,,Komdu fram elskan! Við þurfum að fara!’’ Sagði hún og gekk svo í burtu. Ég stóð hægt upp, ennþá þreytt. Ég skildi ekki alveg hvað mamma átti við ‘’fara’’ en síðan fattaði ég að auðvitað yrðum við ekki hérna lengur, það höfðu verið framin tvö morð á einum sólarhringi og löggan yrði ekki lengi að rekja það til okkar. Ég tók saman helsta dótið í bakbokann minn og fór síðan fram. Mamma var að taka mat úr ísskápnum og láta í kassa en Matti var að taka saman peningana í sparikrukkunni hans Lúkasar. Ég tók eftir að hnífurinn hans var festur kyrfilega við beltið. Það var ennþá smá storknað blóð á honum. Ég hryllti mig en fór síðan að hjálpa þeim að taka saman það sem við þurftum og fara með það út í bíl.
Við lögðum af stað þegar var farið að dimma. Þegar við komum að bæjarmörkunum sáum við löggur vera að stoppa bílana og tala við bílstjórana. Matti ókyrðist og sjálf fann ég fyrir kvíða, það var þá búið að finna líkið.
,,Getum við ekki farið einhverja aðra leið?’’ Spurði Matti mömmu. Mamma hristi höfuðið.
,,Okei, við verðum bara að vera róleg og láta sem ekkert sé.’’ Sagði Matti þótt hann væri mjög órólegur sjálfur. Það voru tveir bílar á undan okkur en síðan komum við að löggunni. Maður með skakkt nef og frekar feitur stoppaði okkur og gaf Matta merki um að skrúfa niður rúðuna. Hann gerði það.
,,Góða kvöldið, lögregluþjónn. Einhver vandræði?’’ Spurði Matti rólega.
,,Erindið er frekar leiðinlegt, það var framið morð hérna.’’ Lögregluþjónninn dæsti mæðulega. ,,Og hvert er þú svo að fara?’’ Spurði hann.
,,Útilegu með fjölskylduna.’’
,,Nú nú, en hvað með krakkann? Á hún ekki að mæta í skólann.’’ Spurði hann og horfði grunsamlega á mig. Ég leit ekki á hann heldur rannsakaði hendurnar mínar nánar.
,,Við fengum frí fyrir hana.’’ Sagði Matti stuttur í spuna.
,,Ég ætla að biðja þig að stíga út úr bílnum.’’ Skipaði lögregluþjónninn Matta. Matti hreyfði sig ekki. ,,Ég sagði þér að stíga út úr bílnum.’’ Sagði lögregluþjónninn höstuglega. Matti hikaði en opnaði bílhurðin og steig hægt út. Lögregluþjónninn leitaði á honum en stoppaði við mittið þegar hann fann fyrir hnífnum í beltinu hans. Hann dróg hann út með snöggri hreyfingu áður en Matti gat gert nokkuð. Hann skoðaði hnífinn vandlega og tók eftir storknaða blóðinu. Það kom skelfingarsvipur á andlit beggja, en áður en lögregluþjónninn gat aðhafst eitthvað þá barði Matti hann í gagnaugað. Það leið yfir hann. Matti tók hnífinn, flýtti sér inní bílinn og steig bensíngjöfina alveg niður.
Við vorum búin að keyra allann daginn, langt frá bænum. Núna var niðamyrkur og ekkert að sjá á fjalllendinu. Ég hafði ekki sagt orð síðan við keyrðum burt, en ég var orðin glorhungruð. Lokst sáum við smá ljóstýru framundan. Þetta var lítið og subbulegt mótel. Við fórum í afgreiðsluna og pöntuðum herbergi. Við komum okkur fyrir þar og fórum svo að leita að einhverju til að borða. Það var krá aðeins lengra frá. Þar var hægt að fá sér að borða og líka panta bjór og þannig. Þar voru nokkrir skuggalegir náungar sem voru greinilega fullir. Við settumst eins langt frá þeim og við gátum. Ég pantaði mér hamborgara en mamma og Matti pöntuðu sér lambakjöt.
Þegar við vorum orðin södd þá stóðum við upp og gengum að herberginu okkar. Annar maður á barnum stóð upp og gekk fyrir aftan okkur. Matti leit órónlega um öxl. Maðurinn var ritjulegur, í óhreinum fötum og var gugginn.
En þegar við fórum inní herbergið hélt hann áfram að labba og Matti slakaði aftur á. Það voru þrjú rúm þarna í herberginu. Ég fékk rúmið út í horni en Matti Mamma fengu hin rúmin. Við fórum að sofa um tólf leitið.
