2.hluti

Dagný vaknaði við að einhver var að hrista hana.
„nei mamma ég nenni ekki í skólann“ sagði Dagný og nuddaði augun
„skólann? Það er laugardagur kjáni. Það er enginn skóli“
„hvað í fjandanum viltu þá?“ öskraði hún á hana
„ ég ætlaði nú bara að segja þér að ég ætla í kringluna. Viltu koma með?“
„hvað er klukkan?“
„klukkan er tíu, ég ætla fyrst í heimsókn til Stellu og svo í kringluna, ertu memm?“sagði hún og hló.
„mamma, í fyrsta lagi þá ætla ég að sofa. Í öðru lagi þá hef ég enga löngun að fara með þér í kringluna. Í þriðja lagi þá ætla ég ekki að heimsækja óþolandi gamla kellingu sem ég hata. og í fjórða lagi þá er allir hættir að segja „ertu memm“ eftir að fokking Erikur fokking rauði dó eða eitthvað!“ öskraði hún.
„nei hefði dugað.“ Sagði hún sár.
„ þú hefur rétt fyrir þér, ég er búin að eyða alltof mörgum orðum. Bless!“
„jæja þá, þá er ég farin.“
Hún svaraði ekki heldur grúfði bara hausinn í koddann á meðan mamma hennar labbaði sár í burtu. Hún fékk smá samviskubit. Hún ákvað bara að sofna en þá byrjaði síminn hennar að titra. Hún tók hann upp.
„halló?“ svaraði hún rámri röddu
„hæ, wat‘s up?“ sagði röddin í símanum
Vá hver er svona lame að segja þetta hugsað hún, en hver í fjandanum er þetta?
„öööh… ég er fín. Hver er þetta?“
„ertu strax búinn að gleyma mér? „ spurði röddin í símanum
„ööö.. neinei“ sagði hún en hafði ekki hugmynd um hver þetta væri. Okay, þetta er strákarödd. Bjarni? Nee Óli? Varla Siggi? Gæti verið
„þetta er Mikael, kjáni“ sagði hann og hló
Djók, auðvitað. Ég gleymdi mínum eigin kærasta! Hugsaði hún og sló sjálfan sig í höfuðið, mamma og Mikael hafa rétt fyrir sér, ég er algjör kjáni
„ég vissi það alveg“
„jeje, eníveis, ætlarðu að koma og hitta mann?“ sagði hann
„hvar ertu?“
„fyrir utan húsið þitt“ um leið og hann sagði þetta heyrði hún flaut fyrir utan hún reis upp úr rúminu og kíkti út. Hann sá hana og veifaði.
„varstu sofandi?“ spurði hann og hló
„já! En ég skal hleypa þér inn eftir smá, það er enginn heima.“
Hún hljóp inn á bað og málaði sig smá. Svo opnaði hún dyrnar fyrir honum. Um leið og hún hleypti honum inn þá réðst hann á varir hennar og sleppti þeim ekki. Hún sleit sig frá þeim til að ná andanum.
„vá, æstur?“ spurði hún
„you bet“ svaraði hann og ýtti henni harkalega í rúmið
Hann lagðist hann ofan á hana og tók í hárið aftan á hnakkanum á henni og þrýsti sér upp við varirnar hennar.
„áá!“ stundi hún „þetta er vont“
„þegiðu!“ sagði hann og sló hana í hausinn. Vörin sprakk og blóðið spýttist í hvítt lakið. Hún leit á hann og sá núna fyrst að hann var í vímu. Augasteinarnir fylltu næstum út augun og hann var sveittur. Af reiði? Hugsaði hún. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera. Hann hélt fast um úliðina hennar og hélt þeim aftur þannig hún gat ekki hreyft sig.
„hvað ertu að gera?“ spurði hún en fannst það heimskulegt en það var það eina sem henni datt í hug
„var ég ekki búinn að segja þér að þegja?“ öskraði hann og kreppti hnefann og barði hana á hægri kjálkann.
Hann lagði af stað með hendina niður í buxurnar hennar og byrjaði að hneppa frá.
„hættu þessu! Plís, hættu!“ öskraði hún gjörsamlega búin að gleyma skipuninni um að þegja.
