Það var alltaf eitthvað sem stuðaði Sigga á morgnanna ef hann sofnaði við Sigurrós kvöldið áður, eða kannski var það sú staðreynd að hann fékk sér bjór yfir leiknum. Ísland gegn Norður-Írlandi, Ísland tapaði og Eiður var upptekinn með Barcelona, ekki mikið sem kom á óvart þann daginn.
Siggi var tvítugur, nýútskrifaður frá Verzló og á leið í Háskóla Íslands næsta haust að nema heimsspeki, hann ákvað að fá sér vinnu á bifreiðarverkstæði yfir sumarið. Honum fannst eitthvað svo gefandi við að vinna á verkstæði, gaf honum einhverja reynslu sem hann var viss um að hann fengi ekki í gegnum skóla.
Veðrið var ágætt þennan föstudagsmorgun, “Guði sé lof að það sé föstudagur” hugsaði Siggi um leið og hann sneri 360 tannburstanum sínum við og strauk andfýluna af tungunni. Þeir félagarnir höfðu ákveðið að þar sem það væri nú sumar, þá ættu þeir að skella sér í útilegu yfir helgina, planið var að fara á Þingvelli, tjalda þar og taka nóg af áfengi með sér og sleppa sér í náttúrunni. Eitthvað svo yndislega íslenskt við þessa helgi fannst Sigga. Hann var farinn að hlakka verulega til og þakkaði Guði fyrir að það sé bara unnið til hálf fjögur á föstudögum.
“Blessaður, bara mættur?” Sagði Maggi, yfirmaðurinn hans þegar hann labbaði inn á hann í kaffistofunni og fékk sér kaffibolla. Sigga fannst þetta fyndið þar sem Maggi væri duglegur í að mæta fimm til tíu mínutum seinna en átta, þó hann væri eigandinn. Eða kannski afþví að hann var eigandinn. Biggi og Raggi voru meira að segja strax byrjaðir að fikta í bílum dagsins. Siggi ákvað að bíða því hann kom minnst nálægt því að gera við bíla, enda reynslulaus alveg við það svo hann nýttist best sem sendillstík. Hann átti að sjá til þess að redda varahlutum sem vantaði yfir daginn, honum fannst það fínt, vera alltaf á ferðinni og versla allann daginn, auk þess þá var helvíti sæt stelpan í Stillingu sem hann var byrjaður að tala við um veðrið og fótboltann. Félagarnir höfðu meira að segja manað hann í að bjóða henni með í útileguna, “en bara ef hún á nóg af flottum vinkonum.” Hafði þá Eyvi sagt.
“Hey, Siggi. Held það sé best að þú byrjir á Stillingu. Raggi þarf stýrisenda í drusluna.” Sagði Maggi.
Versta við annars ágæta starfið sem hann var í, fannst Sigga að þurfa að keyra þessa helvítis Trafic druslu. “Frakkar eiga ekki að búa til bíla.” Hugsaði hann þegar hann lagði fyrir utan Stillingu.
“Blessaður, sástu leikinn í gær?” Sagði Eygló þegar Siggi labbaði inn.
“Já, djöfulls drasll. Hvað er að Eið? Er hann of merkilegur fyrir landsliðið?
“Haha, hann er nefnilega að standa sig svo vel hjá Börsum að þjálfarinn vill ekki missa hann frá æfingu.” Sagði Eygló. Hún var dökkhærð með sítt hár og ótrúlega falleg brún augu, dáldið minni en Siggi en ekkert sem var ekki hægt að laga með háhæluðum skóm eða einfaldlega tylla sér á tærnar.
“Hvað segir þú annars? Eitthvað djamm á þér yfir helgina?” Spurði Siggi.
“Ég veit það ekki, frænka mín er að koma í heimsókn utan af landi og ég ætla að plata vinkonu mina með mér í að sýna henna hvernig borgarbúar djamma. Annars ekkert sérstakt plan, en hjá þér?”
“Útilega, ætlum að hella okkur fulla á Þingvöllum svona eins og eina helgi. Eina vandamálið er að við erum bara þrír félagarnir, þurfum helst að fá einhverjar sætar stelpur með.” Sagði Siggi og brosti lúmskulega að Eygló. “Áhugi að taka frænku þína í útilegu yfir helgina?”
Eygló roðnaði smá, en hélt samt vel andliti. “Já, veistu kannski maður skelli sér bara með. Þið eruð ekkert vondir strákar er það nokkuð?” Sagði hún og hló.
“Nei alls ekki, eða ég er mjög prúður, við verðum hvorteðer blindfullir svo þið ættuð alveg að getað lamið okkur í klessu.”
Umferðin á Vesturlandsvegi var nánast eingöngu í átt að Mosó þegar klukkan var farin að ganga fjögur. Siggi ákvað að drífa sig upp á verkstæði með þennan helvítis vatnskassa og drífa sig heim, varla að það þurfi á fleirum hlutum að halda svona seint. Siggi henti kassanum í Ragga, spurði Magga hvort hann mætti ekki fara. “Ha, jú allt í lagi. Góða helgi bara.” Stimplaði sig svo út og keyrði suður í Hafnarfjörð til að pakka niður og vera tilbúinn þegar Eyvi og Steini kæmu.
“Heyrðu skottið er fullt svo þú verður að hafa draslið þitt afturí hjá þér.” Sagði Eyvi þegar Siggi labbaði að bílnum hans með farangurinn sinn í annarri og opinn bjór í hinni. “Þrír kassar af bjór og þrír lítrar af vodka ættu að duga, er það ekki?” Spurði hann svo.
