Svenharður vaknaði upp af ódýru rúminu. Í dag á hann að byrja á menntaveginum. Hann hugsaði með sér hvað hann væri mikið fífl að hafa dottið úr skóla í 10. bekk.
Hann gékk fram. Siggi litli var að borða kókópuffs. Siggi opnaði munnin. Áður enn hann gat sagt orð hreytti Svenharður út úr sér ,,Þegiðu siggi litli''. Og gerði hann það.
Svenharður hlammaði sér í stólin við eldhúsborðið. Kellingin var víst farin í vinnuna. Siggi litli borðaði kókópuffsið af mikilli áfergju. Krúns krúns krúns. Svenharður varð pirraður, enn lét sig hafa það þrátt fyrir allt.
Hann lét hugan reika og hugsaði með sér, ,,Í dag er fyrsti skóladagurinn minn í framhaldskóla, ég er gamall, ætti að geta reynt við einhverjar ungar stelpur, allt er skárra enn kerlingarbeyglan. Ekkert fjarnám fyrir mig, ég ætla mér að ná langt.''
Hann sagði Sigga litla að þegja í Snatri og fór og klæddi sig. Gallabuxur, skyrta og peysa. Belti og sokkar. Allt var hér. ,,Hvert ertu að fara pabbi?'' Spurði Siggi litli. ,,Í skólann Siggi minn'' Sagði svenharður og glotti. ,,Minn skóla? eigum við að vera samferða?'' Spurði Siggi litli. ,,Æi, þegiðu Siggi litli'' sagði Svenharður.
Hann hlammaði sér í bílin, og keyrði af stað. ,,Fyrsti dagurinn minn í skólanum.'' Hugsaði hann með sér og glotti. Þegar komið var inn í skólabygginguna, mætti húsvörðurinn honum og ætlaði að leiða hann inní húsvarðarskápinn. Svenharður rak upp stór augu, og reyndi sem vinsamlegast að tilkynna húsverðinum að hann væri nemandi, ekki nýji húsvörðurinn.
,,Nú?'' sagði húsvörðurinn ósannfærður. ,,Já, ég mér sko að ná langt'' Sagði Svenharður stoltur og rétti úr bakinu. Lágvær brakhljóð heyrðust þegar hann rétti úr sér. Geturu nokkuð bent mér á hvar Íslenska 103 er? Húsvörðurinn benti honum á miðlungsstóra skólastofu, og sagði að kennarinn myndi mæta fljótlega.
Þegar nemendurnir byrjuðu að týnast inn, heilsuðu þeir allir Svenharði sem kennara. Einn lítill renglulegur strákur reyndi að sína svenharði ritgerð sem hann hafði gert, og tók Svenharður glottandi við henni. Þegar kennarinn kom inn, meðalljót kerling á miðaldri, góndu flestir á Svenharð. Svenharður stóð upp, heilsaði kennaranum með handabandi, og rétti honum ritgerðina.
Kennarinn rýndi í ritgerðina með áhugasvip, enn hnyklaði svo augnbrýrnar lítillega þegar hann sá nafnið undir henni. Svo þú heitir Kláus Gustenberg. Svenharður roðnaði lítillega, og horfði ofan í bringuna á sér. Fliss heyrðist í kennslustofunni, og kennarinn byrjaði tíman. Meðan kerlingin krotaði á töfluna velti Svenharður henni fyrir sér.
Ekkert of feit, né mjó, enn augun minntu á rostung á fengitíma. Handleggjaspikið hnykklaðist lítillega til vinsri og hægri þegar hún krassaði hraðlega á töfluna. Meðan tímin leið beið Svenharður óþolinmóður, og trommaði léttilega með fingurgómunum á borðið. Spurði síðan hortugur hvort ekki ætti að gera eitthvað af viti, og stóð hróðugur upp.
,,Neiii, er nú eiginlega bara að kynna áfangan núna'' Nú? spurði Svenharður og þóttist hneykslaður. Tautaði síðan fyrir sjálfum sér að alltof vægt væri farið með krakkana. Laumaði hendinni hægt niður í buxurnar og klóraði sér í pungnum. Meðan því stóð leit hann í kringum sig, og sá nokkuð eigulega stúlku. Hann brosti lítillega til hennar, og hún leit undan. Lítillega glampaði á silfur fylltan jaxlin í Svenharði.
Skyndilega tók svenharður eftir því að skrjáfað hafði þegar hann klóraði sér í pungnum. Svenharður hætti klórinu, og hífði hendina hægt og rólega upp, og þóttist vera að reyna að ná tyggjóklessu undan borðinu. Rak síðan við, og hóstaði um leið til að fela það. Þegar tímanum lauk var kominn stuttur matartími. Svo heppilega vildi til, að uppáhalds bar Svenharðs var í nágreninu. Hann ákvað að rölta þangað.
Barþjóninn, Gísli, þekkti til Svenharðs, og heilsaði honum. Hvað langar þér í? Sama og venjulega stundi Svenharður útúr sér. Barþjónnin fitjaði lítillega uppá eina nösina, og rétti Svenharði síðan svellkaldan bjór. Svenharður drakk áfergjulega úr honum, og rumdi svo ánægjulega þegar sopanum lauk. Þurkaði svo froðuna úr skegginu í ermina, og úr erminni í buxurnar. Hvaða ferðalag er á þér Svenni minn? Spurði Gísli annars hugar. Ég er nú bara í skólanum þarna hinum megin, sagði Svenharður hnellinn.
Finnst þér þá skynsamlegt að drekka í frímínútunum? Þetta er ekkert drykkja hreytti Svenharður útur sér, pirraður. Bara einn kaldur, ég þoli það alveg. Minnir mig á það, er í eyðu í næsta tíma, helltu bara í annan. Jæja þá, sagði Gísli með uppgjafartón. Þegar kortið var straujað svo mikið að lá við bruna, hífði Svenharður sig úr stólnum og rölti í skólan. Vagaði um og varð næstum fyrir bíl á leiðinni. Klikkuð kerling, glopraði Svenharður fullhátt útúr sér með hneykslunartón.
Inni í skólanum er róleg kenslustund í sálfræði 203. Skyndilega truflast bekkurinn við brothljóð er stynjandi fullur óreglumaður veltur innum rúðuna. Hann keyrði eins og kerling, stundi hann útúr sér, og stóð á fætur og útúr stofunni. Hver var þetta? var hvíslað eftirá, og heyrðist einhver segja Klás Gustenberg.
Eftir að hafa verið úthýst úr skólanum með látum og skrækjum, vagaði Svenharður þreyttur heim. Ég fer þá bara aftur í frystihúsið tautaði hann við sjálfan sig. Gengur heim til sín, opnar hurðina og dettur fljótlega vegna leikfangabíls á gólfinu. Hann liggur smávegis stund á gólfinu, og veltir því fyrir sér hvort honum verki í hausnum eða bakinu, enn það skiptir víst ekki máli.
Hann lokar augunum, og er að spá í að sofna, er skuggi legst yfir andlitið á honum. Hann opnar augun og sér Sigga standa yfir sér með forvitnisglampa í augum. Fitjar svo upp á varirnar svo bilið milli framtannana sést greinilega. ,,Hvernig var í skólanum pabbi?'' ÆJI ÞEGIÐIU SIGGI LITLI!!!
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.