,,Afhverju varstu svona lengi?’’ Spurði hún og tók við miðanum.
,,Fann ekki miðann, þurfti að leita um allt.’’ Sagði ég, og reyndi að vera eins hlutlaus og ég gat. Við kláruðum að versla inn og svo kom það í minn hlut að halda á öllum pokunum heim á hótelið.
,,Jújú, það er gott fyrir mig að labba en ég má ekki bera of mikið.’’ Sagði mamma og nuddaði á sér stórann magann. Ég þvingaði fram bros á varir mínar en hagræddi pokunum svo þannig að mamma sæji ekki framan í mig nema hún stæði beint á móti mér. Hún talaði endalaust á leiðinni um nafnið á barninu og hvað þau ættu að gera þegar það fæddist. Ég varð enn þunglyndari og svaraði með umli.
Þegar við vorum alveg að koma að hótelinu stoppaði mamma. Ég stoppaði líka og horfði undrandi á hana.
,,Afhverju læturðu svona, Ása?’’ Spurði mamma mæðulega.
,,Hvað meinarðu?’’ Spurði ég og reyndi að sýnast eðlileg.
,,Þú hefur varla talað við mig,’’ sagði mamma hvasst. ,,Afhverju læturðu svona undarlega?’’
,,Ég hef alveg talað við þig!’’
,,Ekki eftir að þú komst í búðina, þú hefur varla sagt neitt um barnið!’’ Mamma mældi mig út með augunum. ,,Ég veit að þér líkar ekkert sérstaklega vel við Matta en geturðu allavega ekki látist að þú sért ánægt fyrir ykkar hönd? Þú ert nú einu sinni dóttir hans! Afhverju líkar þér illa við hann?’’
,,Mér líkar alveg ágætlega við hann.’’ Laug ég. Mamma horfði rannsakandi á mig en hélt síðan áfram að hótelinu. Ég dæsti og elti hana inní hótelherbergið.
Matti tók þegjandi við pokunum af mér og fór með þá útí bíl. Ég rak augun á Helenu sem sat í rúminu, og var með stórann marblett á handleggnum. Hún brosti ekki lengur og var rauðeyg eins og hún hefði verið að gráta. Ég hvessti á hana augun en mamma horfði undrandi á hana en sagði ekki neitt.
Matti sagði ekki neitt það sem eftir var af deginum, svaraði í eins atkvæðisorðum og forðaðist að umganga neinn. Helena hélt sig líka útaf fyri sig og mamma varð þögul. Hún fann hvernig andrúmsloftið var og reyndi ekki að spyrja fyrr en hún hélt að ég og Helena værum sofnuð.
,,Matti, hvað er í gangi?’’ Spurði hún Matta. Matti hikaði aðeins. ,,Afhverju læturðu svona? Afhverju er Helena svona þögul? Afhverju er Ásu meira illa við þig en áður?’’
,,Ég…’’ Byrjaði hann en þagnaði svo hugsi.
,,Matti segðu mér það,’’ sagði mamma biðjandi. ,,Það er eitthvað sem þið öll vitið en ekki ég! Hvað er það?’’
,,Kata, það er ekkert,’’ sagði Matti rólega. ,,Ekkert…’’
,,Jú, það er eitthvað, Matti!’’ Sagði mamma nokkuð hátt. ,,Heldurðu að ég sé enhver hálfviti eða?’’
,,Það er ekkert.’’ Endurtók Matti með aðeins meiri áherslu.
Ég varð reið. Ég bylti mér aðeins og hóstaði aðeins til að gefa til kynna að ég væri vakandi. Matti og mamma þögnuðu og ég fann hvernig andrúmsloftið varð vandræðalegt.
,,Góða nótt.’’ Sagði Matti fastlega og lagðist niður í rúmið. Mamma horfði reiðilega á hann og það hefði ég líka gert ef ég hefði ekki verið við það að sofna.
Næstu dagar voru mjög vandræðalegir. Allir voru þöglir og Matti fékk ekki frið við reiðilegum augnaráðum. Við tjölduðum aftur á afskekktu tjaldstæði þegar við gátum ekki verið lengur á hótelinu.
