Þessi saga er ekki framhald af hinni sögunni minni, Stjörnuryk og Alkemistinn, þó svo að ég noti sömu persónur. Mig langar að reyna að breyta þessu í almennilega kaflasögu, en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því.
Vinsamlegast engin skítaköst.

Tíminn og Alkemistinn.

,,Hmm…”
Ég beit í tunguna á mér. Núorðið er mér eiginlega hætt að bregða þegar ég heyri svona óvænt í Alkemistanum, en þér myndi líka bregða ef að einhver myndi læðast svona aftan að þér.
Ég leit upp frá þvottinum sem ég var að brjóta saman og reyndi að láta líta út fyrir að mér hefði ekki brugðið. Það virkaði ekki neitt svakalega vel.
Hann hallaði sér upp að dyrastafnum, og starði út í loftið. Rauðbrúna hárið féll niður á ennið á honum og hann virtist þungt hugsi.
Ég snéri mér aftur að þvottinum, til þess eins að vera trufuluð aftur.
,,Hmm…”
Ég veit að þetta er ekki mikil truflun, en það var bara eitthvað við þetta sem pirraði mig svo óstjórnlega!
Ég reyndi að hugsa ekki um það, þangaði til að…
,,Huuummmmmmmm…..”
Ég lét þvottinn falla á gólfið og gnýsti tönnum.
,,Ókei, hvað?!” Spurði ég, allveg ægilega pirruð.
Alkemistinn leit undrandi á mig. ,,Hmm?”
,,Þú gerir þetta alltaf þegar þú ert að hugsa um eitthvað skrítið og þarft einhvern til að pirra það með. Hvað er það?”
,,Hmm?”
,,Gjaaaaaaa!!”
Ég snéri mér við og tók upp þvottinn.
,,Ég hef ekki tíma fyrir þetta!” Muldraði ég á meðan ég hélt áfram að brjóta saman skyrtur og gallabuxur af Alkemistanum.
Þó svo við köllum hann “Alkemistann,” er hann frekar unglegur að sjá, rauðbrúnhærður, eins og ég sagði áðan. Hann hefur undarlega rafigul augu sem stinga og grannur á þann hátt að hann virðist ekki éta neitt. Nú þegar ég hugsa um það, hef ég bara nokkrum sinnum séð hann drekka te.
En nú fór hann að tala.
,,Hmm… Já, tími. Er hann nokkuð til?”
,,Haaa? Auðvitað er hann til, gefurðu mér ekki tímakaup?”
,,Mmm… En sem eitthvað annað en uppfinning mannkynsins, er hann þá nokkuð til?”
Ég leit hann. ,,Hvað meinarðu?”
,,Tíminn er bara mælieining og áður en okkur datt í hug hugtakið “tíminn líður”, þá hefur hann líklega ekki verið neitt nauðsinnlegur.”
Ég lifti annari augnabrúninni með svip sem sagði: “Vertu ekki svona tregur, það fer þér illa.”
Hann getur verið svo fáránlega vitlaus stundum.
,,Auðvitað þarf tíminn að líða, ekki viltu að allt standi í stað.”
,,Hmm… En ef að tíminn er ekki til, þá getur hann ekki liðið.”
,,En hann er til!”
,,Hmm… Bara sem mannleg uppfinning. Ekki á neinn annann hagnýtann hátt nema sem mælieining.”
Skiljurðu hvað ég meina þegar ég segi pirrandi? Og samt tókst honum að sjá fyrir um snjókomu og ískulda sem enginn annar hafði séð fyrir. Kom ekki fram hjá neinum veðurfréttamanni.
Snjókoman kom í miðri hitabylgju.
Við veðjuðum upp á það… Hann hafði af mér allt helv…. mánaðarkaupið mitt…
Og fyrir utan það heldur hann því fram að hann sé eldri enn afi minn, þrátt fyrir að virðast vera ekki deginum eldri enn svona tuttugu og þriggja. Það er að segja sjö árum eldri enn ég.
