Jæja, þá er síðasti hlutinn af Blóðfórn kominn inn, vona að ykkur hafi líkað sagan, þó hún hafi verið kannski óþarfa löng. Word skjalið er 89 blaðsíður.
Njótið =P




En allt í einu heyrðist mikill hávaði í herberginu við hliðin á og dyrunum var hrundið upp. Mennirnir urðu svo hissa að þeir létu hnífana síga. Matti tók viðbragð, hrifsaði hnífinn af manninum fyrir aftan hann og með einni sveiflu frussaðist blóðið úr hálsinum á honum. Það heyrðist hátt korrhljóð í honum. Ég fór að dæmi hans og hrifsaði hnífinn af manninum fyrir aftan mig en treysti mér hins vegar ekki til að ganga svo berslega til verks heldur stakk ég hann í síðuna og dró blaðið svo út aftur. Matti sá svo um manninn fyrir aftan mömmu og hjálpaði henni svo að standa upp.
Allt þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki tíma til að líta að dyrunum fyrr en núna. Í dyrunum stóð Stefán öskrandi og dróg alla athyglina að sér. Ég brosti dálítið og rotaði mann sem var að koma í áttina að mér. Ég tók hnífinn hans og henti hnífnum í átt að Stefáni sem greip hann og sveiflaði honum að einum manninum sem hafði stefnt á hann. Hann hitti hann í brjóstið svo það kom langur skurður. Hann virtist skelfingu lostinn en hélt áfram að verja sig.
Ég leit við og sá að mamma var núna líka komin með hníf og reyndi að verja sig eins og hún gat en Matti stóð við hliðina á henni þannig hún hafði lítið að gera. Augu hans voru aftur orðin lífleg og það skein einbeitni úr svip hans þegar hann sveiflaði hnífnum, þaulvönum vinnubrögðum, og hitti manninn fyrir framan hann beint í hálsinn. Hann virtist njóta þess þegar blóðið spýttist út. Það fór hrollur um mig en ég þakkaði fyrir að Matti var svona laginn við þetta.
Það höfðu verið svona rúmlega 15 menn en sumir flúðu útúr herberginu eins og þybbni maðurinn, Elísabet og Lúsífer.
Stefán var ágætur með hníf og miðaði vel. Ég kom mér upp við hliðina á honum til að hafa sterkari vörn. Þessir menn voru ekkert að gæta sín, þeir óðu með hnífana að okkur, hvar sem þeir gátu náð en sem betur fer vorum við bæði með góð viðbrögð. Matti og mamma börðust, bak í bak og gólfið var litað rautt í kringum þau. Það láu menn niðri, flestir dauðir, sumir slasaðir og nokkrir flýðu.
Eftir fimm mínútur af blóðbaðinu voru langflestir niðri. Ég og Stefán vorum að kljást við sérstaklega erfiðan mann, annar þeirra sem hafði hent Matta inní klefann. Hann var einn af þeim síðustur. Matti kom honum á óvart og stakk hann í mitt bakið svo hann hneig niður.
,,Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mig hefur langað að gera þetta lengi!’’ sagði hann og glotti þegar maðurinn kipptist til. ,,Hann og fleiri menn í nefndinni eltu föður minn útum allt og mér fannst það alltaf jafn pirrandi.’’
,,Nefndinni?’’ sagði ég en hafði á mér að ég myndi sjá eftir því.
,,Þeir sem velja fórnarlömb og eru líka svona ráðgjafar fyrir höfðingjann.’’ Sagði hann og virti andlit mannsins fyrir sér. Það voru allir dauðir eða særðir þannig við gátum slakað á. ,,Við ættum að koma okkur, höfðinginn flúði, örugglega að sækja hjálp.’’
,,Hvert förum við?’’ spurði mamma og tók í hendina hans Matta. ,,Þú ratar best af okkur öllum.’’
,,Í gegnum þessar dyr.’’ Sagði Matti og benti á dyrnar sem voru í hinum endanum á salnum en í því flugu þær upp og þybbni maðurinn stóð þar, einn. ,,Ó, guð.’’ Sagði Matti stuttarlega og starði á manninn.