Um nóttina vaknaði ég við að einhver var að ganga um í herberginu. Ég opnaði augun smá. Það tók mig dálitla stund að venjast myrkrinu en síðan sá ég einhvern mann vera eitthvað yfir rúminu hans Matta. Þegar hann labbaði í frá honum og að rúminu hennar mömmu sá ég að Matti var bundinn niður en leit samt út fyrir að sofa.
,,Hei, hvað ertu að gera!’’ Sagði ég og reisti mig upp. Maðurinn þeyttist í áttina að mér og áður en ég vissi var hann búinn að setja sprautu í handlegginn minn. Ég varð virkilega syfjuð og datt aftur á rúmið, steinsofandi.
Þegar ég vaknaði aftur var orðið bjart fyrir utan. Ég sá að mamma og Matti börðust við að leysa reipin sem héldum þeim niðri. Ég reyndi að reisa mig upp en ég gat það ekki því ég var líka bundin.
,,Mamma hvað er að gerast?’’ Kallaði ég til mömmu sem var hinum megin við rúmið hans Matta.
,,Ég veit það ekki elskan.’’ Sagði hún og hélt áfram að reyna að losa sig. Aftur á móti lá Matti kjurr en augu hans leituðu um allt herbergið.
,,Gefðu þig fram.’’ Sagði hann svo. Hurðin að herberginu opnaðist og maðurinn sem hafði verið á eftir okkur í gær stóð í dyrunum og glotti. ,,Hvað viltu okkur?’’ Spurði Matti reiðilega.
,,Katrín ætti að vita það, en kannski þekkir hún mig ekki aftur.’’ Sagði maðurinn og gekk að mömmu.
,,Hver í fjandanum ertu!’’ sagði mamma um leið og hann strauk henni um vangann.
,,Láttu hana í friði, ógeðið þitt!’’ Öskraði Matti og vöðvarnir spenntust upp í enn einni tilraun hans til að losna.
,,Því ætti ég að láta hana í friði? Ég hef allann rétt á þessu! Hún kostaði mig besta starf sem ég hef verið í! Ég er búinn að vera að leita af henni í heil 14 ár!’’ Sagði hann æstur við Matta og nálgaðist hann núna. ,,Það er kannski tími til kominn að ég kynni mig. Ég heiti Egill Pálsson, fyrrverandi lögga. Ég sá um öll morðin sem voru framin þá. Ég yfirheyrði hana Katrínu hérna.’’
Hann benti á mömmu sem starði á hann undrandi.
,,Um leið og ég sá ykkur á kránni vissi ég að það voruð þið. Og sérstaklega hann. Mig hefur langað til að hitta hann mjög lengi. Dularfulli strákurinn sem var hvergi skráður, enginn vissi hvað hét eða neitt! Þú varst algjör ráðgáta, viðurkenni það.’’ Sagði Egill og horfði græðgislega á Matta. ,,Þú hefðir átt að sjá svipinn á henni Katrínu hérna þegar ég sagði henni að hún væri ólétt!’’ Sagði hann og hló tryllingslega þega Matti tók kipp og reyndi að ná til hans. ,,Og ég sé að þú ert loksins búin að hitta dóttur þína! Hvar varstu búinn að vera? Ha? Stakkstu af? Skræfa!’’
Hann var að reyna að egna hans og það tókst. Matti var orðinn afmyndaður af reiði.
,,Það borgar sig ekki að reita mig til reiði! Trúðu mér.’’ Sagði Matti titrandi röddu.
,,Nú? Afþví þú hefur drepið? Já ég veit. Ég veit að þú drapst móttökustjórann í mótelinu og foreldra hennar!’’ Sagði hann.
,,Ég drap ekki foreldra hennar! Ég drap móttökustjórann hins vegar, hann átti það skilið! Og ég drep þig líka ef þú drullast ekki til að leysa okkur!’’ Öskraði Matti. Ég varð hrædd, hann varð svo reiður. Hann sagðist hafa drepið mann. Ég vissi að hann gat það en það var samt skelfandi að heyra hann játa það.
,,Ertu ekki að gleyma einu? Þú ert bundinn og líf þitt er í höndum mínum. Ég gæti alveg eins drepið þig núna ef mig langaði ekki til að vita hver þú ert!’’ Sagði hann og færði sig að mömmu. ,,Og þú segir mér það eða þú horfir uppá hana deyja!’’ Og núna dróg hann fram hnífinn hans Matta og lagði hann upp að hálsinum á mömmu.
