***
Hann var staddur í dimmu herbergi. Maður á stærð við hann sat við skrifborð gegnt honum. Maðurinn dustaði rykið af svörtu jakkafötunum og opnaði möppu þar sem stóð: 108-B. Hann leit á sloppinn sem hann var í, þar stóð 108-B. Maðurinn hóf mál sitt: ,,Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að þú segist hafa legið í vatni. varstu í kafi eða…“ Hann reyndi að rifja upp eitthvað, en það gekk ekki. Hann ætlaði að fara að segja að hann mundi ekki neitt, en hann gat ekki stunið upp neinu orði. Hjartað í honum hætti að slá í nokkrar sekúndur. Hann var búinn að gleyma því hvernig hann átti að tala.
***
Hann leit á vatnið sem hann lá í. Hann sá göt í því. Hann teygði sig inn í eitt gatið og reif það upp. Hann brosti því nú var hann búinn að finna leið út úr vatninu sem hann var búinn að liggja í svo lengi. Hann synti inn í gatið og lokaði á eftir sér. Hann leit í kringum sig. Þar var mikið af myrkri. Hann þreifaði á myrkrinu. Hann steig eitt skref áfram, síðan tvö síðan þrjú, síðan fjögur. Hann byrjaði að hlaupa. Hann hljóp áfram, eins hratt og hann gat. Að lokum datt hann um eitthvað.
***
Maðurinn í svörtu jakkafötunum góndi á hann. ”Ertu kannski orðinn mállaus? Þú veist að málleysi er tekið alvarlega á þessari stofnun." Hann hugsaði í örvæntingu hvað hann ætti að gera. Að lokum brosti hann. Hann ætlaði að biðja manninn um blað og blýant með því að látast skrifa í loftið. Hann ætlaði að lyfta hendinni upp, en allt kom fyrir ekki. Hann gat það ekki. Hann vissi hvað hann ætlaði að gera og hvernig það var gert, en hann gat það ekki. Hjartað stoppaði í annað sinn. Maðurinn í svörtu jakkafötunum varð svipbrigðalaus. Hann tók upp hnúajárn og gekk í áttina að honum.
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður