Þegar inn á klósett er komið þá fer ég að þvo á mér hendurnar á meðan hann er að pissa þannig að ég geti fylgst með honum og kannski reynt að sjá tattooið en hann er alltof langt í burtu að ég geti ekki greint hvort hann sé með eitthvað eða hvað.
Svo kemur hann til þess að þvo sér um hendurnar og þá sé ég eitthvað gamalt og litlaust merki á hendinni á honum en næ ekki að lesa úr því hvað það er.Eftir klósett ferðina förum við aftur framm og hann sest niður og pantar sér kaffi.Eftir svona ca 15 mínutur kemur annar gamall maður inn og sest hjá honum.Hvað er í gangi hugsaði ég með mér.Hvor þeirra er Schneider.Eftir dálitla stund standa þeir upp og labba út í sitthvoru laginu,ég geri bara ugla sat á kvist til þess að ákveða hvorn ég ætti að elta.Ég ákvað að elta fyrri maninn sem kom á kaffihúsið og sjá hvar hann býr.Eftir svona klukkutima rölt labbar hann inn í eitthvað hús og ég reyni að ná hurðinni áður en hún lokast en næ henni ekki þannig að ég skoða nöfnin á dyrabjöllunni og viti menn,þetta er hann Wolfgang sem býr hér og þá hlytur hinn að vera Schneider.Ég tek þá ákvörðun að fylgjast með íbúðinni hans Wolfgangs og reyni að vera viss um það að þetta væri hann en fyrst ætla ég að reyna að finna betri upplýsingar um SS og hvað þeir gerðu þar á sínum tíma.Eftir smá lestur á bókasafninu þá rekst ég á nafnið Schneider og mér verður svolítið brugðið því það er sagt að hann hafi verið foringi hjá SS og Wolfgang hafi verið undir maður hans og hafa þeir horfið árið 1946 þegar það var verið að rannsaka stríðsglæpi.En afhverju nota þeir nöfninn núna?Hvern djöfulinn er ég að koma mér í núna.Ég fer á kaffihúsið aftur og hinkra eftir þeim til þess að sjá hver hinn aðilinn er.Það líður ekki mjög langur tími þar til þeir koma aftur.Þeir spjalla eitthvað i smástund og labba svo í burtu og ég elti hinn í þetta skipti en á leiðinni þangað sem hann er að fara kemur gaurinn sem ég batt i íbúðinni hjá konunni og talar eitthvað við þann gamla.Þetta er hann Schneider hugsaði ég fyrst gaurinn var að tala við hann.Ég var buin að fá sönunn mína fyrir þessu máli þannig að ég fer aftur á hótelherbergið til þess að ná mér í smá lúr.Þegar ég vakna þá sitja gömlu mennirnir við rúmið og gaurinn stendur og miðar byssu á mig og ég segji góðan daginn við þá og stend upp til þess að ná mér i kaffi en þeir eru ekki sáttir við það og bölva eitthvað á þýsku þannig að ég sest bara rólega niður og spyr hvað ég geti gert fyrir þá og þeir röfla eitthvað á þýsku þannig að ég bið þá um að tala ensku en þeir hrista bara hausinn en gaurinn segist ætla að þyða fyrir mig.Hvað viljið þið spyr ég hann og hann spyr afhverju ég er að elta þá og hvað ég vilji.Ég spyr þá hvað þeir eru að gera með morðingja og afhverju fingraförinn hans voru í íbúð látnu konunnar.Þeir þykjast ekkert vita um málið.Eftir að við tölum saman í smá stund þá segir annar eitthvað við gaurinn og hann hlær horfir á mig og slær mig svo í hausinn þannig að ég rotast og ég ligg meðvitundalaus í allavega klukkutíma.Þegar ég ranka við mér eru þeir farnir og ég er með rosalega mikinn hausverk þannig að ég fer á kaffihúsið og fæ mér parkodín og bjór.Eftir bjórinn fer eg aftur inn á hótelherbergið og þegar þangað er komið opna ég hurðina og þar situr Wolfgang og talar þessa fínu ensku.Hvað viltu segi ég?