,,Ekki!’’ Hrópaði ég örvæntingarfull. Egill hvessti augunum á mig.
,,Ég sé hvað þið eruð lík. Er hún kannski eins og þú? Drepur eins og henni sé borgað fyrir það!’’ Sagði hann. Ég leit undan augnaráði hans. Hann skellti upp úr. ,,Hún hefur drepið er það ekki? Er þetta ættgengt? Jæja, segðu mér nú, hver ertu?’’ Matti starði reiðilega á hann. ,,Heyrðirðu ekki hvað ég sagði? Hver ertu?’’ Öskraði hann og skar lítið sár á mömmu. Mamma kveinkaði sér. Matti titraði.
,,Þótt ég myndi segja þér það myndir þú ekki trúa því.’’ Sagði hann svo.
,,Reyndu.’’ Sagði hann og horfði fast á Matta.
,,Matti, ekki!’’ Sagði mamma og barðist um.
,,Svo þú heitir Matti? Jæja eitt skref í einu. Taktu við Matti!’’ Sagði Egill. Matti andvarpaði.
,,Ég er frá… Spáni. Ég er ólöglegur innflytjandi.’’ Sagði Matti svo.
,,Lygari! Ég sé það! Þú ert ekki venjulegur! Þú ert ekki mennskur!’’ Öskraði hann og kíldi hann í magann af afli. Matti missti andanní smá stund.
,,Djöfullinn hafi þig!’’ Sagði Matti þegar hann lokst gat andað aftur. ,,Ég sagði að það borgaði sig ekki að reita mig til reiði!’’ Og svo beit hann svo fast í vörina að blóð vætlaði út. Ég kiptist til en Matti sleikti blóðið af vörum sínum.
,,Matti!’’ Sagði mamma en of seint. Matti breyttist. Hann varð skuggalegur, vöðvarnir spenntust og augu hans urðu rauðbrún. Ég öskraði. Egill starði á hann skelfingu lostinn. Matti barðist um og lokst slitnuðu reipin með háum SNAP hljóði. Egill bakkaði þar til hann kom að veggnum. En Matti losaði fyrst mömmu og svo mig áður en hann sneri sér að honum. Ég hljóp til mömmu en hún starði á Matta.
,,Nei! Nei! Nei! Nei! Matti ekki gera þetta! Ekki aftur!’’ Kallaði hún til Matta.
,,Skiptu þér ekki af þessu!’’ Sagði hann en fleygði sér síðan á Egil og hélt honum niðri.
,,Þú vildir vita hver ég væri! Núna færðu að vita það, nema bara á mjög sársaukafullann hátt! Ég hika ekki, ég er með drápseðli! Og þú hafði rétt fyrir þér! Ég er ekki mennskur!’’ Og svo reif hann hnífinn sinn úr höndum hans og stakk honum beint í hjarta hans. Hann öskraði en hann hætti jafn snögglega og hann byrjaði. Hann var dauður. Matti andaði hratt. Ég skalf af hærðslu en mamma nálgaðist hann rólega.
,,Matti?’’ Sagði hún hikandi. Matti stóð upp og gekk á móti mömmu og tók svo utan um hana.
,,Mér þykir fyrir því.’’ Sagði hann lágt við hana og hélt fastar utan um hana.
,,Þetta er allt í lagi.’’ Sagði mamma. Ég stóð enn á sama stað og horfði á blóðið fossa úr líkinu á gólfinu. Það var eins og ég gæti ekki horft á annað. Ég fann fyrir sterkri tilfinningu sem var erfitt að ráða við. Ég gekk að líkinu gegn vilja mínum.
,,Ása! Ekki fara nær!’’ Sagði mamma og tók í öxlina á mér en ég hristi hana af mér. Matti flýtti sér að mér og reif mig í burtu. Ég rankaði við mér. Matti lét mig setjast á eitt af rúmunum.
,,Þú mátt ekki gera þetta! Þetta er freistandi, ég veit það en þú mátt ekki gera þetta.’’ Sagði hann. Augun hans voru aftur orðin venjulega brún. Ég starði á hann. Hvernig gat hann sagt þetta! Hvernig gat hann gert þetta! Hann er ógeðslegur!
,,Láttu mig vera!’’ Sagði ég svo og hrinti honum niður á gólfið. Hann horfði undrandi á mig. ,,Þú ert ekki pabbi minn, svo hættu að reyna að vera það! Þú ert ógeðslegu!’’ Sagði ég og hrækti á hann. Hann reiddist og tók í öxlina á mér.
