Sjoppan
e. Kvarkfox






Gunnar: Ertu með flatkökur?

Kokkurinn: Hamra?

Gunnar: Ég ætla að fá tvær. Eina með hangikjöti og rauðkáli og hina með öllu nema tólg.

Kokkurinn: Ertu að meina þetta? Ertu með hamra?

Gunnar: 2 kók í gleri með hvítum miða og… hérna, má ég nokkuð hringja?

Kokkurinn: Hvenær byrjaði þetta? Ertu nokkuð búinn að fá stólpípu?

Siggi: Má ég fá pulsu?

Kokkurinn: Það er nú algert helvíti að vera með svona hægðavandamál, ha.

Gunnar: Láttu mig svo fá bland í poka fyrir rest og rusl.

Halldóra: Til Mexíkó? Það er geðveikt.

Siggi: Öllu nema steiktum, hráum, tómat og sinnepi. Hafðu extra remúlaði.

Kokkurinn: Ég er nú gamalreyndur stómasjúklingur, ef maður má orða það þannig, he he.

Gyða: Hann var ótrúlega sætur og sexí. Deddi var geðveikt abbó mar.

Kokkurinn: Annars er nú svoldið síðan ég losnaði við pokann.

Gunnar: Takk, bið að heilsa systur þinni.

Halldóra: Hvenær ætliði að fara? Fyrirgefðu, ég ætla að fá stóran ís með dýfu og kurli.

Siggi: Og appelsín, opnana.

Kokkurinn: Já, þú verður að láta kíkja á þetta maður, bídd´aðeins,
fröken, einn pripps og kaldann takk, og prins, pripps og prins.

Gyða: Koddu, kíkjum til Sollu.

Afgreiðslumaður: Krakkar, út með ykkur ef þið ætlið ekki að versla.

Siggi: Launamiðann, og síríuslengju.

Kokkurinn: Hvað er það mikið? 600 kall?!? Ert´eitthvað klikkuð? Djöfull er þetta dýrt. Æ, Nonni ertu þarna, æ ég er í sjoppunni, það er verið að blóðmjólka mann, 600 kall fyrir pripps og sígópakka maður, þetta er geðveiki. Hættað reykja? Ertu vitlaus?

Halldóra: Takk

Kokkurinn: Jæja, láttu mig fá´etta og gefðu mér svo rétt til baka!

Afgreiðslustelpan: Ha? Ert´að kalla mig fávita?

Kokkurinn: Það voru ekki mín orð druslan þín.

Pétur: Og six-pakk af pepsi.

Siggi: Takk, sjáumst.

Afgreiðslumaður: Hvað? Er eitthvað vesen hér?

Gunnar: Heyrðu ég held ég hafi gleymt debetkortinu mínu hérna.

Afgreiðslukona: Það gera þrettánhundruðsjötíuogfimm krónur takk fyrir.

Kokkurinn: Þessi tuðra er að þjófkenna mig.

Pétur: Hvaða læti eru í þér feiti subbukall? Hún var ekkert að þjófkenna einn né neinn. Ég heyrði alveg þetta samtal.

Afgreiðslustelpan: Buuuhuu huuuuu huuuu…


Í þeim talaða grátri heyrist hávær smellur. Viðskiptavivirnir líta allir í átt að dyrunum…


Brjálað Appelsínugult Vírskrímsli: ARRRGGHHH

Kokkurinn: Dísús kræst hvað í andsk….

Afgreiðslustelpan: Konni, ó Konni ertu kominn að bjarga mér?

Brjálað Appelsínugult Vírskrímsli: Dísaaaa Dísaaa úúúúhhhh óóóhhh

Pétur: Ha ha sjáiði kokkinn, hann er búinn að pissa í sig.


Kokkurinn var hræddur og fullur blygðunar fyrir að hafa verið svona dónalegur. Hann hafði vætt sig og grét og svitnaði.


Kokkurinn: F..f..fyrirgefðu u..ungfrú ég v..var ba..bara að ta..tala vi…v..við ..ko..ko..k..kokkinn og…

Brjálað Appelsínugult Vírskrímsli: ARRRGHHHH þeeeettaaa eeeer lééééééleeeg aaaafsööööökuuuun ARRRRRGGGGH


Í þeim töluðu orðum heyrist hár hvellur (bamm)…


Fúsi Fáránlegi: MUUUUhahahahaha, ég er kominn til að útrýma ykkur öllum.

Kokkurinn: Nema mér?

Fúsi Fáránlegi: Já Kjartan, nema þér

Kjartan Kokkur: tíhíhíhí

Afgreiðslumaðurinn: Hey, þetta er komið í algjört rugl. Fimmtíuprósentafsláttur af pulsum…

Brjálað Appelsínugult Vírskrímsli: Pyyyyyylsuuuuuuum arghhh

Gunnar: Hey, brjálaða appelsínugula vírskrímslið er að norðan!

Brjálað Appelsínugult Vírskrímsli: Daaaaalvííííík……….mammaaaaaa…….

Dísa afgreiðslustelpa: Teitur, gæti ég fengið frí?

Teitur afgreiðslumaður: Jájá, alltílagi, ef þú tekur brjálaða appelsínugula vírskrímslið með þér.

Dísa afgreiðslustelpa: Takk Teitur.

Fúsi Fáránlegi: Jæja, ég er þá farinn

Kjartan Kokkur, Gunnar, Teitur afgreiðslumaður, Pétur og gamall köttur í glugganum: Bless bless brjálaða appelsínugula vírskrímsli, Dísa afgreiðslustelpa og Fúsi Fáránlegi, bless og biðjum að heilsa.





Endir.