,,Ef að tími er ekki til,” sagði ég. ,,Hvernig stendur þá á því að það eru liðnar tíu mínútur síðan að þetta samtal byrjaði?”
,,Hmm… Vegna breytinga. Hlutirnir breytast, hugtakið “tímans tönn” merkir einfaldlega breytingar. Frá því að jörðin varð til þar til núna er hægt að segja að tíminn hafi ekki liðið heldur að hlutirnir hafi breyst. En vitaskuld er tími til á eðlisfræðilegann hátt, sem mælieining.”
Svona er Alkemistinn. Segir eitt og svo annað. Mikið er ég feginn að þurfa ekki að þola hann nema fjóra daga í viku. Það er mismunandi hvað ég vinn lengi eftir því hversu mikið honum hefur tekist að rusla til.
En hann getur svosem verið ágætur.
Þetta er sýnishorn af lífi mínu. Ég heiti Marcia Karlotta Parker og ég er sextán ára húshjálp Alkemistans. Auk þess vinn ég á veitingarstað sem þjónn á kvöldin, sex daga vikunar. Ég er að safna fyrir háskólanámi. Ég veit að það er langt þangað til en ég hef engann annann til að borga fyrir mig.
Ég er… Ég-ísk. Ég er með músarbrúnt, þrælhrokkið hár sem nær mér ekki einusinni niður á axlir, og ég er ekki nema 1 og 58 á hæð. Ég er með grá augu og svolítið þibbin. Vinir mínir kalla mig Mús.
,,Hvað er klukkan?” Spurði ég hann.
,,Korter í sjö,” sagði hann án þess að hika.
Ég bennti ásakandi hann. ,,Ha! Það sannar að tími er til!”
,,Auðvitað er tími til, borga ég þér ekki tímakaup?”
,,Æi, þegiðu.”
,,Þó það geti verið að það sé rangt.”
Mér langaði að lemja hann.
,,Guð, þetta er svo mikil sýra,” sagði ég, og andvarpaði.
,,Þú ræður, ég er ekkert að neyða þig til að trúa mér. Reynar veit ég ekki hvort ég trúi mér sjálfur.”
Ég gafst upp.
,,Ókei, ég trú þér…”
,,Er það?”
,,Nei, reyndar ekki, ég sagði þetta bara til að fá þig til að þegja svo ég gæti haldið áfram að vinna,” sagði ég.
,,Mér datt það í hug,” sagði hann.
,,Þú lýgur því.”
,,Kannski. Skiptir það máli?”
,,Nei, ekki fyrst þetta ert þú sem við erum að tala um.”
,,Hélt það.”
,,Þegiðu…”
,,Ókei.”
Við sögðum ekkert í nokkrar mínútur. Svo var ég búin með þvottinn.
,,Sjáumst á morgun,” ég við hann, og gekk að dyragættinni sem hann stóð í. Ég komst ekki lengra, því að hann setti hendina í veg fyrir mig.
,,Ef ég gæti sannað fyrir þér að tími væri ekki óskeikull, hvað myndirðu gera?”
Ég horfði á hann. ,,Hvernig á ég að vita það? Það hefur ekki gerst hingað til, svo hvernig veit ég hvernig á mundi bregðast við.”
,,Gott svar,” sagði hann og tók hendina frá.
Ég hugsaði með mér, á meðan ég gekk fram í forstofuna, að kannski hefði hann rétt fyrir sér, og tími væri ekki til.
Ég hryllti mig. ‘Hann hlýtur að vera smitandi, ef maður umgengst hann of mikið,’ hugsaði ég og lét mig hverfa út í snjóinn og hálkuna, og ég vissi, að Alkemistinn stæði við eldhúsgluggann, og horfði á mig fara. Svo myndi hann fara og gera hvað sem hann gerir, þegar ég er ekki þarna.
Snjórinn féll eins og hann fengi borgað fyrir það, og ég gekk heim, farin að hugsa um eitthvað allt annað enn tímann. Ef við gerðum ekkert annað en að velta tímanum fyrir okkur, kæmumst við aldrei neitt.