,,Þú dirfist ekki að gera þetta! Veistu hvað ég lagði mikið á mig til að finna þig! Til að finna ykkur! Ég lá í dái í tíu ár fyrir ykkur! Ég var næstum því drepinn fyrir ykkur, og þú þakkar mér með því að hrækja á mig!’’ Sagði Matti reiðilega. Mamma horfði óttaðslegin á.
,,Þú drapst mann! Þú drapst hann með köldu blóði! Þú ert morðingi!’’ Öskraði ég á hann og reyndi að losa tak hans um hendi mína en gat það ekki.
,,Þú líka! Þú ert eins og ég, sættu þig við það! En ef þú ætlar að láta svona geturðu aldrei náð stjórn á hæfileikum þínum!’’
,,Hæfileikum? Hvaða hæfileikum? Þetta er bölvun ekki hæfileiki! Þú lítur á þetta sem hæfileika til að drepa fólk! Þetta er ógeðslegt! Þú ert ekki pabbi minn!’’ Síðustu orðin öskraði ég á hann. Matti sleppti mér en horfði vonsvikinn á mig.
,,Þú ert lík móður þinni að því leiti að þú getur ekki sætt þig við þetta. Kannski hefði verið best ef ég hefði ekki komið aftur.’’ Sagði Matti lágri röddu og gekk svo að hurðinni.
,,Matti…’’ Sagði mamma og reyndi að taka í höndina á Matta en Matti leyfði það ekki. Hann gekk beint út og lokaði hurðinni á eftir sér. Mamma starði á hurðina í smá stund en hvessti síðan augun á mig.
,,Afhverju þurftirðu að gera þetta!’’ Spurði mamma og gekk að mér.
,,Hann getur ekki verið pabbi minn!’’ Sagði ég meira við mig heldur en mömmu. Það var samt óneitanlega satt að hann væri pabbi minn. Ég dæsti og lagðist upp í rúm án þess að líta á mömmu. Ég hafði ekki tekið eftir því hvað ég var þreytt. Ég steinsofnaði.
Ég vaknaði við það að einhver hristi mig til. Ég opnaði augun og sá mömmu reyna að vekja mig.
,,Komdu, við verðum að fara.’’ Sagði hún stutt í spuna og dróg mig út í bíl þar sem Matti sat við bílstjórasætið. Við keyrðum af stað, aftur út á veginn. Við keyrðum þar til við komum að bæ. Við fórum á tjaldstæðið fyrir utan bæinn og leigðum þar sæmilega stórt tjald og settum það upp. Matti talaði hvorki við mömmu né mig. Ég var næstum farin að sjá eftir því að hafa sagt þetta. Næstum.
Við vorum á þessu tjaldstæði nokkuð lengi. Það voru liðnar tvær vikur síðan við fórum frá mótelinu og enn hafði Matti varla yrt á mig og mömmu. Mamma reyndi að tala við hann en ekkert gekk. Það var komið kvöld og Matti var að grilla svínakótelettur. Við settumst við borð þarna rétt hjá tjaldinu og borðuðum í þögn eins og vanalega.
,,Nú er nóg komið!’’ Sagði mamma reiðilega. Ég og Matti litum á hana. ,,Matti, hættu að láta svona barnalega og hunsa okkur! Þú ert varla búinn að tala í tvær vikur!’’ Sagði mamma og leit biðjandi á Matta. Matti ypti öxlum og hélt áfram að borða. ,,Og hvað með þig Ása! Segðu fyrirgefðu við hann, hann átti þetta ekki skilið! Hann er pabbi þinn í guðana bænum!’’ Sagði mamma svo og leit á mig.
,,Hann er ekki pabbi minn. Ég vill það ekki. Síðan hann kom inní líf mitt hefur allt ruglast! Hann dróg okkur út í þetta! Við hefðum ekki verið hérna, gistandi í tjaldi, lítið af peningum og ekki mikill matur, ef ekki hefði verið fyrir hann! Ef hann hefði hunskast til að láta okkur í friði værum við heima í stofu að horfa á sjónvarpið! Sérðu það ekki mamma hvað hann er að gera?’’ Sagði ég við mömmu og stóð nú upp. Matti stóð líka upp og sló mig á kinnina. Mamma tók andköf en Matti horfði reiðilega á mig. Augu min fylltust af tárum af sársauka. Ég hljóp í burt frá tjaldstæðinu, í burtu frá mömmu og Matta. Mér sveið undan staðnum sem Matti hafði slegið mig og tárin láku niður. Ég hélt áfram að hlaupa þar til ég var komin inní einhvern skóg. Ég stoppaði og leit í kringum mig. Ég vissi ekkert hvað ég var. Ég labbaði óörugg til baka en fann ekki leið út úr skóginum. Ég heyrði raddir. Þetta hlaut að vera mamma og Matti að leita að mér. Ég elti raddirnar en síðan tók ég eftir að þetta voru margar raddir, miklu fleirri en tvær. Ég sá ljós út undan mér og labbaði hægt í áttina að ljósinu. Ég faldi mig bakvið tré.
