Hann tók utan um mittið hennar og dró hana nær sér.
„sko! ég er meira rómó en þú!“ sagði hann og brosti stríðnislega
„okay, þetta er rómó, og vel gert á börðdeijinu okkar“ sagði hún og brosti „en ég get líka verið rómó“
„nú? Ekki man ég eftir að þú hafir gert eitthvað rómó fyrir mig“ sagði hann og hló lágt
„jú víst! Bíddu“ sagði hún og losaði sig úr fanginu á honum og fór í vasann sinn og dró upp nammipoka „viltu nammi?“ sagði hún alvarleg „ segðu svo að ég gefi þér aldrei neitt“ Hann hló og fékk sér nammi og svo kysstust þau djúpum kossi. Allt í einu sleppti hann henni, fór á hnéin og dró upp skartgripabox.
„ég veit að þetta er klisja, en svona er þetta gert í uppáhalds rómantísku myndinni þinni“ sagði hann og brosti „þar sem við erum svolldið ung þá legg ég ekki lengra en að biðja þig um að trúlofast mér“ hann roðnaði smá. Hún stóð með gapandi munninn. Hann varð ennþá vandræðalegri.
„viltu það?“
„vil ég það?!“ sagði hún hátt „JÁ!“ Hann reis á fætur og hún tók utan um hálsinn á honum.
Þau voru búin að vera saman í tvö ár og hefðu aldrei verið ástfangnari. Á tveggja ára afmælisdeginum þeirra tók hann hana á hól þar sem þau hittust fyrst. Þá var hún að klára sjöunda og hann að klára tíunda. Hann þorði varla að tala við hana útaf mannorðinu hennar, þetta var alltof mikill vandræðagemsi fyrir hann. En hún þurfti náttúrulega að opna munninn. Hann gat ekki verið fegnari að hún hafi gert það. Annars hefðu þau líklega labbað í sitthvora áttina og aldrei talað saman. En þau töluðu stanslaust saman í fjóra tíma. Hún var óvenju þroskuð miðað við aldur og Lárus kolféll fyrir henni. Hún fékk tvo spékoppa þegar hún brosti, með smá freknur á nefinu, með dimmblá augu. Þetta vissi hann og mun meira á fyrsta klukkutímanum sem þau spjölluðu saman. Hann komst að því að hún átti mömmu á geðsjúkrahúsi og pabbi hann gerði ekki annað en að vinna. Hún var einkabarn og sá um sig sjálf. Hún var í dópinu, þetta vissi hann áður en hann talaði við hana. Allir vissu hver Klara í sjöunda var. Hún reið Bödda fyrir kók. Hún tottaði Tryggva fyrir E. Þetta vissu allir. En hann vildi ekki hugsa um það. Hann vildi bara njóta líðandi stundar. Með Klöru. Sjálfur var hann algjör engill. Hann hafði riðið einni gellu, möggu, eftir að þau voru búin að vera saman í sex mánuði, byrjaði að drekka í lok tíunda bekks, hafði aldrei snert neitt sem flokkast undir dóp og þótt hann segði sjálfur frá þá var hann óvenju saklaus. Og honum fannst það allt í lagi. Eftir viku voru þau byrjuð saman. Eftir tvær var hún komin á Stuðla, eftir mánuð kom hún út og í tvö ár hafði hún ekki snert dóp. Þau nutu þess að vera saman og ætluðu sér að eyða lífinu þannig. Ekkert gat stíað þeim í sundur.
Lárus tók upp símann og hringdi í Klöru.
„hey, Sölvi ætlar að hafa partý, eigum við ekki að fara?“
„neeei, ég var eiginlega búin að lofa að passa fyrir Ingu systir Krístinu, hún ætlar sjálf að fara að heimsækja hana í klikkhúsið“ var sagt á hinum endanum á línunni. Klara kallaði mömmu sína aldrei mömmu. Fyrir henni var þetta Kristín sem klikkaðist og er núna þar sem hún getur fengið þá aðstoð sem hún þarfnast.
„já okay, er þér ekki sama þótt að ég kíki?“
„jújú, skelltu þér þangað. „ sagði hún „þarft ekki að biðja um leyfi“ sagði hún og hló
„já okay, þá er ég farinn þangað“ sagði hann „elska þig“
„elska þig líka“
Hann lagði á og byrjaði að labba til Sölva. Þegar hann kom sá hann Tryggva, strák sem Klara þekkti vel þegar hún var í þessu. Tryggvi var aldrei sáttur með að Lárus hafði tekið hana úr ruglinu. Og satt að segja var Lárus skíthræddur við Tryggva. Tryggvi tók skyndilega eftir Lárusi og labbaði til hans.
„neeei, bleeessaður maður“ sagði hann „ hérna, fáðu þér vodka og kók“
Hugsunarlaust tók Lárus við glasinu og skellti í sig.