„hvað var ég búin að segja?“ frussaði hann yfir hana og tók hendina frá buxunum og kreppti hnefann, hún lokaði augunum, tilbúin að fá höggið. Svo fann hún högg og allt varð svart.


Hún rankaði við sér og greip um sárann kjálkann. Hún fann ógeðistilfinningu hellast yfir sig og hljóp inn á klósett og kastaði upp. Eina hugsunin sem komst fyrir var hvað hún var ógeðsleg. Hún kveikti á brennheitri sturtunni og stökk inn. Svo byrjaði hún að afklæðast og nudda líkamann fast, svo hún varð eldrauð. En hún hugsaði bara um hvað hún væri mikið ógeð að hún ætti þetta skilið.
Þegar hún loksins steig út úr sturtunni og teygði sig í handklæði leit hún í spegilinn. Hún sá stelpu sem var óeðlilega litrík í framan, hún var með blágult glóðurauga og með bólgna og eldrauða vör, kjálkinn var fjólublár. Hún tók hvítt handklæðið og grúfði sig í það og fann sölt og heit tárin koma. Þetta er mér að kenna, hugsaði hún, þetta er feitast mér að kenna.
„Dagný? Ertu heima?“ heyrði hún mömmu sína öskra og opna hurðina.
„sjitt!“ hvíslaði hún „ööö.. já mamma ég er hérna, en ég er í sturtu, kem eftir smá.“ Öskraði hún úr baðherberginu
„okay, en flýttu þér, ég hef smá óvænt fyrir þig“ kallaði hún á móti.
Gamla-hún hafði hoppað um spennt og ekki getað beðið eftir því óvænta, því gamla-hún var ótrúlega forvitin en nýja-hún hristi bara hausinn eins og ekkert geti komið henni á óvart lengur.
Hún saknaði gömlu.
Hún skellti hurðinni og tók upp meikið sitt og byrjaði að klessa framan í sig. Hún var komin með þykkt lag en það sást aðeins í glóðuraugað. Hún var að lýta í kringum sig til að finna eitthvað til að fela það þegar hún sá bláu gel-grímuna hennar mömmu sinnar sem hún setti upp á morgnanna þegar hún var með bólgin augu og skellti henni á sig. Og labbaði svo fram.
„hæ elskan mín“ sagði mamma hennar án þess að líta á hana heldur var öll upptekin af matarvörunum sem hún var að ganga frá. „ég keypti svolítið handa þér“ svo leit hún á hana og lyfti svo annari augnabrúninni upp „afhverju ertu með gel-grímuna mína?“
„öö.. mér fannst ég með svo bólgin augu.. hvað keyptirðu handa mér“ sagði hún og byrjaði að gramsa í pokunum frá kringlunni
„nýja levi‘s skyrtu og buxur!“ sagði hún með mestu hamingju rödd í heimi eins og hún byggist við að Dagný myndi öskra og hoppa um. Rétt eins og hún hafi gert áður með Elvu þegar hún byrjaði með Mikael. En jafnvel við hugsunina fékk hún sting í magann og jafnframt í glóðuraugað.
„æjj í alvöru mamma, takk“ sagði hún og teygði sig til að kyssa hana á kinnina.
„hvað kom fyrir vörina á þér?“ spurði hún.
Sjitt.. ég var búin að gleyma henni hugsaði Dagný, hvað í fokkanum á ég að segja?
„ömm.. ég..ég.. klessti á skápinn í morgun“
„í alvöru? Díses hvernig tókst þér það?“ spurði hún og byrjaði svo að hlæja hljóðlega svo tók hún andköf „veistu hvern ég sá í kringlunni í dag?“
„nóbb“
„ritarann hans pabba þíns! Díönu! Hún lýtur alltaf jafn vel út. En ætli hann sé búinn að segja henni upp?“
„ég hef ekki hugmynd það er heil vika síðan ég talaði við hann síðast“ svaraði Dagný
„og veistu hvað? Hún Stella spurði mig hvort að við værum að fara að skilja! Meiriháttar ósvífni í þessari kerlingu! Það er kannski rétt hjá þér að hún sé bara helvítis kerlingarskaft“
„já, en mamma, er það rétt hjá henni? Eruði nokkuð að fara að skilja?“ spurði Dagný hikandi.
