,,Ha, Hvað sagðirðu?’’ spurði ég dolfallinn og reyndi að stara ekki.
,,Eigið þið rjóma hérna?’’ endurtók hún glaðlegri röddu. Það birtust litlir spékoppar þegar hún hló góðlega.
,,J-já, það er í kælinum lengst frá í efstu hillu.’’ Svaraði ég og horfði á eftir henni þegar hún gekk að kælinum og teygði sig í efstu hilluna til að ná í litla fernu af rjóma og setti hann í litla handkörfu ásamt öðrum vörum.
,,Þetta er 1250 krónur,’’ sagði ég þegar ég var búinn að skanna allar vörurnar. Hún rétti mér 1500 og ég gaf henni 250 krónur tilbaka. Hendi hennar snerti mína þegar hún tók afganginn úr hendi minni og það fór firðringur um mig við að snerta mjúka húð hennar. Ég hafði greinilega orðið eitthvað skrítinn því hún brosti stríðnislega og gekk út léttstíg. Ég horfði á eftir henni hálf dasaður og heyrði ekki hvað næsti kúnni sagði. Það eina sem komst fyrir í huga mér var hún og ekkert annað.
Ég hugsaði ekki um annað en hana næstu daga og hvenær ég myndi hitta hana aftur. Í kennslustundum hlustaði ég ekki á kennarann en horfði dreyminn fram fyrir mig og ímyndaði mér að hún væri þar. Þegar ég var í vondu skapi eða í einu þunglyndiskasti þá kom það upp í huga minn að ég ætti séns í hana, hún var miklu fallegri og hafði örugglega engann áhuga á stráki sem er með nokkur göt í eyrunum, eitt í augnabrúninni og einn í tungunni, húðflúr á þrem stöðum og svart hár sem ekki var hægt að hemja. Hann var ekkert annað en venjulegur 17 ára unglingur og hún myndi aldrei vera með bara venjulegum stráki.
Ég var á kvöldvakt og klukkan var að skella í ellefu. Það var ekkert að gera svo ég kveikti mér í sígarettu og settist niður við lítinn glugga rétt við afgreiðsluborðið. Það mátti ekki reykja þarna en það var enginn þarna nema hann og ein kona sem var að skúra inn í geymslu. Ég fylgdist með bílunum aka framhjá og vegfarendum labba framhjá. Yfirleitt var það bara einhverjir krakkar í áttunda bekk og þóttust vera eldri en þeir voru með því að sparka í alla ljósastóra á leiðinni eða spreyja á ruslaföturnar. Athygli mín beindist nú að hjóli sem var að koma upp götuna. Þegar manneskjan sveiflaði sér fimlega af hjólinu og tók hjálminn af sér sá ég fyrst að þetta var stelpan, fallegasta stelpan í heiminum.
Ég flýtti mér að drepa á sígarettunni og ýfði hárið aðeins en síðan heyrði ég bjölluna klingja og stelpan stendur í hurðinni, alveg jafn glaðleg og áður og í alveg jafn litríkum fötum. Það birtust litlir spékoppar þegar hún brosti til mín. Hún tók upp miða og bað mig um að finna það sem hún læsi upp að miðanum. Ég samþykkti það og sótti þrjú súkkulaðistykki, þrjú gos og einn snakkpoka. Ég horfði á hana dreyminn á svip þegar hún lýtur niður til að finna penginana í veskinu en hún leit svo snögglega upp aftur að ég hafði ekki tima til að verða venjulegur aftur. Hún hló smitandi hlátri.
,,Þú ert dálítið krútt.’’ Sagði hún, skildi peninginn eftir á borðinu og gekk léttstíg eins og alltaf út að hjólinu á meðan ég stóð eftir gapandi yfir hrósinu.
Svona gekk þetta næstu daga. Fallega stelpan kom oft í sjoppuna til að kaupa eitthvað handa fjölskyldunni, greinilega, þar sem hún keypti alltaf mikið meira en hún gat borðað ein.
Þótt að við töluðum nánast ekkert saman þá fann ég að það voru einhver tengsl á milli okkar og það var einhvern veginn alltaf þannig að hún kom á mínum vöktum, en það voru oftast kvöldvaktir.
Einu sinni kom hún með einhverjum manni á bíl. Hún steig út úr bílnum og kom inn. Hún brosti létt til mín eins og alltaf en svo bað hún um lakkrísrúllu. Ég rétti henni það og hún borgaði og fór út. Ég fylgdist með henni setjast inn í bílinn og rétta manninum við stýrið lakkrísinn. Hann skoðaði hann en virtist svo reiður. Ég sá að hann sagði eitthvað hvössum rómi og barði hnefanum í kjálkann á henni. Hún öskraði upp yfir, tók lakkrísinn og hraðaði sér út og aftur inn í sjoppuna.
,,Þetta var röng gerð.’’ Sagði hún skjálfandi röddu og reiðin kraumaði í mér. Það var að myndast fjólublár marblettur á kjálka hennar. Ég flýtti mér að skipta um tegund og horfði á hana stíga aftur inn í bílinn til þessa hræðilega manns.
Næstu vikur virtist hún breytt, ekki eins léttstíg eða glöð. Þetta var lítið í byrjun en varð meira áberandi eftir því sem meiri tími leið. Það voru alltaf nýjir marblettir í hvert skipti sem ég sá hana. Ég varð alltaf áhyggjufyllri í hvert skipti. Hún var alveg hætt að brosa og byrjuð að nota föt í stíl við skapið, yfirleitt dökk og víð föt. Dökkbrún augu hennar urðu alltaf líflausari með hverjum deginum og glampinn sem eitt sinn hafði verið í þeim var löngu horfinn. Ég fann svo til með henni og ég reyndi oft að tala við hana en hún svaraði engu og gekk út.
