Eftir að hafa ráfað í gegnum skóginn alla nóttina komst ég á það tímabil þar sem fæturnir neituðu að bera mig lengra. Ég féll máttleysislega til jarðar en reyndi að koma mér á lappir á ný en líkaminn minn hristist af kulda, ótta, sársauka og þreytu. Hægri hliðin á andlitinu á mér hafði verið kvalin af sársauka en eftir klukkutímana dofnaði sársaukinn og ég fann ekki neitt lengur. Mér fannst eins og ég væri ekki lengur í þessum líkama heldur eins og ég væri einhver önnur að fylgjast með þessari aumingjalegu manneskju. Ég lá bara þarna á skógarbotninum, ófær um að hreyfa mig, hugurinn tómur þar til minningar af fjölskyldu minni sóttu á mig. Hljóðlát tár runnu niður kinnar mínar þar sem ég leyfði myrkrinu að ná yfirhöndinni, þar sem ég féll í eitthvað milli svefns og meðvitundarleysi.
Ég vaknaði og mig verkjaði um allan líkaman, hann var stífur og neitaði að hreyfa sig. En hljóðið í læk fékk mig til þess að standa upp á ný þótt líkaminn mótmælti hástöfum. Hárið á mér og andlit var stíft af þornuðu blóði sem ég komst að var ómögulegt að ná úr án þess að taka gott bað. Skjögrandi elti ég hljóðið af rennandi vatni og fann loksins litla lækinn. Græðgilega beygði ég mig niður og drakk kalt vatnið. Eftir það þvoði ég blóðið af mér eins vel og ég gat og reyndi að þvo augað á mér. Það blæddi ekki lengur úr því og ótrúlegt en satt þá gat ég opnað og lokað því en ég sá ekkert. Ef ég hélt fyrir vinstra augað sá ég ekkert nema myrkur og smá ljósglætu hér og þar. Ég renndi fingrunum eftir skurðinum og fann að þeir voru tveir sem byrjuðu við augabrúnna og endaði niður á kinn. Augað var blint og andlitið á mér var ónýtt, ég myndi aldrei giftast með svona andlit!
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Án ástæðu og tilgangs ráfaði ég lengra norður, sem ég hefði ekki gert ef ég hefði vitað hvað beið mín þar. Ekki að ég hefði getað snúið við. Það var ekki hægt að neita því, ég var týnd. Þetta var ekki litli skógurinn fyrir utan gluggann minn lengur, þetta var stór og djúpur skógur. Ég leit niður á sjálfan mig, ég var útötuð í drullu og skít og nýi kjólinn minn var rifinn í tætlur.
Þá allt í einu gerði ég mér fulla grein yfir aðstæðum mínum. Ég var týnd, þreytt, svöng og særð. Brjálaðar vampírur höfðu drepið alla mína fjölskyldu og tekið yfir heimilið mitt. Ég misstri stjórn á mér og hljóp nánast í óðargoti í hringi, öskrandi og grátandi. Hvað átti ég að gera?! Hvað gat ég gert?!
Í tvo daga ráfaði ég um skóginn, örmagna af hungri. Ég fann nóg af vatni, það var mikið af litlum lækjum sem runnu í gegnum skóginn en ég hafði ekkert til átu. Reyndar rakst ég á nokkra berjarunna á tímabili en þessi fáu þroskuðu ber voru ekki nóg til þess að seðja hungur mitt.
Einn kaldann morgun fann ég leið mína út úr skóginum, bara sisvona. Við trjánum tóku grænir og gulir akrar og skepnur í fjarska á beit. Ekki svo langt í fjarska mátti sjá reyk líða letilega til himins. Ég grét næstum af gleði. Þetta hlaut að vera þorp eða allavega bóndabær!
Ég fór að ganga hraðar og áður en ég vissi af því stóð ég á hæð yfir yndislegum bæ, aðeins stærri en bærinn sem stóð nálægt húsinu mínu. Húsin hérna voru samt ekki jafn ríkuleg, einföld og sterk en ekki með óþarfa pjátur. Þessi bær virtist standa saman mest af bændum og vinnufólki, það voru kannski nokkur hús þarna sem gætu verið í eign aðalsætta.
Ég dró sjálfan mig áfram á viljanum einum saman niður veginn að bænum, þegar ég kom auga á fyrsta fólkið missti ég jafnvægið og féll niður. Ég var svo þreytt og svo svöng, ég hafði ekki einu sinni orku í það að lyfta höfðinu á mér. Myrkur sveimaði fyrir augum mínum og um leið og ég heyrði hratt fótatak og raddir leyfði ég myrkrinu að taka yfirhöndina.
Ég vaknaði. Ég horfði á mjúkan viðinn í loftinu fyrir ofan mig og fann fyrir þægilegu teppi sem var vandlega breitt yfir mig. Ég settist rólega upp og tók eftir því að ég var klædd í einfaldan gráan kjól en bómullarefnið var mjúkt og þægilegt. Ég var í litlu herbergi, ég lá á rúminu en þarna var einnig náttborð og lítill skápur. Ég heyrði fótatak nálgast og skyndilega stóð kona í dyragættinni. Hún var feitlagin og heldur lág í loftinu, en hún var móðurleg á svip og augun hennar sýndu gæsku og góðvilja.
