svaraði henni ekki og starði í staðinn bara út um gluggann. Ég heyrði Lafði Blair hlægja lítillega í hennar enda vagnsins. Hvernig dirfist hún? Hún var ekki æðri mér!
kveðja Ameza