Mamma hennar sleppti vörunum sem hún var að ganga frá og leit hissa á hana. Það var alveg þögn.
„æjj nei elskan mín, nei alls ekki! Við erum mjög hamingjusöm það er bara svo mikið að gera í vinnunni að hann hefur verið lítið heima undanfarið“ svaraði hún loksins.
„Það er bara svo langt síðan ég heyrði í honum“
„jú, reyndar. En við verðum að sýna stuðning, hann er ný búinn að fá þessa stöðuhækkun og því fylgir bara meiri vinna. Hann reynir sitt besta hann ætlar til dæmis að taka mig út að borða í kvöld. Á veitingahúsið sem við fórum á fyrsta deitið okkar, það verður rómantískt. En þá verður þú ein. Er það ekki í lagi?“
„jú jú, ég tek bara Elvu hingað og við leigjum mynd eða eitthvað“
Hún fór inn í herbergi og lokaði á eftir sér hurðinni. Hún fann ógeðið leggjast yfir sig þegar hún mundi hvað hafði gerst. Hún hafði næstum gleymt því. Hana langaði til að gráta en leið eins og hún ætti engin tár eftir. Hún tók sængina upp af gólfinu og lagðist með hana í rúmið. Þá fattaði hún að þetta var rúmið, þetta var rúmið sem það gerðist. Hún tók sængina og lagðist á gólfið. Hún kúrði hausinn í kalt parketið. Þá fann hún fyrir þessari fáranlegu grímu sem hún var með og reif hana af sér og henti út í horn. Hún byrjaði að þreifa á andlitinu og fann fyrir bólgnu glóðurauga og sprunginni vör, svo niður kjálkanum var gatið. Hún þyrfti að fara að vinna á mánudaginn! Hvað myndi hún gera þá? Hlaða meik-öppi á sig eða hringja sig veika? Elva vissi náttúrulega að hún væri ekki rass veik og myndi finnast það grunsamlegt. Hún ákvað að fara út að labba og hugsa sitt. Hún tók meikið sem hún var með í vasanum og byrjaði að hlaða á sig í annað sinn í dag. Það huldi ekkert rosalega en betra en ekki neitt. Svo fór hún í nýju hvítu skyrtuna og svartar,þröngar Diesel gallabuxur og svo hvítum stígvélum utan yfir. Hún vissi vel að hún væri ekki að fara neitt fínt, en henni fannst svo gaman að gera sig svona fína og henni fannst líka gott að finna að það var eitthvað eftir af gömlu-henni.
„mamma, ég ætla aðeins út, ég kíki kannski í bíó þannig ég kem kannski seint heim“ öskraði hún og beið ekki eftir svari og grunsemdum heldur skellti bara hurðinni strax. Þegar hún var komin í öruggri fjarlægð dró hún upp rauðan Marlboro pakka úr svörtu veskinu og kveikjara og kveikti sér í.
Hún bjó rétt hjá smáranum þannig hún ákvað að labba þangað. Hún hafði aldrei reykt almannafæri því það var svo mikil hætta á að hitta einhvern sem þekkti foreldra hennar og myndi kjafta. En núna var henni skítsama og hún ákvað að henni skyldi líka vera skítsama um að hann hafi gert þetta, hann væri nú kærasti hennar og ætti rétt á að fá sitt og hann hafi verið svo ruglaður í vímunni, en hún ákvað samt að núna væri hún á lausu.
Þegar hún kom að smáranum sá hún Sollu, Steina, Jón og einhverja sem hún þekkti ekki. Hún hugsaði afhverju enginn minntist á glóðurauguað, en mundi svo að hún hafi náð að hlaða nokkuð mikið á sig, hún hélt áfram að reykja og einn strákur náði í eitthvað áfengi inn í bíl sem hún tók við. Hann var stór og vöðvaður og örugglega um 17-18 ára. Fljótlega fór áfengið að klárast og þau ákváðu að fara öll á rúntinn á tvem bílum með einu strákunum sem ekki voru búnir að drekka og Óli [strákurinn sem var að höstla hana] var á nýjum camareo og passaði alveg að Dagný væri sjötgön og hún var sátt. Þau stoppuðu upp í sjoppu í grafarvoginum og löbbuðu inn. Óli setti handlegginn utan um Dagný og hún brosti til hans. Þegar þau komu inn fóru hinir krakkarnir að subway afgreiðsluborðinu en hún leit í kringum sig.

