Hún titraði vegna bassans í bílnum. Þau voru í roadtrip. Hann gaf í, hún horfði á stikurnar þjóta hjá. Þetta minnti hana á þegar hún var lítil og var í ferðalagi með mömmu sinni og pabba. Þá var hún vön að telja stikunar. Hún setti puttann á kaldann gluggann og þegar stikurnar þutu framhjá taldi hún, einn.. tveir… þrír.. fjórir.. fimm… Djöfull saknaði hún þess að vera lítil. Þá var ekkert svona flókið. Þá var hún bara sátt að fá að éta, borða, sofa og leika sér. En núna var það helvítis dópið og vinirnir, ósætti hennar og mömmu sinnar. Allt að. Meira að segja þetta roadtrip hafði sína galla. Hún hefði þurft að strjúka að heiman til að komast, en þetta var nú verslunarmannahelgin. Og þau myndu örugglega enda á Akureyri sem var mesta djammið. Maður gat einfaldlega ekki misst af því!
Hún heyrði að Valdi slökkti á græjunum og stillti á fréttirnar. Milli brást illa við.
„what the fuck?“ sagði hann eins reiður og hann gat þegar hann var svona slow.
„mig langar að heyra hvort það sé auglýst eftir littlu smápíkunni hérna.“ Sagði hann og hló. Hún var oft kölluð smápíkan þegar hún var með þessu liði. Enda það miklu eldra en hún.
Fréttirnar snerust um stríð út í heimi, bílslys, verslunarmannahelgina. Svo kom það sem þau biðu eftir.
Tinna Rós Haraldsdóttir hefur horfið frá heimili sínu á Tjarnargötu fimm. Hún er fjórtán ára og um það bil einn og sextíu og fimm á hæð með dökkbrúnt hár. Hún er í bláum gallabuxum, bleikum bol og svartri,renndri hettupeysu. Hún sást síðast í silfruðum subaru á leið út úr bænum. Ef þið sjáið hana vinsamlegast hafið samband við lögreglu í því nágrenni sem þið eruð í.
„what?!“ sagði Valdi reiður „þeir vita í hvernig bíl þú ert í“
„andskotinn“ sagði milli sljór.
„æjj, strákar þetta er allt í lagi“ sagði hún og rétti þeim pípuna „ klárum þetta og förum til akureyrar að djamma!“ Strákarnir tóku djúpann smók hver og hölluðu sér svo aftur. Pípan gekk svo aftur aftur í og Tinna tók djúpann smók. Hún hallaði sér aftur og fór að hugsa um foreldrana sína. Þeir voru ágætir. Þegar þeir voru sofandi. Þeir voru einfaldlega svo paronojd! Alltaf að hugsa hvar hún væri, með hverjum, að gera hvað. En þeir hugsuðu aldrei að hún vildi hafa gaman! Vildi lifa lífinu! Vera unglingur!
Hún vissi að mamma hennar vissi hverskonar félagskap hún væri komin í. Tinna mundi eftir rifrildi sem snerist um það. Mamma hennar hefði eitthvað verið að rugla um Milla, sem er nýkominn af hrauninu í þriðja skiptið fyrir líkamsárás. Hún vildi ekki leyfa henni að umgangast hann.
„leyfðu mér að lifa smá!“ öskraði Tinna með tárin í augunum
„ef þú hengur með svona félagsskap áttu ekki eftir að lifa lengi“ sagði mamma hennar ísköld með tárin lekandi niður kinnarnar.
Tinna setti puttann á ískaldann gluggann og byrjaði að telja stikunar sem virtust þjóta með ljóshraða framhjá. Einn.. tveir.. þrír.. fjórir.. fimm. Taldi hún upphátt. Hún heyrði að krakkarnir voru að hlægja að henni, segja að hún hefði ekki gott af því að reykja meira. Henni var sama. Hún hélt áfram að telja. Aðeins of ringluð til að sjá trukkinn sem kom á móti þeim.
Næsta dag. Á laugardag verslunarmannahelgarinnar kom þessi frétt í hádegisfréttunum:
Fimm unglingar létust þegar þau óku á vitlausum vegarhelming og urðu fyrir vörubíl. Vörubílstjórinn lést líka og skilur eftir sig tvær dætur og eiginkonu. Verið er að rannsaka hvort unglingarnir voru undir áhrifum. Tinna Rós, sem hefur verið saknað síðan á miðvikudaginn var í bílnum. Þar að auki voru
Magnús Jónsson, sonur auðjöfursins Jóns Péturssons. Magney Sól Guðmundsdóttir, Fanney Kristinnsdóttir og Valdi Björnsson. Fréttastofan sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda.