Pilsner flöskur og glerglös skullu með háværum brothljóðum á hellulagt gólfið er hann hreinsaði af borðinu með vinstri hendinni. Í hægri hendinni hélt hann á bréfaklemmum og kveikjara. Ljósin voru á lægsta styrk svo lítið sem ekkert ljós var í smárri stúdíó íbúðinni fyrir utan einmanna ljósgeisla sem braust í gegnum lítinn glugga í horninu og ljós frá símanum hans þar sem hann hringdi stanslaust. Hvað var hún að skipta sér að hvað hann gerði við líkamann sinn, hann hafði aldrei skipt hana máli áður fyrr.
Íbúðin var á hvolfi. Matarleifar og diskar lágu á víð og dreyf um herbergið og föt og dagblöð földu gólfið að mestu. Eldhúsinnréttingin var hálfkláruð, grá og kuldaleg. Þykkar gardínur úr eik huldu glugga sem gnæfði inní þessum eina vegg sem snéri út í garð. Þau slógust til í þeirri litlu golu sem skreið inn um gluggann.
Tár láku niður vanga hans og hann andaði hratt og óreglulega. Bak hans var sveitt af óróleika og hendur hans skulfu á við parkinson sjúkling er hann bar bréfaklemmurnar upp að loganum af rauðum plastkveikjaranum. Hann brenndi sig á fingrunum undan klemmunni en hugsaði ekki um það. Er bréfaklemman var orðin eldrauð og glóandi bar hann hana að náranum og rak hana í. Stingandi sársaukinn beit í en var fljótur að hverfa og skildi í stað eftir sig sviðatilfinningu og brunasár. Nokkra sekúndna lausn frá herpingnum í maganum og kulinu í hjartanu. Hann þurkaði sér um augun og svitann af rökuðu höfðinu en hélt svo áfram. Þumalfingur vinstri handar var orðin svartur og sviðinn eftir fimmtu lotu og sárin náðu frá nára og upp að nafla. Þetta skildi verða nóg í kvöld. Hann staulaðist í átt að einbreiðum svefnsófanum og lagðist niður undir þunna breiðu og án kodda. Hann leit yfir illa gerða íbúðina og hugsaði til baka til þess tíma er hún hafði verið þar með honum og búið. Hún hafði gert þetta að aðeins merkilegri stað til að vera á, með fimleika sínum hún bjó til lítið heimili. Það hafði ekki verið mikið en það var þó heimili. Hann sofnaði með grátbólgin augu þetta aðfangadagskvöld, fastur milli hvítra veggjanna, einn og yfirgefinn.
Honum dreymdi hana þessa nótt. Langur teppalagður gangur skildi þau að og hvernig svo sem hann reyndi að kalla til hennar þá kom ekkert hljóð. Hann fann hvernig tárin tríttluðu hljótt niður kinnar hans og skullu á gólfinu og skildu eftir brunasár á stærð við epli hvar svo sem þau lentu. Hún var nakin utan þunnrar svartrar slæðu sem faldi það heilagasta. Hún laut höfði og hann vissi að hún gréti líka. Hann vildi hugga hana og elska en hún leyfði honum ekki að koma til sín. Hann féll á kné og reyndi að toga sig eftir gólfinu en tárin brenndu hann og skáru er þá lenntu í kjöltu hans. Þau lenntu alltaf í kjöltu hans. Hann leit loks upp en hún var horfin. Afhverju hverfa þær alltaf? Alltaf skildi hún hverfa. Teppið sviðnaði undan honum og að lokum brunnu veggirnir og loftið gaf sig.
Hann hrökk upp í svitabaði og logsveið í bæði fingurnar og nárann. Hann átti erfitt með að anda og fann hvernig öndunarvegurinn lokaðist af kvíða. “Ekki aftur, ekki aftur”. Hann staulaðist yfir að vaskinum og hallaði höfðinu ofan í hann og kastaði upp. Hann reyndi hvað eftir annað að ná andanum en átti erfitt með að takast til á milli uppkastanna. Að lokum féll hann á skápinn og allt varð svart.
“Heimir, Heimir? Geturðu staðið upp?”. Hann þekkti ekki röddina en sá mynda fyrir þremur karlmönnum og hvítu rúmi í andyrinu. Sá fjórði og sá fimmti krupu yfir hann og töluðu til hans með áhyggjuróm. Hann reyndi að fókusa á andlit þeirra en stingandi verkur í kokinu og í hnakkanum drógu úr honum allan mátt. Loks var honum lyft upp og hann færður á rúmið. Hann leit á vegginn við hlið sér. Eitt sinn höfðu setið brosandi myndir þar. Nú var hann hvítur og kaldur líkt og hann sjálfur. Rauðmáluð útidyrahurðin var hálf á hjörunum og barðist í vegginn sökum stormsins sem lék um Breiðholtið þessa jólanótt. Afhverju fékk hann ekki bara að deyja. Hann sá blikkandi ljós og menn tala með alvarleika í röddinni. Ung kona í kraftgalla vafði um hann teppi og tók á honum púlsinn áður en hann var borinn út í sjúkrabílinn af þremur sterklegum ungum strákum. “Sjúkraliðar, en göfugt starf” hugsaði hann. “Ætli þeir myndu treysta mér til að bjarga mann?”
hann lokaði augunum; “nei, hver getur treyst manni fyrir að bjarga lífi sínu sem getur ekki einu sinni bjargað sjálfum sér”. Hann var lagður inn í sjúkrabílinn og regnvott andlit hans þurkað með mjúkri tusku. “Heimir, ég heiti Guðrún.” sagði unga konan í kraftkallanum; “Þú mátt ekki sofna, þú ert eflaust með heilahristing. Allt nema sofna”. Hann hugsaði til hennar. Ætli hún hafi hringt á hjálp? hann lukti aftur augunum og datt út.