,,Ekki hélstu að þú myndir sleppa svona auðveldlega?’’ sagði maðurinn og glotti um leið og hann gekk nær. Matti var í viðbragðsstöðu og horfði bannvænu augnaráði á hann. Hann ýtti mömmu og mér varlega fyrir aftan hann svo hann varið okkur betur.
,,Hleyptu okkur framhjá og ég skal ekki drepa þig.’’ Sagði Matti ógnandi. Maðurinn hló hvellum hlátri.
,,Þú getur ekki drepið mig,’’ sagði hann smeðjulega og nokkuð montinn. ,,Síðan þú fórst hef ég æft mig í bardaga meira en nokkur maður hérna. Þeir segja að ég gæti jafnvel verið jafningi þinn í bardaga. Og eftir öll þessi ár hefurðu náð að þróa veika bletti á vörn þinni,’’ bætti hann við og augu hans horfðu augnablik á mig og mömmu. ,,Svo ekki sé minnst blóðmissi þinn. Eftir smástund verðurðu orðinn svo örmagna að þú getur ekki hreyft hendina og þú veist það.’’
Matti urraði að honum og gekk einu skrefi nær með hnífinn til reiðu. Maðurinn tók líka upp hníf úr belti sínu. Hann var lengri en Matta og mikið meira máður. Blaðið var hætt að glansa og smá ryð var við handfangið.
,,Farið útum dyrnar við endann á salnum og haldið áfram að hlaupa í beinni línu.’’ Muldraði Matti til mömmu. Mamma ætlaði að fara að spyrja hann að einhverju en áður en hún vissi stökk hann fram í áttina að manninum með hnífinn á undan. Hann var viðbragsfljótur og rétt náði að beygja sig áður. Matti lenti á fótunum og reisti sig upp, reiði geislaði frá andlitsdráttum hans þegar maður bakkaði í átt að mömmu og mér. Matti hljóp að honum á þvílíkum hraða og kastaði honum niður.
,,Farið!’’ öskraði hann að mér og mömmu. ,,Núna!’’
Allt í einu hnippti Stefán í mig. ,,Við þurfum að fara.’’ Hvíslaði hann að mér og ég samþykkti , kippti í mömmu en hún neitaði að fara.
,,Nei, ég fer ekki frá honum!’’ sagði hún örvæntingarfull. ,,Ekki aftur!’’
,,Kata, farðu!’’ sagði Matti en komst ekki lengra því maðurinn sló hann niður en Matti náði taki á hendi hans áður en hnífurinn í lófa hans gat komið of nálægt.
,,Nei!’’ öskraði mamma og ætlaði að fara að hlaupa að Matta til að hjálpa honum en ég dró hana frá honum og fram hjá honum með styrk sem ég vissi ekki einu sinni að ég hefði. Ég reyndi að hunsa höggin og glamur í hnífum og óttaðist að horfa. Mér til mikilla undrunar vildi ég ekki að Matti myndi deyja. En ég varð að vernda mömmu og dró hana að dyrunum. Í því lukust dyrnar upp og við frusum.
Helena stóð þarna, brjálæðislegur svipur á andliti hennar. Hún brosti ekki einu sinni eins og hún var svo vön. Það var reiði sem litaði hvern einasta andlitsdrátt, hverja einustu hreyfingu. Hrokkið hár hennar virtist loga eins og eldur.
Áður en ég gat gert nokkuð stökk hún fram, beraði beittar tennurnar og beint á mömmu. Hnífurinn sem hafði verið í hendi hennar stóð nú upp úr bringu hennar, ekkert nema skaftið uppúr, svo fast hafði hún þrýst honum inn.
Margt gerðist á sömu sekúndunni. Mamma tók andköf og augu hennar glenntust upp þegar sársaukinn skar sig í gegn. Hún öskraði á sama tima og Matti öskraði ,, NEI!’’, það heyrðist holt hljóð eins og þegar var verið að rífa eitthvað og Matti stökk að upp frá sundurrifnu líki og stefndi að okkur, skelfing, ofsareiði, ótti og sársauki endurspegluðust úr dökkum augum hans. Blóð var byrjaði að leka úr sárinu og litaði föt hennar, lak niður á gólf og myndaði lítinn blóðpoll sem stækkaði þó óðum.