“Djöfull eru þið klikkaðir, við klárum þetta ekkert.” Sagði Siggi.
“Þá er bara að vona að þessar stelpur kunni að drekka maður.” Sagði Steini og hló. “Vita þær alveg hvar þetta er?” Spurði hann.
“Já eða það vona ég, Eygló er líka með númerið mitt svo þetta reddast.”
“Fjöllin hafa vakað í þúsund ár.” Söng Bubbi Morthens um leið og Ford druslan brunaði Þingvallaleiðina. Þeir voru búnir að spyrjast fyrir daginn áður hvar þeir mættu tjalda og þeim var bent á laut rétt við veginn sem væri ætluð tjöldum. “Næs. Virðumst ætla að fá að vera í friði hérna” Sagði Eyvi þegar þeir lögðu bílnum. Tjaldstæðið var autt, en það voru aðrar svipaðar lautir meðfram veginum þar sem aðrið höfðu nýtt sér til gistingar. Þegar strákarnir voru nýbúnir að tjalda sínu tjaldið, eða það er að segja Siggi og Steini, Eyvi hafði ákveðið að koma með sitt eigið litla kúlutjald. “Svo maður fái að vera í friði með kellingunum.” Hafði hann sagt.
Þá lagði við hliðina á Fordinum, eldgömul Bjalla og úr henna stigu stelpurnar.
Þær voru allar mjög huggulegar, þó Siggi hafði augun hvað mest á Eygló.
“Það var loksins, ég var orðinn hræddur um að ég mundi ekki þurfa þessa smokka.” Sagði Eyvi skemmtilega hátt við strákana þegar stelpurnar löbbuðu að þeim.
“Það eru naumast fyrstu kynnin sem maður fær af þér maður.” Sagði Eygló, enn jafn örugg og í öll þessi skipti sem Siggi fór í Stillingu. Eins og ekkert gæti slegið hana af laginu.
“Þetta er Rán og þetta er Sóley.” Sagði hún og allir kynntu sig og Strákarnir buðust til að henda upp tjaldinu þeirra.
“Fáið ykkur bara bjór á meðan og slakið á, við karlmennirnir sjáum um þetta.” Sagði Eyvi.
Siggi þoldi stundum ekki hvað Eyvi gat verið öruggur með sig. Honum fannst hann meira segja sjá hrifningu úr augunum á öllum stelpunum, þar á meðal Eygló. Það gerði Sigga alltaf svo óöruggann, því minnimáttarkenndin gagnvart Eyva var svo mikil.
Þegar líða tók á kvöldið og vörðurinn var búinn að koma þrisvar til að segja þeim að hafa hljótt þá voru Rán og Steini komin saman inní tjald sem skildi Sóley, Eygló, Sigga og Eyva ein eftir við varðveldinn að spjalla saman.
“Hvað í andskotanum skiptir það máli þó Ronaldo fari, við tökum þetta samt á næsta ári.” Sagði Eyvi æstur, en hann og Eygló höfðu verið að ræða um hugsanlega brottför Ronaldo frá Manchester United fyrir næsta leiktímabil. Þau voru bæði Manchester menn og Siggi var fúll yfir að halda með Liverpool því honum fannst hann ekki geta verið með í umræðunni. Sóley var frekar fúl líka og hellti í sig bjór.
“Hafið þið farið í “Ég hef aldrei?”” Sagði Eygló svo allt í einu.
“Ertu að tala um að að maður á að segja eitthvað sem maður hefur aldrei gert og sá í hópnum sem hefur gert það þarf að standa upp og taka sopa?” Spurði Siggi.
“Já, förum í það.” Sagði Eygló.
“Úff, ég get þá alveg eins byrjað að þamba núna, það er svo mikið sem ég hef gert.” Sagði Eyvi og hló.
Eygló hló líka, Sigga fannst það ekki fyndið og Sóley virtist ekki mega við því að hafa gert eitthvað því einum sopanum meira og hún mundi steindeyja.
“Okay, ég byrja.” Sagði Eygló. Hún hugsaði sig vel um, hvíslaði einhverju að Sóley og glotti, sagði svo: “Ég hef aldrei gert það í bíl.”
Siggi, Sóley og Eyvi þurftu öll að taka sopa. Eftir sopann hljóp Sóley í runnana og ældi.
“Ég er farinn að sofa.” Sagði hún svo. “Og hættið að fokkings hlæja!”
Siggi rölti aðeins frá til að fá sér að pissa. “Djöfull þoli ég ekki Eyva, hann veit að ég er búinn að vera að pæla í Eygló.” Hugsaði hann á meðan hann vökvaði nýgróðursettu tréin í brekkunni.
Þegar hann sneri til baka þá voru Eygló og Eyvi komin saman inn í tjald. Hann fann sting í maganum og leið mjög illa við að standa eins og illa gerður hlutur þarna á miðju tjaldstæðinu. Aleinn.
Hann skrölti inn í tjald til Sóleyar, “Vakandi?” Spurði hann.
“Nei. Drullaðu þér út maður.”
“Æj kommon, leyfðu mér að fokkings sofa hérna.” Sagði hann svo.
“Nei farðu.”
Siggi þrýsti með lófanum og lokaði fyrir munnin á Sóley. “Segðu mér að fokkings fara núna.” Hugsaði hann um leið og hann útskýrði fyrir Sóley að það þýddi ekkert fyrir hana að berjast um. Hann væri miklu sterkari.