-Guð þú ert loksins vöknuð, ég var farin að hafa áhyggjur að þú myndir ekki ná þér, sagði hún og gekk til mín.
-Hvar er ég eiginlega? spurði ég og nuddaði kinnina mér. Hún var ennþá aum en yfir sárin mín voru sárabindi.
-Ókurteisin í mér, ég gleymdi alveg að kynna mig, ég er Aþele og þú ert í húsakynnum mínum. Við fundum þig liggjandi á götunni, hvað kom eiginlega fyrir þig, gæskan?
-Ég…, byrjaði ég en fann fyrir kökk í hálsinum á mér og tár sem hótuðu að falla.
-Væna mín, þetta er allt í lagi. Þú þarft ekki að segja mér neitt ef það er svona sársaukafullt. Hafðu engar áhyggjur, ég mun sjá um þig.
Hún dreif sig út en kom fljótlega aftur með bakka fylltan af mat. Þetta var ekkert sérstakur matur miðað við það sem ég var vön en ég hefði getað étið sand ef hann hefði verið í boði. Ég þakkaði henni kærlega fyrir matinn. Ég kom mér úr rúminu og ákvað að lýta aðeins í kringum mig. Aþele sýndi mér að minn yndislegi rauði kjóll var gjörsamlega ónýtur en hún hafði hreinsað skóna mína og þeir voru í ágætu ásigkomulagi. Ég var svo fegin að hafa verið í svarta parinu mínu, ef ég hefði verið í hvítum eða ljósum skóm gæti ég ekki notað þá lengur. Drulla og skítur þvæst ekki auðveldlega af hvítum skóbúnaði.
Aþele bjó í litlu húsi á tveim hæðum. Hún átti grannan og háan eiginmann sem var ósköp indæll, saman áttu þau þrjú börn á mismunandi aldri. Elsta barnið var dóttir á mínu reiki, einn sonur sem gæti hafa verið tólf ára og svo litla dóttur sem var ekki eldri en sjö ára. Þau voru öll góð við mig og vissu hvernig það átti að koma fram við mig, eins og dömu. Ég var ekki af verkamannastétt heldur af aðalsættum, eða hafði allavega verið það.
Þegar ég hafði verið að ganga í gengum húsið tók ég eftir stórum spegli og stoppaði fyrir framan hann. Ég æpti næstum upp fyrir mig í hryllingi, ég leit hryllilega út. Föla húðin mín var fölari en venjulega og ég hafði marglitaða marbletti hér og þar. Hárið á mér var allt í flækju sem ég reyndi að laga nákvæmlega á þessu augnabliki. En spegilinn staðfesti það sem ég hafði óttast í skóginum, hræðileg sár sem náðu yfir andlitið á mér. Rauðar línur af sárum sem voru að gróa, yfir hægra augað á mér og niður á kinnina. Þetta staðfesti líka það að hægra augað á mér var algjörlega ónýtt, ég gat séð skurðinn í auganu, sem var orðið ljósara á lit en það hafði verið, en ég gat samt hreyft augnlokin sem höfðu sloppið frekar vel. Enginn maður með fullu viti myndi líta við mér núna, ég var hryllileg og ljót. Þessar vampírur höfðu tekið allt frá mér, fjölskyldi, heimili og von um framtíð. En svolítið annað en sorg tók yfir mig, ég var reið. Reiðin var sem eldur sem brann innra með mér og fyllti mig alla, við reiðinni tók hatur. Á allri minni lífsleið hafði ég aldrei fundið fyrir svona hatri, jú ég hafði hatað strákinn sem hellti víni á nýja kjólinn minn, en þetta var eitthvað allt annað. Ég hafði ekki hugmynd um það þá en þetta hatur var að fara að leiða mig inn í framtíð sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér.
Aþele og fjölskylda hennar buðu mér að búa hjá sér, allavega þangað til að ég vissi hvað ég vildi gera við sjálfan mig. Mér líkaði vel við þau. Mér líkaði líka vel við bæinn, hann var svo friðsamur, svo eðlilegur, meira að segja þótt almúginn væri ríkjandi hérna. Ég sem hafði nær aldrei talað við verkafólk áður. Mér fannst það einnig einstaklega skemmtilegt að ég átti besta parið af skóm innan þessara bæjarmarka.
En þessi friðsæla kyrrð var ekki til að endast. Ég hafði verið hjá þeim í viku og var ásamt dóttur Aþele á markaðinum. Við vorum að leita að góðu svínakjöti.
-Ég hef aldrei komið á svona markað áður, sagði ég.
-Virkilega? Það er alltaf markaður í gangi hérna, bændur og aðrir að selja vörurnar sínar, sagði dóttir Aþele, hún hét Ewel.
Hún var hrífandi og margir menn voru á eftir henni. Hún var svolítið bústin en í rauninni bara á réttum stöðum. Mér fannst ég vera horuð og ólöguleg hliðin á henni.
