Það snjóaði þungt og fótsporin hennar hurfu fljótt á tómum götum bæjarinns. Hún var búin að vera nokkra tíma á leiðinni, hún fór alltaf krókaleiðir heim. Því seinna sem hún kom heim því betra, mamma í algjöru jólastress trippi, ekki að nýji gaurinn og litla tíkin sem hann kallaði litlu elskuna sína, bættu mikið upp á stemminguna. Pabbi löngu stunginn af,
“örugglega til bahamas eða eitthvað”, hugsaði hún með sér.
“Góð hugmynd, kannski ætti ég að redda mér miða þangað….en náttlega…ég á engann pening, ekki einu sinni þússara fyrir bíó”
Því lengra sem hún labbaði því meira fóru hugsanarninar á flug
“hvernig fer konan að þessu?, búin að þrífa allt hátt og lágt en alltaf á fullu”
Hún labbaði hægt og húkti fram, hún tók varla eftir því þegar hún fór fram yfir hornið og rakst í hann fyrr en hún fann sjálfa sig á jörðinni
“nei, ekki hann, allir nema hann”
“Fyrirgefðu” tautaði hún og reyndi að stíga á fætur
“Auðvitað þurfti það að vera hann…en kannski hann taki eftir mér í þetta skipti” Hugsaði hún með sér
“Ekki málið” sagði hann, rétti fram hendina og brosti
Hún tók í hendina á honum og roðnaði örlítið í leiðinni, en hann virtist ekki taka eftir því
“svo hvað segir þú?” sagði hann
“Fínt sko” en innan í sér hrópaði hún”Hræðilegt”
“Gott, en hey”
“Já?”
“ég var að spá sko, hérna, ertu að gera eitthvað í kvöld?” sagði hann
“Neinei, ég er ekki að gera neitt spes sko” en innan í henni ólguðu þúsund raddir sem sögðu “forðast lífið”
“afhverju spyrðu?”
“hérna kemuru þá í bíó i kvöld?, ég býð” sagði hann
“já, sure, það hljómar alveg spennandi” svaraði hún
“cool, ég renni við hjá þér þá á eftir”
“flott er”
“en ég þarf að flýta mér á körfu, sé þig á eftir” sagði hann og kvaddi
“já…bæ” sagði hún, en að reyna að átta sig á því sem hafði gerst
“Var hann að bjóða mér út, HANN?!?” hugsaði með sér í losti
Hana langaði mest að hoppa upp og niður af kæti en hélt samt áfram á sínum venjulega hraða
“kannski verða þessi jól ekki algerlega ömurleg eftir allt saman”hugsaði hún með sér kát
Allt í einu heyrði hún ískur. Hún leit upp og sá stjórnlausann bíl þeysa að sér á fleygiferð, það var enginn tími til að hlaupa.
Kirkjuklukkurnar glumdu í fjarska
Ekki það að ég viti neitt um það