… ætli mér muni vegna betur í dag en í gær ? Ef ég legg mig fram um auka 10 prósent í vinnunni , mun yfirmaðurinn hrósa mér fyrir það eða mun hann bara ganga framhjá mér eins og heldri menn ganga framhjá betlurum í stórborgum heimsins. Hvað ef ég greiði hárið á mér akkúrat í hina áttina ? Ef ég skelli kannski örlitlu geli í hárið og raka mig jafnvel … skyldi sæta stelpan í vinnunni loksins sýna mér hversu fallegt bros hún hefur .. eða myndi hún bara ganga framhjá mér og einbeita sér að regndropunum sem rigna upp í nefið á henni. Hvað ef … ?
“Fjandinn … klukkan er orðin korter í ” , drep í sígarettunni , loka glugganum og hverf inn í geispandi , gluggaskafandi og síkvartandi mannfjöldann.