“… ég veit ekki… fór.. ég.. elska.. hvað.. ég gert þér”. Honum fannst hann dreyma röddina sem smaug með herkjum inn um eyrað á honum og út um hitt. En falleg rödd sem þetta var. Hann reyndi að opna augun en ljósið blindaði hann. “Hverjum í ósköpunum datt í hug að það væri sniðugt að setja meðvitundarlausa manneskju inn í hvítt og bjart herbergi” hugsaði hann. “..stundum.. baka.. gæti aldrei gert.. afhverju gerðiru..”. Hann gat ekki áttað sig á því hvaðan hann kannaðist við þessa rödd. Hann fann fyrir óþægindum í hægri hendinni og fann þrýsting aftan á höfðinu líkt og það væri reyrt saman. “saumar?”. Röddin hélt áfram að tala. Við hvern vissi hann ekki. Hann rembdist við að opna augun og tókst að ljúka upp því hægra með erfiðismunum. Hann sá hana, ekki vel, en hann þekkti útlínur hennar eins og handabakið á sér. “Hvernig fór ég að því að missa þig?” sagði hann slitróttri röddu. Hún leit í átt til hans. “Heimir? geturðu séð mig?”. Hann leit á hana en gat ekki fókusað á andlitið á henni. “Læknir, læknir, einhver?” kallaði hún um leið og hún settist á rúmið hjá honum. “Hvernig líður þér, er þér illt?” hvíslaði hún. Dökkir andlitsdrættir hennar vofðu yfir honum og hann fann til þakklætis fyrir smá skjól frá stingandi ljósinu fyrir ofan þau. “Ég er ekki viss” muldraði hann. Minningar frá nóttinni skriðu eins og ormar inn í huga hans og hann fann hvernig skömmin heltist yfir hann. Í því leiti sem hann ætlaði að opna munnin til að biðjast fyrirgefningar opnaðist hurðin á herberginu og inn kom læknir og ein hjúkka. “Er hann vakandi?” spurði læknirinn með hálfgerðri andhúð í röddinni. Án þess að bíða eftir svari byrjaði hann ræðuna; “Heimir, ég er læknirinn þinn, Ólafur. Þú varðst fyrir vægum áverkum á höfði og hefur sofið núna í tvo sólahringa. Þú munt ná fullum bata líkamlega, en við höfum miklar áhyggjur af andlegri líðan þinni.” Hann hikaði áður en hann hélt áfram; “þú verður lagður inn á geðdeild landspítalans á næstu viku ef þú samþykir að leyfa okkur að hjálpa þér?” Þetta var spurning en ekki skipun. Hún kreysti hendi hans og hann heyrði hana snökta við hlið sér. “Heimir, leyfðu okkur að hjálpa þér” hvíslaði hún að honum; “þú hefur ekkert að missa.” “Ég missti þig” muldraði hann ofurhljótt. “Ég mun vænta svars frá þér í bráð. Viltu að við gerum nánustu aðstandendu viðvart um ástand þitt?” sagði læknirinn með þreytutón. “Nei, nei nei.” Læknirinn gekk út úr herberginu en hjúkkan varð eftir til að skoða hann. Hún sagðir heita María. Hún opnaði á honum augun og lýsti í þau með vasaljósi. Skoðaði einhvern tölvusjá, ritaði á nokkur blöð og lét sig svo hverfa án þess að kveðja. Það var stingandi þögn í herberginu. “Mér þykir þetta ..” en hann gat ekki klárað. Verkurinn í hnakkanum öskraði á hann og hann fann að hendi hans svitnaði óheyrilega mikið þar sem hún hélt í hana. Ljósið skar hann en í augun. “Þú þarft ekki .. leyfðu okkur bara að hjálpa..” hún brast í grát á ný. “Ég lét mömmu þína vita í gærkvöldi en bað hana að koma ekki fyrr en þú vaknaðir. Hún kom samt í gær. Pabbi þinn veit ekki neitt þó held ég.” Hann fann hvernig einamannaleg tilfinning læsti klóm sínum í maga hans á ný. “Ég. já.. Takk.” Þau sátu í algerri þögn þar til hann braut hana upp; “Hvað gerðist?” hvíslaði hann. Hún starði í gaupnir sér og hann sá einstaka tár falla niður í kjöltu hennar. Alltaf skildu þau falla í kjöltuna. “Þú.. ég hringdi á lögregluna fyrst þú svaraðir ekki og þeir fundu þig á gólfinu. ég kom en mátti ekki koma inn. Þú varst allur í blóði, fékkst gat á höfuðið og heilahristing.” Hún hvíslaði og ræskti sig til skiptis. “Ég hélt við værum of sein. Hversvegna Heimir? Hvað er að verða úr þér? Hversvegna geturu ekki…” Hún brast í óstöðvandi grát og stóð upp. “Ég get þetta ekki. Tekið þátt í þessu eða horft á þig svona.” Hún opnaði hurðina. “Fáðu hjálpina, ég get ekki hjálpað þér meira en ég hef þegar gert, án gríns láttu leggja þig inn.” Hún lokaði hurðinni hljóðlega á eftir sér og hann heyrði smellina í hælunum hennar fjara út. Þarna lá hann aftur einn, lokaður á millri hvítra veggja, einn og yfirgefin. Hún hafði rétt fyrir sér. Hún hafði alltaf rétt fyrir sér. Þrátt fyrir að vera svo miklu yngri en hann sjálfur þá vissi hún alltaf betur. Honum langaði að breyta um stellingu en gat sig hvergi hrært. “Fjandans.” hugsaði hann.