Helena hélt enn um skaftið á hnífnum og hún leit upp þegar hún heyrði í Matta nálgast. Hún stóð snöggt upp, um leið og hún dró hnífinn úr sári á maga mömmu þegar hún sá andlit hans og skalf. Áður en hún gat gert nokkuð var Matti kominn að henni og ég mér leið eins og það rynni kalt vatn niður bak mitt þegar ég heyrði greinilegt SNAP! Og svo sama hljóð og áður, eins og væri verið að rífa eitthvað.
Augu mín greindu ekki nákvæmlega hvað gerðist en ég glennti upp augun þegar ég sá eitthvern hlut þjóta upp í loftið og lenda við fætur mínar. Höfuð. Augu hennar voru ennþá glennt upp en voru líflaus og hrokkið hárið var blóðugt. Ég leit upp í tæka tíð til að sjá hauslausann líkama Helenu lyppast niður, blóðið úr stútnum lak út og myndaði stórann blóðpoll. En það hræðilegasta af þessu öllu var andlitið á Matta, ennþá litað sömu tilfinningum og áður nema tennur hans voru nú blóðrauðar og hvassar þegar hann beraði þær og andlit hans var líka litað blóði. Hann leit ekki einu sinni á mig en kraup fljótt við fætur mömmu.
Það síaðist loks inn hvað hafði gerst og ég greip andann á loft þegar ég fann hjarta mitt hætta að stoppa og kuldi breiddist í útlimi mína. Stefán tók utan um mitti mitt en ég hristi hann af mér og kraup líka við mömmu.
,,Mamma!’’ sagði ég örvæntingarfull en fékk ekki nein viðbrögð, það sást ekkert í augu hennar nema hvítuna og hún andaði í hryglum. Matti tók hana varlega upp og hann gat ekki tekið augun af andliti hennar, þrátt fyrir blóðið sem lak úr sári hennar. Hann leit ekki einu sinni á það, það eina sem hann sá var andlit mömmu fullt af sársauka.
,,Komdu.’’ Sagði hann lágri röddu, sem endurspeglaði tilfinningar hans og ég kipptist til. Ég leit á Stefán og hann horfði til baka, fullur samúðar. Ég hljóp á eftir Matta í gegnum þetta völundarhús og loks komumst við út undir bert loft. Við vorum stödd við stórt stöðuvatn við rætur á fjalli. Sólin var að setjast og ég hafði aldrei séð nokkuð eins fallegt en ég tók varla eftir fegurðinni því það eina sem komst fyrir í huga mínum var mamma og stórt stungusárið á bringu hennar.
Við hlupum í gegnum skóg en fundum loksins autt pláss á milli skógartrjánna. Matti stoppaði þar og lagði mömmu þögull niður. Hryglurnar í andardrætti hennar gáfu til kynna að hún væri ennþá á lífi en einnig að það yrði hún ekki lengi. Mér leið eins og einhver hefði þryfið i hjarta mitt og kreist það af öllum krafti, rifið það út og rifið það í tætlur.
,,Mamma,’’ hvíslaði ég og féll á hnén. Ég fann ekki einu sinni fyrir þreytunni eftir öll þessi hlaup, það eina sem ég fann fyrir var sársauki sem hafði ekkert með það að gera að ég væri með sár sem ég hafði fengið í bardaganum áðan.
Matti virtist vera að upplifa alveg eins sársauka þegar hann kraup niður við líkama mömmu, reif leyfarnar af skyrtunni sinni af sér og þrýsti því að blæðandi sárinu. Samstundis litaðist skyrtan blóði.
,,Ása, farðu að finna mosa, þurrann.’’ Sagði hann án þess að líta upp en einbeitti sér að því að halda skyrtunni þétt að sárinu. Það tók orðin smá tima til að síast inn en loks stóð ég upp og gekk inn í skóginn í leit að mosa. Stefán elti mig.
Matti gat ekki slitið augun af Kötu, hún andaði sífellt hægar og augun opnuðust ekki. Hann varð örvæntingarfullur, hann gat ekki leyft lífinu sem hann hafði barist fyrir í svo mörg ár renna á milli fingra sér.