Þetta voru á að giska tíu manns, allir klæddir í skrautlegar skikkjur og með skegg, sem sátu í kringum lítinn eld og töluðust á.
,,… Meira blóð!’’ Sagði einn af mönnunum sem sat lengst frá. Það stóð maður upp og labbaði að lífvana líkama við tréin. Þetta var ungur strákur, um það bil 16 ára. Hann var meðvitundarlaus og Skolllitað hár hans var baðað svita. Það voru mörg sár á líkama hans. Maðurinn skar enn eitt sár á hann með hníf sem ég kannaðist við. Hann var nærri alveg eins og hnífurinn hans Matta, bara lengri og þykkari. Blóð vætlaði úr sárinu og maðurinn hélt könnu að því til að láta blóð í. Þegar bollinn var orðinn hálffullur fór maðurinn með það til mannsins sem sat lengst frá. Hann drakk á og titraði allur.
,,Ég skil ekki svikara! Þeir svíkja ættina sína fyrir einhverja mannveru!’’ Sagði maðurinn og hló svo allir tóku undir.
,,Hvað fannst ykkur vera mest svikin af öllum?’’ Spurði annar maður með sítt svart hár og stutt og gróskulegt skegg. Það töluðu hver upp í annan:
,,Þegar sonur frænku minnar fór!’’
,,Þegar kærastan mín yfirgaf mig fyrir mann!’’
,,Þegar sonur minn neitaði ættinni! Hann var drepinn!’’
,,Þegar sonur konungsins strauk!’’
Allir þögnuðu. Í stað glaðlegra andlita voru allir þungbúnir.
,,Ég man eftir því. Þegar blóðprinsinn hvarf. Það var hrikalegt áfall fyrir föður hans.’’ Allir samþykktu.
,,Hann fór að drepa einhverja mennska stelpu, endaði með því að hann strauk með henni!’’ Sagði einn úr hópnum.
,,Ég var einn af mönnunum sem fóru að sækja hann. Hann fékk nokkur svipuhögg. Greyið. Fyrsta skiptið er alltaf sárast. Ég vorkenndi honum.’’
,,Honum á ekki að vorkenna! Hann sveik ættina fyrir einhverja mennska druslu!’’
,,Við náðum honum þó aftur ásamt stelpunni.’’ Sagði einn þeirra og barði hnefanum á læri sér.
,,Já en manstu? Hún komst undan! Matteus greyið varð að taka refsingunni. Faðir hans vildi þó ekki drepa hann!’’ Sagði svarthærði maðurinn reiðilega. Ég tók andköf. Þeir voru að tala um Matta.
,,Faðir hans lét hann þess í stað gjalda þess með þónokkrum svipuhöggum. Greyið bakið hans var tætt eftir það.’’
,,Hann átti það skilið!’’ Hrópaði einn.
,,Hann féll i dá en þegar hann vaknaði var það eina sem hann gat hugsað um var þessi skrattans stelpa!’’
,,Sagt er að faðir hans hafi dáið útaf honum. Hann gat ekki þolað það að sjálfur blóðprinsinn, sonur hans, var svikari.’’
,,Já og greyið móðir hans var svo heimsk að láta hann lausann. Hún var alltaf svo veik fyrir sannri ást eins og hún kallaði það. Huh, það er ekki til nein sönn ást.’’
,,En þó er Títan nú yfir ættbálknum, eftir að móðir hans dó. Hann sendi leitarflokk á eftir honum, þeir hafa verið að leita hans í þrjú ár en ekkert fannst af honum.’’
,,Hann verður fundinn og drepinn! Ásamt stúlkunni ef við finnum hana.!’’ Og allir hrópuðu til samþykkis. Ég trúði því ekki sem ég hafði heyrt. Hvað var eiginlega verið að tala um! Matti er einhver blóðprins! Það er enginn blóðprins á Íslandi.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.