Hún ýtti sér í gegnum þvöguna, kýldi frá sér og sparkaði. Það var alltof heitt. Þúsund litlir tindátar þrömmuðu í hausinum hennar. Eyrun höfðu farið í verkfall. Það voru svo mikil læti. Augun brunnu og varirnar hennar voru að klofna í sundur af þurrki. Hún vissi ekki af hverju þær voru þurrar. Henni fannst hún hafa drukkið svo mikið. Alltof mikið.
Kalt loftið klóraði sig undir skinnið hennar þegar hún loksins komst út. Þetta var ekki viðursættanlegt. Henni leið illa. Hún vildi ekki hringja í mömmu.
Hún vissi ekki hvað klukkan var. Hún hafði týnt símanum sínum. Það var örugglega búið að trampa hann niður núna. Hún bara var ekki vön svona aðstæðum. Var hún algjör aumingi?
Hún var ekki einu sinni falleg. Hún hafði aldrei drukkið áður. Það átti að gera allt miklu skemmtilegra. Allt átti að vera æðislegt og hún átti að verða skemmtileg. En hún var bara ljót og aumingi og mömmu stelpa og hræðslupúki.
Nýr skóli. Nýtt líf. Nýtt allt. Núna vissi hún ekkert hvar hún átti að gera.
Það var rosalega dimmt og allt var í hálfgerri móðu. Hún sá ljósastaura gefa frá sér gul ljós, sá rauð ljós frá bílum sem fóru framhjá henni. Hún var ringluð. Allt var að gerast of hratt. Alltof hratt.
Áðan var hún í sumarfríi. Áðan þurfti hún ekki að hugsa svona mikið. Núna var hún kominn aftur í skóla. Núna þurfti hún að vera skipulögð. Núna þurfti hún að reyna að kynnast fólki, halda áhuga þeirra. Hafa fyrir samræðum.
Hlutirnir voru ekki þægilegir lengur. Vatnið var of kalt í djúpu lauginni. Alltof kalt.
Henni fannst hún vera að drukkna.
Núna stendur hún upp við gulan ljósastaur með lokuð augu. Svo þreytt.
Hvað var hún búin að koma sér í.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."