,,Kata, gerðu það,’’ sagði hann lágri röddu, fullri af sársauka. ,,Ekki fara. Ekki yfirgefa mig.’’
,,Matti,’’ sagði hún, lágri, rámri röddu, svo varla heyrðist í henni. Varir hennar höfðu varla bærst en augu hennar opnuðust hægt og augu hennar einblíndu í dökkbrún augu Matta. ,,Ég elska þig.’’ Bætti hún við og færði hendi sína yfir hendi Matta sem hélt skyrtunni upp að sárinu. Matti andaði hraðar og hallaði sér nær henni, og hjarta hans tók kipp þegar hann skildi að hún var að kveðja hann. Honum leið eins og þúsund hnífar stæðu í hjarta hans núna og kveldu hann meira en nokkur svipa gat gert.
,,Nei! Kata, ekki fara, berstu, fyrir mig!’’ sagði hann æstari núna og tók utan um báðar hendur hennar og kreisti þær blíðlega.
,,Segðu Ásu að ég elski hana,’’ bætti hún við og augu hennar dofnuðu aðeins. ,,Gættu hennar fyrir mig.’’
Matti hristi hausinn allann tímann í örvæntingu. ,,Nei! Þú segir henni það sjálf, þú gætir hennar, því þú munt lifa!’’ sagði hann og horfði reiðilega á hana. Ætlaði hún að gefast upp strax? ,,Ég elska þig meira en allt, gerðu það ekki deyja, ég þarf þig.’’ Bætti hann við og rödd hans var einnig orðin rám af sorg og sársauka. Hann fann eitthvað blautt renna eftir andliti sínu en hirti ekki um það. Augu Kötu urðu sífellt fjarrænni og tár streymdu niður andlit hennar í stríðum straumum.
Matti hallaði sér að andliti hennar og leyfði vörum þeirra að snertast. Hann neitaði að hugsa um þetta sem síðasta stundin sem þau hefðu saman, að þetta væri síðasti kossinn þeirra en hann var samt örvæntingarfullur að láta hana vita hvað hann elskaði hana mikið, í þetta síðasta skiptið.
,,Fyrirgefðu mér,’’ sagði hann og strauk tár frá andliti hennar. ,,Ég hefði aldrei átt að láta Helenu koma á milli okkar.’’ Sagði hann og reyndi að halda augum hennar á sér.
,,Það er allt í lagi,’’ sagði hún og rödd hennar var lægri en áður. ,,Lofaðu mér bara því að þú haldir áfram og flýjir.’’
,,Ég fer ekkert án þín.’’ Sagði hann og Kata og hann áttuðu sig sig samtímis á merkingu þessara orða. Þetta linaði hinsvegar ekki þá staðreynd að Kata var að deyja í örmum hans.
,,Nei!’’ sagði hún núna örvæntingarfull. ,,Þú mátt það ekki!’’
Matti gerði heiðarlega tilraun til að brosa en ekkert gat fengið hann til að brosa núna.
En áður en hann gat sagt nokkuð glennti hann upp augun og hann fraus. Augu hans sýndu undrun og sársauka. Hann leit niður og sá örlítinn odd stingast út úr bringu sinni og hann fann hvernig sá oddur tengdist hnífnum sem stóð nú í gegnum hann.
Ósjálfrátt greip hann hnífinn í belti sér og sveiflaði honum að hverjum þeim sem stóð fyrir aftan hann af öllum þeim kröftum sem hann átti eftir. Blóð frussaðist úr hálsi Lúsífers og hann horfði á Matta, svipur hans blandaður undrun og reiði áður en augu hans urðu líflaus og hann féll til jarðar. Matti fann bylgju af sársauka fara í gegnum sig og hann öskraði á sama tíma og hann datt af máttleysi. Hann lenti við hlið Kötu og andaði nú í sömu hryglum og Kata.
,,Nei,’’ hvíslaði hún og horfði nú á Matta, með sama sársauka og hann hafði horft á hana fyrir bara nokkrum augnablikum.