-Hvað gerðir þú eiginlega heima hjá þér? spurði hún.
-Ég vann ekki ef það er það sem þú ert að tala um. Við áttum fullt af þjónustufólki og þrælum. Ég gerði vanalega bara það sem mig langaði til, sagði ég.
–Keypti mér ný föt, las og spilaði á píanóið.
-Það hlýtur að vera þægilegt, að hafa fólk á hverjum fingri til að þjóna þér, sagði Ewel. –Ég held samt að mér myndi bara fara leiðast ef ég byggi þannig.
Við komumst ekki mikið lengra með þetta spjall okkar þegar strákur reið eins og djöfullinn væri á hælum hans inn að torginu til bæjarkallarans. Ég sá strákinn segja eitthvað við manninn sem hringdi strax bjöllunni sinni hátt og öskraði eins hátt og hann gat.
-Það er her af ræningjum á leiðinni hingað, her af norðan er að koma hingað núna!
Hann sagði eitthvað meira en því var drekkt út af öskrum og köllum bæjarbúa. Fólk hljóp til síns heima og fór að taka saman dót til þess að koma sér í burtu! Allt var í algerri upplausn.
Einhver lengra frá kallaði þá. –Þeir eru komnir!
Við það heyrðust drunur af hernum sem var ekki svo langt frá okkur lengur. Það tók óhugnanlega stuttan tíma fyrir herinn að komast inn í bæinn á hestum jafn sem fótum. Stuttlega voru eldglæringar búnar að ná festu í húsþökum og reiðmenn og hermenn réðust inn í bæinn, drepandi fólk á leið sinni. Ég hafði nú þegar týnd Ewel og gerði þess vegna það sem allir aðrir voru að gera. Ég hljóp. Þetta var hryllilegt, næstum eins og árast vampíranna, bara af mönnum. En þeir voru alveg jafn vægðarlausir, skerandi niður hvern sem kom of nálægt. Menn, konur, börn. Brenndu niður hús þessa vinnusama fólks og stálu mat og gersemum allstaðar.
Enn og aftur vissi ég ekki hvað ég ætti að gera. Ég hljóp og hljóp, götu eftir götu til þess að forðast hermennina. Ég tók eftir stiga sem lá upp að einu húsinu, en það var ekki stiginn sem skipti máli heldur plássið bakvið hann. Ég tróð mér undir steintröppurnar og þorði varla að anda. Fullt af fólki hljóp um göturnar öskrandi, ótti lá í loftinu, jafn þykkur og dökkur reykurinn sem lá nú yfir öllu. Ég lá þarna guð veit hve lengi, mínútur, klukkustundir. Í þrönga skjólinu mínu féll ég til svefns.
Morguninn eftir lyktaði allt ennþá af reyk, svo sterkt að þú gast bragðað það. Ég gægðist út og sá engan. Allt var þögult sem gröfin. Ég skreið fram úr felustað mínum og rétti úr mér. Ennþá sá ég engan. Ég tók þá áhættu að ganga út á aðalgötuna sem leiddi út á torgið. Það voru stór mistök. Allir hermennirnir voru komnir saman þar og óhugnanlega mikið líkum liggjandi á götunni. Andlit af fólki frosið í ótta og skelfingu, augu sem sáu ekkert lengur, horfin, farin, dauð. En það var ennþá slatti af bæjarbúum þarna, lifandi. Mest ungt og sterkt fólk sem voru bundin saman í röð með reipi og þeir fremstu voru bundnir við hestvagna.
Þrælar. Þeir ætluðu að taka restina af fólkinu sem þræla! Ég snéri mér við, ég ætlaði ekki að flækjast inn í þessa vitleysu. En ég var of sein, allt of sein. Þegar ég snéri mér við hljóp ég nánast á einn hermann. Hann greip í hárið á mér og hálf dró mig, hlæjandi, til mannfjöldans.
-Sjáið hvað ég fann, lítill fugl að reyna að fljúga í burtu.
Sumir af mönnunum hlógu illgjörnum hlátri.
Hann ýtti mér harkalega að einni af línunum og batt mig fast og örugglega á höndunum. Örlög mín voru vonlaus.
-Ewel? Sagði ég svo skyndilega, var þetta ekki hún fyrir framan mig?
Hún snéri sér að mér, hún var marin og grét sárt. Straumur af tárum vættu kinnar hennar.
-Þe-þeir drápu þau, mömmu, pabba, bróður minn og meira að segja l-litlu systur mína, stamaði hún.
Sorg hennar umlukti mig og varð mín eigin, þetta hafði verið gott fólk. Rétt eins og fjölskyldan mín. Hjarta mitt var kalt en ég hafði engin tár til að fella. Hvert var réttlæti heimsins að láta allt þetta góða fólk deyja? Hljóðlega syrgði ég fjölskyldu Ewel, fjölskyldu mína og okkar vonlausu framtíð.
Takk fyrir að lesa og endilega segðu mér hvað þér finnst :)
kveðja Ameza