Við þurfum aðeins að spjall segir hann.Ok talaðu.Ástæðan fyrir veru minni í íbúðinni er sú að þetta var dóttir mín en ég vissi ekki að hún væri látinn segir hann með tárinn í augunum.Ég sýni honum myndina af henni og hann segir að þetta sé dóttir hans.Hvað er í gangi spyr ég.Hann segir að hún hafi verið að geyma skjöl fyrir sig sem er sönunn fyrir því að hann ahfi gert allt saman það sem Schneider hafi sagt honum á árunum 1944-1946 og það sé ekki honum að kenna að þessar konur hafi látið lífið eða þessir peningar hafi aldrei fundist.Þetta sé allt saman í skjölunum sem dóttir hans hafði.Svo spyr hann mig hvort ég hafi skjölinn.Nei segi ég en ég fann einhver bréfsnepill sem var með hausinn SS en það var allt saman brunnið.Þá tekur hann upp möppu og leyfir mér að fara yfir hana og segir mér að láta engann vita af þessu því annars fengi hann að drepast eins og þeir drápu gyðinga á sínum tíma og kveður mig á þýsku.
Ég sest niður með bjór og fer yfir skýrslurnar og guð sé lof að ég geti lesið þýsku hugsa ég.Þetta er rosalegt segi ég upphátt.Þeir drápu og pyntuðu um 300 konur og stálu um 15 miljónum marka.Þetta var roslaegt,í skyrslunni stóð hvaða konur þetta voru með nafni og aldri og þær voru frá 20-40 ára.Þeir rændu banka í hverfum sem stríðsárasir hefðu farið framm og þetta var allt saman falið og gerður samningur og á samningnum voru þrjú nöfn,Schneider,Wolfgang og Hemmel.Hemmel er dauður og drapst árið 1990 þannig að þeir voru bara tveir eftir.Ég læðsit heim til Wolfgangs og ætla að spyrja hann út í þetta og sé að það er allt saman slökkt þannig að ég labba inn í herbergi til hans og þar liggur hann sofandi.Ég pikka i hann og hann vaknar og spyr hvað ég er að vilja og ég segi honum að ég vilji fá að vita hvernig Hemmel dó.
Hann segir að hann hafi dáið í bílslysi.Hann segist ætla að gera mér tilboð.
Hann segist eiga um 30 miljonir marka og hann ætlar að gefa mér 25% af því ef ég drep Schneider.Ég hika og brosi til hans.En ef ég verð nappaður þá get ég nú ekki notið þeirra.Ég skal láta þig hverfa segir hann.Láta sem þú sért ekki æengur meðal okkar.Ég hef engu að tapa segi ég og brosi.Ok um leið og þú ert búin að láta mig hverfa skal ég taka málið í minar hendur.Ekkert mál segir hann og tekur niður nafn og kennitölu og segir ég hef samband við þig þegar þú ert horfinn.Það líða tveir dagar og ekkert heyrist frá honum.Svo allt í einu er bankað á hótelherbergis dyrnar og ég opna.Þá stendur hann Wolfagang fyrir framan dyrnar og segir að þetta sé allt saman tilbúið og reddir mér pakka og segir,hérna er lítil órekjanleg byssa og nýja kennitala þin og nafnið þitt Juan kallar hann mig og brosir.Hvenær fæ ég greitt segi ég við hann.
Um leið og verkið er búið segir hann.Ég vill fá fyrir framm allavega helming.Allt i lagi segir hann og lætur mig fá banka reikningsnúmer og segir að þessi banki sé í Ítaly og er á mínu nafni.Svo kveður hann.Daginn eftir hringi ég til Italy og skoða reikninginn og hann var búin að millifæra þannig að ég tek byssuna og fer að finna Schneider til þess að sjá um hann.Ég labba inn til hans og þar situr hann sofandi fyrir framan sjónvarpið.Ég tek byssuna upp og skít hann í höfuðið.Er ég er að fara heyri ég rödd fyrir aftan mig sem segir “fyrirgefðu” ég sný mér við og það er hann Wolfgang sem miðar á mig byssu og segir mér að sleppa byssunni.Ég sleppi henni og spyr hann hvað hann er að gera.Hann segist ekki tíma að skipta peningunum með mér og hann hafi þurft að fá einhvern bjána til þess að drepa Schneider.Ég hristi hausinn og grátbið hann að hætta þessu rugli.Hann segir nei og kveðu mig á þýsku og heilsar mér með hermanna sið.
Endir.
KV