Matti fann sitt eigið blóð seittla úr sári sínu og hnífurinn særði hann meira við hverja hreyfingu. En þrátt fyrir það gat hann ekki nema fundið fyrir örlitlum létti. Núna myndu þau allavega deyja saman.
Hann strauk hendinni lauslega eftir vanga hennar en tók síðan um hendur hennar og hélt þeim fast.
,,Ég er ekki neitt án þín. Ég yrði jafn dauður og ef ég myndi lifa þetta af en ekki þú.’’ Barðist hann til að segja. ,,Ekki gráta. Ég fer ekkert án þín.’’
,,Ég veit.’’ Sagði hún en tárin hættu samt ekki að streyma niður. ,,Ég elska þig.’’ Bætti hún við með eins mikilli ástríðu og henni var unnt á þessari stundu.
,,Ég veit.’’ Sagði Matti og teygði andlit sitt nær hennar og hunsaði sársaukann sem þessi litla hreyfin olli honum, en kyssti hana stuttum en ástríðufullum kossi, kveðjukossi eins og hann átti að vera, vitandi um það að þau myndu hittast aftur í öðrum heimi og þá fengi ekkert þau skilið. ,,Ég elska þig líka.’’
Síðan lokaði hann augunum og leyfði myrkrinu að umlykja sig. Kata gerði það sama en sleppti aldrei taki af hendi Matta. Blóðið lak úr sárum þeirra og sameinaðist í stórum blóðpolli undir þeim og smám saman hættu hryglurnar og líkamar þeirra urðu kjurrir, augu þeirra lokuð og andardráttur þeirra heyrðist ekki lengur. Dauðinn hafði tekið þau en jafnvel í dauðanum voru þau saman.

Ég hafði fundið mosa á sár mömmu og flýtti mér svo mikið í þá átt sem ég vissi að þau voru að ég hrasaði nokkrum sinnum. Stefán hafði ekki sagt neitt en hjálpaði mér alltaf að standa upp aftur.
Ég sá rofa fyrir á milli trjánna og ég nánast hljóp. En það var eitthvað rangt, það var of mikil þögn. Það heyrðist ekki í mömmu anda og ég tók á sprett og ímyndaði mér það versta. Það sem ég sá var verra en það. Þetta var mikið verra en það versta. Ég snarstansaði ég tár blinduðu augu mín. Ég hneig niður í grasið og hristist af ekka. Afhverju ég? Afhverju? Afhverju þau?!
Mamma og Matti lágu hreyfingarlaus, þétt saman og héldu í hendur hvors annars. Andardráttur þeirra rauf ekki þögnina, bringa þeirra lyftist ekki er þau önduðu og það var stór blóðpollur undir þeim, ekki aðeins úr mömmu. Ég sá hnífsskefti stingast útúr baki Matta og jafnvel smá hluti af hnífnum stóð útúr bringu hans. Lengra frá honum var Lúsífer með stórann skurð á hálsinum, lá í ankaralegri stöðu í sínum eigin blóðpolli.
,,Nei, nei, NEI, NEI!’’ öskraði ég og tók um höfuð mér og hristi eins og til að losna við þessa sjón. Þetta gat ekki verið rétt, þetta gat ekki verið! Ég heyrði Stefán taka andann á loft en það var eins og það bærist úr fjarska. Ég hljóp að þeim og hélt í síðustu ögnina af von, kannski voru þau bara að grínast, bara að leika sér. En hver ætti nokkurn tíman að grínast með svona, og ættu þau ekki að svara ef þau heyrðu dóttur þeirra öskra af örvæntingu.
Ég hristi mömmu í von um að hún myndi sýna einhver viðbrögð en það eina sem gerðist var að það láku síðustu leifarnar af blóði úr sári hennar. Ég var nú lituð blóði af því að krjúpa í blóðpollinum en mér var sama. Núna hristi ég Matta en hann svaraði heldur engu og blóðið var hætt að leka úr hans sári. Þau voru nú í fyrsta skipti með sama húðlit, kríhvítann. Lyktin af blóði var yfirþyrmandi.