„hey, langar þér í subway?“ spurði Óli
„ha? nei nei, ég er nýbúin að borða“ laug hún en hún hafði einfaldlega enga löngun til að fá sér.
„okay, ég líka“ sagði hann og setti handlegginn aftur utan um hana og leiddi hana til eitt af borðunum.
Þegar allir krakkarnir voru sestir fóru þeir að tala um að ná sér í landa og fara í partý sem væri í Hafnarfirðinum.
„ég er game, feitast“ sagði Solla og hinir tóku undir.
„well, komum þá“ sagði Óli og var til í að vera driverinn í kvöld og drekka ekkert, þótt að krakkarnir höfðu flestir gert næstum allt af sér þá vildi eiginlega enginn sitja í bíl með fullann bílstjóra. Fólkið fór að flykkjast út í bílana og einhver setti disk í bílinn hans Óla og 50 cent streymdi í gegnum hátalaranna. Síminn hennar Dagnýjar hringdi. Hún lét hann hringja út og sendi svo mömmu sinni sms: mamma! eg er i bioi eg var buin að segja ther thad! en myndin er long og thad getur verid ad eg gisti bara hja elvu og við forum saman i vinnuna a mrg.
Seinna fékk hún til baka: okay elskan, en ef thu kemur heim þa er lykillinn undir mottunni, eg ætla með pabba thinum ut ad borda og svo gistum vid kannski a hoteli, hann er svo romo hann pabbi thinn! en skemmtu ther elskan min
„sömuleiðis“ sagði hún hljóðlega og vonaði að núna myndi samband milli mömmu hennar og pabba batna, því hún vissi vel að þau væru búin að rífast mikið undan farið.
“er allt í lagi?,, spurði Óli og tók í höndina á henni. Rétt eins og Mikael hefði gert. Við minninguna kippti hún hendinni í burtu hún sá að Óli leit sár á hana en hún neitaði að sjá það og horfði bara útum gluggann. Aftur í voru Solla og Steini orðin heit, alltof.
“hey, tjilliði þarna aftur í, ég vil ekkert brund í aftursætið mitt og ef ég finn á morgunn þá veit ég eftir hvern það er,, sagði hann og gaf þeim look í speglinum og glotti
“hey ég þori nú að veðja að það geti verið að það verði bara eftir þig sjálfann,, sagði Solla og leit á Óla og svo á Dagný og varð eitt glott
“auk þess er ég ekki með eins kinky þarfir,, sagði Steini og Solla sprakk úr hlátri. Dagný náði þessu ekki og leit spurningarlega á Óla hann leit bara skömmustulega í burtu.
“eitthvað sem þið viljið segja mér?,, spurði Dagný og leit aftur í.
“endilega,, sagði Steini og Solla fór ofan af honum og hann beygði sig fram og lækkaði í tónlistinni
“sagan er þannig að hann Óli hérna var að fá sér að ríða í partýi og hún hefur víst planað á að byrja en hann Óli okkar var svo æstur að hann brundaði bara strax og allt lenti í augunum á gellunni, henni fannst það víst vont því hún sló hann, hann datt og var of fullur til að standa upp þannig hún tók beltið hans og batt hann. Svo fór hún út og skildi greyið eftir blindfullann með buxurnar á hælunum, og hann of fullur til að gera eitthvað í því og þá ákvað folk sem var í partýinu að koma inn til að taka myndir af honum. Þetta var lekið á netið strax um nóttina,,
“ertu ekki að grínast?,, spurði Dagný og leit til skiptis á Steina og Óla
“nei því miður ekki, hann fékk samt mikið hrós fyrir myndartyppi,,
Dagný gat ekki haldið hlátrinum inn í sér og sprakk úr hlátri og þá fann hún einhvern veginn spennuna renna úr sér og hún tók aðra ákvörðuna í kvöld og hún var að hún skildi sko skemmta sér í kvöld.