„minn maður!“ sagði Tryggvi og labbaði burt. Lárus sá að Magga var þarna og labbaði til hennar að spjalla. Eftir 10 mínútur fór hann að verða óvenju skrítinn. Honum fannst hann svo orkumikill og kátur. Hey þetta er nokkuð gaman, hugsaði hann. Magga varð skyndilega ógeðslega sæt. Brjóstin hennar hafa stækkað, hugsaði Lárus. Hann kleip í eitt brjóstið á henni og skyndilega var hann byrjaður að slefa upp í hana. Hvað er ég að gera? Hugsaði hann, en gat eitthvern veginn ekki hætt. Allt í einu hennti hann Möggu upp í rúm. Hvaðan kom þetta rúm? Hugsaði hann en stökk svo á hana. Þetta hafði augljóslega tekið meira tíma en hann hélt að koma Möggu inni í herbergi því allt í einu reif eitthver í hurðina og það var Klara.
„ertu ekki að fokking grínast í mér?!“ öskraði hún, tár streymdu niður kinnarnar hennar. Henni leið eins og magga væri að glotta. Lárus virtist ringlaður og leit á möggu og aftur á Klöru, aftur á möggu og svo endanlega á Klöru. Hún var allt í einu svo blörrý, hann pírði augun.
„blöööööööööööööööööööööööööööööööööööööörr“ náði hann að frussa út úr sér og Magga byrjaði að hlæja. Allt í einu var eins og hann hafi kveikt á perunni.
„klaaara! Ég varr ekkii að gerrra nett“ sagði hann eins skýrt og hann gat. Hann labbaði til hennar og reyndi að taka utan um hana. Hún tók með báðum höndum um hausinn á honum og horfði vel á hann. Hann brosti aulalega.
„þú ert á E“ sagði hún kuldalega „ ég trúi ekki að þú hafir gert þetta eftir að hafa séð hvað ég gekk í gegnum“ hún strunsaði úr herberginu með tárin lekandi niður kinnarnar. „þetta er búið! Láttu aldrei sjá þig aftur“ öskraði hún aftur fyrir sig. Tryggvi kom á móti henni og tók utan um hana og leiddi hana út.
„ha?!“ sagði Lárus „E? Eins og í elín?“ hann hló kjánalega „eeen, klaraaa“ aftur kviknaði á perunni „err eg áá eee pilluu?“ sagði hann ringlaður „eeen ég skil ekkkkki, ég tókk enga e“ sagði hann og leit á Möggu
„nei, tryggvi sá um það allt“ sagði hún rólega og brosti.
„En Tryggvvvi er meeð Klööru núna“ Hann byrjaði að hlaupa, hlaupa á eftir Klöru. Þetta gat ekki verið búið, hugsaði hann. Þau voru trúlofuð núna. Þau ætluðu að gifta sig eitthver tímann. Hann varð að hafa Klöru, hann elskaði Klöru. Hann gat ekki verið án hennar. Fyrir utan sá hann gulan bíl með lyklana í skránni hann stökk inn í hann og keyrði af stað.
Á meðan var Tryggvi að skutla Klöru heim. Hann talaði stanslaust um gömlu góðu dagana þar til talið barst að Lárusi.
„hann er fáviti“ sagði Tryggvi „ég vissi það alltaf, ég sá það bara á stráknum“
„hver gaf honum E?“ sagði hún án þess að líta á Tryggva
„ha?“ sagði hann og reyndi að hugsa eitthvern. Shit, hann var eini dílerinn í partýinu „æjih, eitthver nýr gaur“
„það varst þú, er það ekki?“ sagði hún og leit á hann. Hann leit strax undan og á veginn.
„ég vildi bara sanna það fyrir þér að hann væri fíbbl“ sagði hann.
„hleyptu mér út!“
„ég vissi ekki að þetta myndi fara svona illa í hann“ sgaði Tryggvi
„ég ætla út Tryggvi!“ sagði Klara. Tryggvi hægði á ferðinni og stoppaði við vegarkannt. Hún fór út og skellti hurðinni. Hún settist á gangstéttarbrúnina og byrjaði að hágráta. Þetta er svo sárt, þetta er allt svo sárt, hugsaði hún. Tryggvi skrúfaði niður rúðuna.
„komdu aftur inn, ég skal skutla þér heim“
„drullaðu þér í burtu eða ég sendi Hödda á þig“ sagði hún kuldalega. Hann var ekki lengi í burtu. Hún hafði elskað Lárus. Hún skildi ekki hvernig þetta gæti verið svona sárt. Afhverju gerði hann þetta! Hún heyrði varla í sínum eigin hugsunum fyrir ekkasogunum.
Allt í einu kom gulur bíll æðandi á allt of miklum hraða. Hann rásaði á veginum. Klara öskraði.
Það heyrðist skellur og allt varð hljótt.