Það er sagt að fólk myndi sér skoðun á einstaklingi innan þriggja mínútna við fyrstu kynni. Þeirri skoðun er erfitt að breyta.

Ásta labbaði útúr strætónum, hún setti upp hettuna

Ætli fólk haldi að ég sé svaka emo gella núna sem þarf athygli
Hún leit í kringum sig og tók hettuna niður, hún gæti ekki hætt á það að einhver sem hún þekkti ekki myndi halda eitthvað neikvætt um hana. Hún labbaði í krakkaþvögunni inní skólann, þetta var skársti parturinn, þarna voru allir svo nývaknaðir og ringlaðir að enginn var að pæla í neinum öðrum en sjálfum sér. Ásta labbaði í áttina að skápnum sínum. Hún rakst utan í stelpu á leiðinni, henni fannst þetta mjög sæt stelpa, svona eins og hún væri alveg til að vera „Æi sorrý“ sagði Ásta og brosti til stelpunnar. Stelpan horfði á hana í sekúndubrot og hélt svo áfram án þess að segja neitt.

Frábært,hún hatar mig, ein í viðbót til að bæta í þann hóp

Hún fór í skápinn sinn og náði í bækurnar sínar og fór svo og stóð fyrir utan stofuna sína og horfði á fólk, samt ekki of lengi, þá gat það farið að halda að hún væri creapy. Þegar kennarinn kom passaði hún sig á því að fara ekki of fljótt inn því annars gæti eitthver haldið að hún væri algjör nördi. Þegar hún settist niður fór hún stax að huga hvernig „já“ hún ætti að segja í nafnakallinu. Henni fannst það stessandi að vera svona snemma í stafrófinu, þá þurfti hún stundum að segja fyrst já. Þegar nafnakallið var búið setti kennarinn fyrir verkefni sem mátti hlusta á ipod meðan það var unnið. Ásta náði í bleika ipodinn sinn, en hafði hann samt bara í hettupeysunni, annars myndi fólk kannski halda að hún væri algjör gelgja, hún gat ekki hætt á það. Hún ýtti á play og um leið byrjaði hávær mússík, hún fraus.

Oh Ásta heimska! Gastu ekki lækkað þegar þú slökktir á honum, það heyrðu ábyggilega allir þetta

Hún leit í kringum sig, enginn var að horfa á hana. Hún andaði léttar. Hún stillti ipodinn þannig að enginn gat heyrt hvað hún var að hlusta á nema hún, hún vildi ekki að fólk myndi dæma hana eftir tónlistarsmekki.

Þegar þau voru búin með verkefnið máttu þau fara. Ásta passaði sig að vera lengi að verkefninu svo fólk myndi ekki halda að hún væri algjör nördi, að fara út fyrst af öllum. Í næsta tíma átti hún að flytja fyrirlestur sem hún var búin að kvíða fyrir í margar vikur, hún þurfti að standa ein þarna. Fyrir framan allann bekkinn.

Hún var komin of langt með þennan kvíða, það var ekki inní myndinni lengur að spurja sjálfan sig „kommon, hvað er það versta sem getur gerst?“. Það var ekki lengur kvíðahnútur í maganum á henni. Hún var komin með verki í beinin og hana svimaði. Ástu langaði til að fela sig útí dimmu horni einhversstaðar, þar sem enginn sæi hana, helst með teppi yfir sér. Henni var óglatt.. Þegar kennarinn hleypti nemendunum inn í stofuna gerði hún það venjulega, settist aftast og reyndi að láta fara lítið fyrir sér. Hún leit í kringum sig.

Ætli það sé einhver annar..

Sem líður eins og mér?

Nei hvað ertu að hugsa, auðvitað er það bara ég.

Bara ég

Alveg ein..

Alltaf ein


Þótt allir krakkarnir væru mismunandi var hún alltaf öðruvísi. Hún var svarti sauðurinn, ljóti andarunginn, stelpan sem enginn vildi sitja við hliðina á, stelpunni sem var aldrei boðið í partý.

Alltaf ein.

Kennarinn reif hana óþægilega snemma uppúr hugsunum sínum þegar hann fór að tala um fjandans fyrirlesturinn. Henni fór að svima aftur. Ásta mundi eftir orðum Óðins í hávamálum í íslensku; Heimskir menn hafa áhyggjur. Hún var sammála, henni leið virkilega heimskulega. Eins og hún yrði heimskari með hverri mínútunni. Kennarinn kallaði nafn hennar og hún labbaði í áttina til hans en passaði sig hvernig hún labbaði, reyndi að vera eins venjuleg og hún gat, samt var hún öðruvísi.

Hún var alltaf öðruvísi.

Eftir fyrirlesturinn og tímann var Ásta inná klósetti og hélt um hnéin á sér. Hún var að bíða eftir að ljóti kvíðahnúturinn færi úr maganum. Hún hataði hann, hann var alltaf þarna. Hún vildi óska þess að eitthver myndi koma og taka hann, þá myndi allt verða allt í lagi. Þá myndi hún loksins verða venjuleg. Þá myndi allir hætta að horfa á hana. Hún fór fram, þar var allt fullt af fólki eins og venjulega. Henni fannst allir vera að horfa á hana. Í huganum fór hún í gegnum í hvaða fötum hún væri því hún vildi ekki vera að horfa á sig fyrir framan alla aðra. Hún labbaði áfram endalausann ganginn. Þegar einhver flissaði var verið að hlægja af henni. Þegar einhver hvíslaði var verið að hvísla eitthvað ljótt um hana.

Hún hataði þegar fólk horfði á hana.

Ég vildi óska að ég væri ósýnileg, þá þyrfti enginn að horfa á mig, ekki einu sinni ég.

Ég vildi óska að ég væri ósýnileg


Eftir skóla labbaði Ásta í þvögunni útí strætóskýli, þótt hún væri að frjósa á eyrunum setti hún ekki upp hettuna. Hún heyrði varla í tónlistinni í ipodinum sínum þvi hún var svo lág, samt vildi hún ekki hækka því þá gæti einhver heyrt í henni. Þegar strætóinn opnaðist fór hún aftast svo fólk myndi ekki halda að hún væri að troða sér. Þegar hún fór út úr strætónum labbaði hún hratt, en ekki of hratt.

Hún gafst upp.

Hún myndi alltaf verða öðruvísi.

Ásta labbaði í burtu, beint í myrkrið þangað sem ljósastaurinn náði ekki, þar sem enginn gat séð hana.

Loksins var hún ósýnileg