Þau stigu öll út úr bílnum og horfðu á fólkið koma sem var í hinum bílnum, það virtist sem þau höfðu pikkað einhverja krakka í leiðinni því bíllinn sem var hálfur þá var orðin fullur, líka fólkið. Þau stigu saman inn í húsið og þar tvístraðist hópurinn. Óli elti samt Dagnýju áfram og kynnti henni fyrir fólkinu þarna. Það lýtur út fyrir að hann þekki alla, hugsaði hún og brosti til einhvers stráks þegar hann kynnti sig. Þegar hún loksins leit framan í hann tók hún andköf.
“nei, hæ,, sagði hún og roðnaði
“heyrðu, hitti ég þig ekki í eitthverju partýi?,, spurði hann hana
“nei, það held ég ekki,, laug hún
Strákurinn horfði á hana en hún leit undan.
“jú bíddu, þú ert gellan hans Mikaels,, sagði hann og byrjaði að hlæja “hann gaf mér alveg mega e-pillu, ekki ertu með númerið hans? Því ég vil fá meira af þessu stöffi,, sagði hann og brosti eins og þetta væri ekkert mál. Hún langaði að öskra á hann að dópa væri ógeðslegt og maður gæti léttilega dáið, eða lengt dauðann með því að festast í þessu. En henni fannst að maður væri dauður um leið og maður þyrfti að svala eitthverri fíkn. Því þá væri maður ekki sjálfstæður mikið lengur.
“ööööö.. jú.. ég er með það,, hún tók upp símann og leitaði að m-inu. En mundi svo að hann hafi skýrt sig sjálfur, hún leitaði að e-inu fyrir elskan mín. Hún þuldi upp númerið og eyddi svo númerinu í símaskránni.
Svo labbaði hún í burtu en fann að einhver dró hana inn í herbergi.
“dóparðu?!,, heyrði hún Óla segja
“ég hef gert það einu sinni, bara einu sinni, ég sver það,, sagði hún og skammaðist sín niður í tær
“veistu, bróðir minn dó úr dópi, mamma mín seldi sig á yngri árum fyrir þetta. Ég veit ekkert um pabba minn því hann var bara einn af viðskiptamönnum mömmu. Þetta er ekkert djók.,,
“guð minn góður,, sagði Dagný og tók fyrir munninn á sér.
“já, en sá gaur hefur lítið hjálpað manni. Ég hef alltaf þurft að sjá um mig sjálfur. Ég er sá eini í fjölskyldunni sem dópa ekki og ég er í skóla og er alveg ágætlega staddur í lífinu, ég er ekki að láta vorkenna mér, ég er bara benda þér á að þetta er alvarlegt mál,, þrumaði hann yfir hana. Hún leit skömmustulega á gólfið hann labbaði til hennar og tók í hendurnar á henni. Mikið blíðlegri beygði hann sig niður til að kyssa hana, hún tók á móti kossinum.

Þegar þau ákváðu að fara úr herberginu komu þau að partýi í hámarki. Þau ákváðu að taka þátt og tóku á móti áfenginu sem var í boði. Óli fór að spjalla við gaura sem hann þekkti en Dagný leit í kringum sig. Hún kinkaði kolli til ljóshærða stráksins sem hún sá áður. Þá sá hún að hann var að benda á hana, hún leit á strákinn sem sá ljóshærði var að tala við. Það var Mikael. Og hann var að koma til hennar, ekki brosandi.
“hvað ert þú að gera hér?,, spurði hann þegar hann var kominn upp að henni.
Sjitt.
“skemmta mér, ég kom með Sollu,, sagði hún og var skíthrædd um hvað hann myndi segja
“Sollu? Ég þekki enga Sollu og ég sé hana ekki hér. Heldur bara einhvern ljótan fávita sem heldur utan um þig,, sagði hann og hún sá að reiðin jókst hjá honum. Hún losaði sig undan handleggi Óla.
“hann? Hann er bara vinur minn Mikael, trúðu mér,,
“já, í alvöru? Eins gott, en hann verður meðvitundarlaus vinur bráðlega,, sagði Mikael og kreppti hnefann.
Dagnýju leið eins og allt væri að gerast hægt, Mikael var með hnefann á lofti en Óli sneri baki í hann og vissi ekki neitt. Hún yrði að gera eitthvað!
Hún stökk á hnefann á Mikael.
“hvað ertu að gera tíkin þín?,, öskraði hann á hana og henti henni af sér beint á Óla. Hann sneri sér við og sá Mikael með hnefann á lofti í annað sinn. Hann beygði sig undan högginu sem hefði verið þungt.