Mig langaði virkilega til að spyrja Matta að einu en ég fékk mig ekki til að spyrja þar sem ég var augljóslega rosalega reið við hann. Mig langaði til að vita afhverju ég hefði þurft blóð, þvi ég hafði aldrei áður þurft blóð, ekki þurft. Ég var glöð yfir að þurfa ekki blóð reglulega eins og Matti en eitthvað fór úrskeiðis þannig núna þurfti ég blóð, eitthvað hafði virkt þetta inní mér og ég varð sífellt meira hrædd um hvað yrði um mig þegar ég þyrfti blóð eins oft og Matti, þyrfti ég að drepa dýr? Þyrfti ég að drepa fólk? Það fór hrollur um mig bara við það að hugsa um það. Ég hafði aldrei drepið neinn nema í þessari djöfulsins blóðvímu.
Ég hafði ekki náð að spyrja Matta útúr þessu þar sem ég fékk aldrei frið til að spyrja, með Helenu snuðrandi alltaf í kringum hann. En svo auðvitað varð þetta atvik sem gerði mig svo reiða við Matta að ég gat ekki einu sinni yrt á hann.
Ég andvarpaði lágt og reyndi að halda sænginni þéttar utan um mig en einhvern veginn þrengi kuldinn sér að mér svo ég skalf. Allt í einu heyrði ég mömmu og Matta muldra eitthvað. Ég opnaði augun eilítið og sá að Matti var að tala við mömmu, frekar vandræðalegur. Svipur mömmu breyttist úr spurnarsvip yfir í reiðisvip. Matti þagnaði og horfði skömmustulega á mömmu. Hann minnti mig á hvolp eitt andartak.
Ég bjóst við tárum, gráti og öskrum en nei. Mamma sló Matta utan undir, svo fast að höfuðið sveigðist aðeins á hliðina. Hann var rauður á vanganum.
,,Ég átti þetta skilið.’’ Sagði Matti svo lágt að ég heyrði varla í honum.
,,Já, það gerðirðu!’’ sagði mamma og horfði reiðilega á hann. Síðan stóð hún upp og tók fram dýnu til að sofa á. Hún kom henni fyrir við hliðina á minni og lagðist niður, með bakið í mig. Ég ætlaði að segja eitthvað en kom því ekki útúr mér. Smám saman sótti á mig svefninn og ég sökk inní myrkann draumaheiminn.
Ég vaknaði um miðja nótt við niðurbælt hljóð við hliðina á mér. Mamma titraði öll og ég heyrði hvernig hún saug uppí nefið og reyndi að kæfa grátinn niður en náði því ekki.
,,Mamma?’’ Sagði ég lágt. Mamma sneri sér við svo sást í útgrátin augu hennar og tárin flæða niður kinnar hennar.
,,Fyrirgefðu að ég vakti þig, elskan.’’ Sagði hún titrandi röddu og þurkaði tárin. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, ef þetta hefði verið vinkona mín hefði ég faðmað hana svo fast að hún gæti ekki andað og svo myndi ég bjóða henni út að versla. En þetta virkaði ekki svona með mömmur. Hvað á maður að gera?
,,Mamma, ekki vera að gráta útaf honum,’’ sagði ég hikandi. ,,hann er ekki þess virði.’’
,,Þú vissir þetta, þú sást þetta,’’ sagði mamma órólega. ,,Afhverju sagðirðu ekki neitt?’’
,,Það hefði verið rangt, hann átti að segja þér það sjálfur, þetta helvíti!’’
,,Það var rétt hjá þér,’’ sagði mamma og reyndi að hemja tárin sem reyndu að brjótast fram. ,,Honum er ekki treystandi.’’
,,Hvar eru Matti og Helena?’’ Sagði ég allt í einu þegar ég hafði tekið eftir því að dýnurnar þeirra voru auð. Mamma tók líka eftir því og hún varð reið. Allt í einu sást ekki lengur að hún hafði verið að gráta, reiðin lýsti upp andlit hennar.
,,Hvernig dirfist hann!’’ Hvíslaði mamma reiðilega.
,,Mamma, ég held að ég heyri í Matta?’’ Sagði ég órólega. En í staðin fyrir hljóðin sem ég bjóst við að heyra heyrði ég háværa og reiðilega rödd. Mamma lagði líka við hlustir.
,,Skilurðu ekki einn einasta hlut manneskja?!’’ Sagði Matti reiðilega. ,,Þarf ég að stafa það fyrir þig?! Ég, er, með, Kötu!’’
,,En hvað með stundina sem við áttum áður en krakkafjandinn ruddist inn?’’ Sagði Helena biðjandi.
,,Þú dáleiddir mig, Helena,’’ Hvæsti Matti. ,,Þú notar þennan hæfileika sem þú fékkst frá þessari bannsettri móður þinni til að fá það sem þú vilt! Þú gerðir það alltaf, en ég bara bjóst aldrei við því að þú dirfðist að gera það við mig!’’