En jafnvel þótt að ég hristi þau og öskraði á þau að vakna, hætta að grínast svona þá svöruðu þau ekki. Hendur þeirra voru ennþá samtvinnaðar saman þrátt fyrir að ég væri búin að hrista þau og ýta á þau.
Mér leið eins og ég gæti ekki lengur andað og ég hætti, leyfði höndum mínum að detta niður í volgann blóðpollinn. Ég fann Stefán taka utan um mig og hjálpa mér upp.
Sorgin og reiðin helltust yfir mig, eins kraftmikil og stór alda og ég kipptist til. Hvernig gátu þau gert mér þetta? Hvernig gátu þau bara farið, dáið?
,,Ása…’’ sagði Stefán lágri röddu við eyra mér og studdi mig því ég var máttlaus.
,,NEI!’’ öskraði ég og tárin blinduðu aftur augu mín. Ég var þakklát fyrir það því þá sá ég ekki þessa hræðilegu sjón, lituð blóði og dauða. ,,NEI!’’ endurtók ég en sneri mér samt við í fang Stefáns og gróf andlit mitt í bringu hans. ,,Nei…’’ hvíslaði ég og hristist af ekka.
,,Komum.’’ Sagði hann. Ég leyfði honum að leiða mig út úr litla rjóðrinu. Ég streittist ekki á móti því ég vissi að ég var of máttlaus til þess. Og til hvers ætti ég að vilja að vera þarna? Það eina sem ég sá var dauði. Við gengum lengra inní skóginn, í burtu frá blóðlitaða staðnum. Ég reyndi að ná stjórn á mér en ég náði því engan veginn. Það eina sem ég gat gert var að grafa andlit mitt að Stefáni. Hann var það eina sem ég lifði fyrir núna, eini þráðurinn sem hélt mér á lífi. Eins gott að halda fast í hann. Það var kaldhæðnislegt. Fyrir nokkrum mánuðum hafði líf mitt verið venjulegt og ég hafði marga þráði til að halda í, vini mína, skólinn, Raggi, mamma og jafnvel Lúkas þrátt fyrir að hann væri tengdur veikasta þráðinum, og seinna bættist þráðurinn sem Matti hafði verið tengdur við.
Smám saman síðusutu mánuði var eins og einhver væri að leika sér að því að klippa burtu þessa spotta, fyrst var það Raggi, síðan var það Lúkas svo skólinn og vinirnir og svo var klippt á tvo mikilvægustu spottana, hrifsað þá í burt frá mér, hrifsað líf mitt í burtu. Ég gat ekki einu sinni hugsað þá hugsun til enda ef að síðasti þráðurinn myndi slitna.
Allt frá því ég var lítil hafði ég ímyndað mér að lenda í ævintýrum eins og krakkarnir í Ævintýrabókunum. 4 krakkar sem rötuðu í alls konar ævintýri. Ég hafði alltaf ímyndað mér að ég væri Anna og ég væri að taka þátt í þessum spennandi ævintýrum.
Meðan við vorum að ferðast, á flótta undan ættingjum Matta hafði ég ómeðvitað álitið það vera ævintýri. En auðvitað áttu öll ævintýri að enda vel. Þetta endaði ekki vel, ef það var þá búið. Það var ekkert búið á meðan við vorum ennþá lifandi. Þau myndu elta okkur niðri og drepa okkur. Þá væri það fyrst endirinn á þessu ævintýri okkar.
En þetta var ekkert ævintýri. Þetta var ekki eins og sögurnar sem maður las þar sem það góða vann alltaf og allir lifðu hamingjusamir það sem eftir var. Þetta var ekki einu sinni nálægt því. Þetta var ekkert fallegt ævintýri með töfrum. Þetta var ekki einu sinni nálægt ævintýrinu sem Bram Stoken hafði skrifað, Drakúla. Jafnvel sú saga endaði vel, með dauða Drakúla. Í þessari sögu mun það vonda alltaf vinna, sama hvað myndi gerast.
Minningin af tveim líkum, líkum af foreldrum mínum, grafkjurrum og dánum í miðju rjóðri birtist í höfði mér. Ég skalf.
Nei, þetta var sko ekki neitt ævintýri.


The End =)
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.