Fyrir nokkrum dögum kom hún inn í sjoppuna þegar ég var á kvöldvakt, alveg niðurbrotin. Það voru svartar rákir eftir kinnum hennar en maskarinn hafði lekið ásamt tárum niður. Það var örvæntingarsvipur á andliti hennar og hún var með tárin í augunum. Sem betur fer var ekkert að gera.
,,Ég varð að forða mér, og ég vissi ekki hvert annað ég átti að fara,’’ sagði hún titrandi röddu og kom tók utan um mig. Það fór fiðringur um mig og ég faðmaði hana á móti og fann hlýjuna frá henni. Ég sendi alla mína hlýju til hennar og reyndi að koma henni í skilningum um það að ég myndi passa hana án þess að segja orð. Hún virtist skynja það og faðmaði mig fastar að sér.
Hún sagði mér hvað hafði verið í gangi á heimili hennar, að mamma hennar hafði eignast nýjann kærasta sem virtist indæll í fyrstu. Hann átti nóg af pening og það var akkúrat það sem þeim vantaði núna þannig þetta var fullkomið. Þar til hann byrjaði að berja mömmu hennar og hana sjálfa.
Þetta kvöld hafði hann komið heim, blindfullur og upstökkur. Mamma hennar hafði ekki sagt neitt en allt í einu byrjaði hann að kýla hana og þegar hún stökk á hann til að varna því þá henti hann henni í burtu og byrjaði þess í stað að kýla hana. Hún hafði síðan komist undan með því að þykjast vera rænulaus. Og þá hafði hún læðst út og komið til mín.
Ég leyfði henni að vera í sjoppunni þar til vaktin mín var búin en það var um það leiti þegar sjoppunni var lokað. Við gengum eftir gangstéttinni, hlið við hlið án þess að segja nokkuð, þar til við vorum komin að gatnamótunum.
,,Þú getur fengið að gista hjá mér ef þú vilt.’’ Sagði ég varfærnislega.
,,Ég veit ekki hvort ég ætti að gera það.’’ Sagði hún niðurdregin og leit upp götuna sína. ,,Ég held að hann sé sofnaðu er, hann endist yfirleitt ekki lengi þegar hann er fullur.’’
,,En það er hættulegt fyrir þig að fara þangað!’’ sagði ég og reyndi að fá hana til að skilja en hún neitaði.
,,Ég hef áhyggjur af mömmu minni.’’
Og þar með fór hún upp sína götu og ég upp mína. Ég gat ekki hugsað um annað en hana eins og venjulega en í þetta skipti hugsaði ég ekki eins um hana, eins og hún væri gleðigjafi heimsins. Nei, núna hugsaði ég hvort það yrði allt í lagi með hana og hvort hún myndi kannski vilja flýja með mér, frá þessum grimma heimi.
Ég lá andvaka um nóttina og fór fram úr klukkan sjö. Dagurinn leið undarlega hægt þar sem ég átti ekki að fara á vakt í sjoppunni fyrr en klukkan átta í kvöld. Ég beið óþreyjufullur eftir að tíminn liði. Loksins var komið kvöld, klukkan var sjö og ég ætlaði að fara að slökkva á sjónvarpinu en það voru bara fréttir í gangi.
,,Helst í fréttum í dag. Það var framið tvöfalt morð í miðbæ Reykjavíkur síðasta kvöld,’’ heyrði ég hann segja og ég fraus. Ég leit snöggt á sjónvarpið. Nei, það gat ekki verið! Sagði ég við sjálfan mig en fréttaþulurinn hélt miskunnarlaus áfram. ,,Nágrannar höfðu kvartað út af hávaða og hringt á lögregluna. Þegar lögreglan mætti á staðinn þurfti að brjóta upp hurðina. Þegar inn var komið sást kona á fertugsaldri liggjandi í gólfinu með stórann blóðpoll undir sig. Þegar innar var gengið fannst lík af ungri stúlku á aldrinum 16 ára. Fréttamenn náðu þessum myndum.’’
Það komu myndir á skjáinn þar sem var sýnt blóði drifi lík af konu með stutt, ljóst hár. Augu hennar voru stjörf. Svo kom önnur mynd. Mynd af fegurstu stúlku sem ég hafði nokkurn tíman séð, með stórann steikarhníf í hjartastað. Ljóst, liðaða hár hennar var litað blóði og augu hennar voru lokuð. Andlit hennar var alveg jafn frítt og alltaf nema núna var það með blóðslettur hér og þar. Ég kúgaðist og datt fram fyrir mig á gólfið og lá þar.
,,Konan hét Sigríður Gunna Ingólfsdóttir en unga stúlkan var dóttir hennar og hét Sóley Marín Traustadóttir. Ragnar Einarsson er grunaður um morðið og hver sá sem hefur upplýsingar um verustað hans er skyldugur til að gefa sig fram til lögreglu.
Og þess vegna ligg ég hér, í subbulegum litlum kofa út í skógi með stórann blóðpoll undir mér og höfuðið af Ragnari Einarssyni í hendi mér, að segja frá fallegustu stúlku sem ég hafði nokkurn timan kynnst. Að segja frá gleðigjafa heimsins, ljósinu í lífi mínu. Þess vegna ligg ég í dökkrauðum polli, blönduðum söltum tárum og heitum tilfinningum sem Sóley hafði ekki náð að taka með sér í gröfina. Sóley … fegursta stelpa sem hafði nokkurn tíman verið á lífi. En það var einmitt málið, hún var ekki á lífi.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.