„gaur! Hvað ertu að pæla?,,
„kenna þér að höstla ekki annara manna kærustur“
„kærustur? Ég sé hvergi gelluna þína“ sagði Óli og lyfti upp augnabrúninni og leit í kringum sig, augnaráðið stoppaði á Dagnýju.
„ertu á föstu?“ spurði hann hana
„nei!“ svaraði hún og sneri sér svo að Mikael „Mikael, þetta er búið, ég get ekki fyrirgefið þér fyrir þetta sem gerðist í dag“
„um hvað ertu að tala druslan þín?“ spurði hann reiður
Allt partýið stoppaði, allir horfðu á börðu kærustuna og aðal dópsalann í partýinu rífast.
„Þú hlýtur að vita það, nema að þú gleymir öllu þegar þú ert í vímu“ hún var byrjuð að öskra, hún var bálreið út í hann fyrir það sem gerðist um morgunninn. Hún var löngu búin að gleyma því hvað hann gat gert, það eina sem hún hugsaði um að hann fengi ekki að snúa Óla á móti henni.
„ég gerði þér ekki rass. En ég myndi passa mig á að segja ekki neitt svo að ég þurfti að gera þér eitthvað“ sagði hann og leit hvasst á hana. Hún varð allt í einu skíthrædd og leit í kringum sig í leit að hjálp. Allir í partýinu voru að horfa á þau, en enginn sagði eða gerði neitt. Hún hafði aldrei fundist hún jafn ein. Þá sá hún allt í einu að Óli kreppti hnefanna og sló Mikael beint í andlitið. Mikael féll aftur fyrir sig og Óli gerði sig tilbúinn fyrir að gefa honum annað högg en aðrir strákar stukku á handleggina á honum og héldu honum niðri.
„þetta ætti að kenna þér að hóta ekki stelpum aumingi þinn“ öskraði hann á Mikael.
Mikael ætlaði að standa upp og var tilbúinn í slag. En aðrir skárust í leikinn og héldu honum niðri líka niðri.
Dagný leit í kringum sig og hvernig “skemmtilega“ kvöldið hennar hafi komið út. Óli leisti sig frá strákunum og tók í handlegginn á Dagnýju og dró hana burt.
„komum okkur, löggan kemur örugglega bráðlega hvort sem er“ sagði hann
„Dagný!“ heyrði hún Mikael öskra „við erum ennþá saman, og framhjáhaldið þitt verður ekki ósærður lengi“
Hún skalf þegar hann leiddi hana í bílinn, skellti eftir á henni hurðinni og settist svo sín megin. Þau brunuðu burt frá partýinu og Dagný fannst hún ekki geta verið Óla þakklátari.
„takk“ sagði hún en lagði ekki að líta í augun á honum
„ég hef heyrt um þennan Mikael, og ég gæti komið með heila ræðu um hann, en ég stytti þetta: hann er stórhættulegur félagsskapur.“
„ég held að ég sé farin að fatta það“
„eins gott“ sagði hann „að hanga með honum er ekkert djók, ég veit að vinur bróðir míns sem ég kannast aðeins við verslaði hjá honum en fór svo að selja fyrir hann, fljótlega fór hann að skulda þessum Mikael því hann tók í nös meira en hann seldi. Hann er núna í hjólastól.“
Hún vissi ekkert hvað hún ætti að segja. Hún gæti svo sem trúað Mikael fyrir þessu. Hún glápti niður í gólfið. Sama hversu asnalegt það var þá gat hún bara alls ekki horft í fallegu augun hans.
„jæja, en hættum að tala um svona leiðinlegt, hvert villtu fara?“ það var aðeins léttara yfir röddinni hans.
„ég held að ég fari bara heim. Ég þarf að fara að vinna á morgun klukkan níu“
„en það er sunnudagur þá, ennþá helgi, hvar ertu að vinna þar sem þú þarft að vinna um helgar?“
„ég vinn í Snjóvídjó með Elvu vinkonu minni. Við fáum bara dagatal í byrjun hvers mánaðar og krossum fyrir hvern dag sem maður vill vinna“
„okay, hvar býrðu?“
„kópavogi, ég bendi þér leiðina.“