,,Ég vissi að þú vildir það!’’ Sagði Helena skrækróma. ,,Þú vilt það! Þú bara þorir ekki að fara frá þessari kellingu og krakkaskrattanum hennar!’’
Mamma stóð hægt upp og gekk að tjaldopinu. Ég fylgdi á eftir.
Það var greinilegt að Matti hafði ekki sofið mikið, það voru dökkir baugar undir augum hans og hárið hans virtist líflausara en vanaleg en augu hans glömpuðu háskalega af reiði. Hann var með lítinn marblett á hægri kinn.
Þau litu bæði á okkur mömmu þegar við komum úr tjaldinu. Mamma horfði reiðilega á Helenu en leit ekki einu sinni á Matta.
,,Hvernig dirfistu að halda áfram að reyna?’’ Sagði mamma. Röddin hennar titraði af reiði.
,,Því við eigum að vera saman!’’ sagði Helena móðursýkislega og reyndi að færa sig nær Matta en hann hrinti henni frá sér.
,,Láttu okkur bara í friði.’’ Sagði Matti hvasst við Helenu. Nú glotti hún.
,,Segjum sem svo að ég myndi láta ykkur í friði,’’ sagði Helena hægt og ógnandi við Matta. ,,Ég gæti óvart sagt eitthvað sem þú vilt ekki að neinn viti.’’
,,Þær vita allt sem þarf að vita,’’ sagði Matti og fylgdist órólega með Helenu. ,,Það er ekkert sem þær ekki vita.’’
,,Vertu ekki viss,’’ sagði Helena og glotti illkvitnislega. ,,Þú sagðir mér að segja ekki neinum, en ég gæti alveg misst þetta útúr mér. Þú treystir bara mér fyrir því sem þú ætlaðir að gera, um ráðabruggið þitt. En þú treystir henni ekki!’’
,,Um hvað ertu að tala?’’ Spurði mamma reiðilega. Helena glotti.
,,Bróður hans.’’ Sagði Helena ógnandi. Augun hans Matta glenntust upp og hann henti sér á hana.
,,Þegiðu!’’ sagði Matti hvasst og hélt Helenu niðri.
,,Er hún að tala um Lúsífer?’’ Spurði ég ringluð. Mamma var alveg eins ringluð. Helena losaði sig undan Matta og bakkaði aðeins.
,,Nei, ég er ekki að tala um Lúsífer,’’ sagði Helena og passaði sig að vera ekki of nálægt Matta. ,,Ég er að tala um eldri bróður hans, þennan sem þú drapst!’’
Helena benti á mömmu og hún tók andköf.
,,E-er hann bróðir þinn?’’ Spurði mamma titrandi röddu. ,,Ég meina, var Rafael bróðir þinn?’’
Matti var skelfingu lostinn og horfði óttaðslegin á mömmu.
,,Mamma! Drapst þú einhvern?’’ spurði ég undrandi. Mér leið eins og hálfvita að vita ekki eitthvað sem allir vissu.
,,Það var í vörn,’’ sagði mamma titrandi röddu. ,,Hann ætlaði að drepa mig. En, guð! É-ég sá þig þetta kvöld!’’
Matti settist niður og gróf andlitið í höndum sér.
,,Ættin valdi þig ekki,’’ sagði Matti lágri röddu. ,,Ég gerði það.’’
Matti leit upp og horfði í augun á mömmu. Mamma gapti.
,,Gott að þið eruð búin að koma því á hreint.’’ Sagði rödd sem barst úr skugganum Lúsífer steig út og áður en Matti gat gert nokkur stakk hann sprautu í hálsinn á honum og samstundist ranghvolfdu augu hans og hann datt aftur fyrir sig. Út úr myrkrinu stigu svo margir menn og gripu mömmu og mig. Helena blandaði sér í hópinn og hjálpaði við að taka Matta upp. Mennirnir sem héldu mér og mömmu sprautuðu okkur með sprautum sem litu út eins og þessi sem Matti fékk. Um leið varð allt móðukennt, ég gat ekki hreyft mig ég gat ekki séð neitt. Ég var frosin. Ég fann hvernig þeir hífðu mig upp og báru mig eitthvert. Það liðu nokkrir klukkutímar þangað til hnjaskið hætti. Ég hafði næstum því sofnað og var dofin útum allann líkama, gat ekki einu sinni reist einn fingur.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.