Klósettið mitt

Það var ósköp venjulegur dagur þegar að ég vaknaði einn mánudagsmorguninn seint í apríl. Þessi yndislegi angi af hreinsiefninu í klósettinu læddist hljóðlega á tám upp að nefinu mínu. Ég rétti úr mér, skellti mér í buxur gekk að ilminum eins og dáleiddur væri. Hlammaði mér síðan ofan á setuna, teygði vel úr mér og opnaði augun í fyrsta skiptið á nýjum degi. Ég fann þessa dásamlegu tilfinningu flæða líkamann, heimurinn fylltist af lit og ég sveif í skýjunum og telfdi atskák við páfann. Svo stóð ég upp físléttur eins og ég hafi lést um 15 kíló, sturtaði svo niður og fyllti hendurnar af bónussápu. Svo kraup ég niður á hné og kyssti klósettið mitt þrisvar sinnum. Nú fyrst var ég vaknaður, ég rölti fram í eldhús og smurði mér eina brauðsneið með eggjum, pítusósu, skinku, osti, gúrkum og tómötum. Ég vafði þessu vel saman og tróð þvi inn í örbylgjuofninn og lét þetta mallast saman í 2 mínútur. Að borða er eitt af tveimur áhugamálum mínum, hitt er að brúka klósettið. Ég hef lengi barist fyrir því að fá hægðarlosun innleidda sem ólympíugrein. En þrátt fyrir allan þann fjölda af bréfum og dagblaðagreinum sem ég hef skrifað á heimsins öllum tungumálum er hægðarlosun ekki enn orðin viðurkennd keppnisgrein. Ég gleypti morgunmatinn minn í átta bitum, svolgraði í mig einn bleksvörtu kaffi og masaði mig áleiðis niður í skólann. Enn sem komið var hafði ekkert gengið út frá rútínunni.
Fyrsti tíminn minn var eðlisfræði, kennarinn gargaði yfir bekkinn um gildisrafeindir og tengigetu. En ég hafði enga orku í að fylgjast með, það eina sem ég gat hugsað um var klósettið mitt. Klósettið mitt var framleitt í ?Göteborgs toalett fabrik? og þess vegna tók ég einu sinnu upp á því að skíra það einfaldlega Gauta. Gauti er gamall, hann var víst í húsinu þegar að mamma og pabbi keyptu það fyrir 24 árum og hann hefur alltaf verið til staðar fyrir mig á erfiðum stundum. Gauti er farinn að gulna núna á eldri árum og er byrjaður að taka upp á því að stífla sig ansi oft en þrátt fyrir það þá mun ég ávalt elska hann. Klukkan hringdi, það voru komnar frímínútur.
Í frímó keypti ég mér að borða, tvær brauðsneiðar með skinku og osti og þrjú smámál. Það var ekki það að ég hafi verið neitt óstjórnanlega svangur heldur langaði mig bara að njóta þess virkilega að koma heim til Gauta karlsins. Næsti tími var íslenska. Karlinn var að blaðra um setningarfræði og las upp nokkur ljóð. Ég lagðist á borðið og hugsaði um hvað öskrin í honum væru lík hljóðinu í Gauta þegar maður sturtar niður. Hægt og rólega byrjaði ég að sjá fyrir mér klósettið vera að masa um íslensku og hljóðfræði. Setan opnaðist og lokaðist alveg eins og það væri að tala. Allt í einu komu augu út úr bakinu á Gauta og á hann óx heljarmikið kartöflunef alveg eins og íslensku kennarinn var með. Í einni svipan var ég staddur í gríðarlegur sal fullan af fólki og lengst uppi á sviðinu stóð Gauti og var að halda ræðu um mikilvægi klósetta í menntun barna og unglinga. Og svo í einu augnráði var ég kominn upp á sviðið, Gauti starði fast á mig eins og að hann væri að reyna að dáleiða mig og sagði: ?- Og hvað hefur þú að segja um það vinurinn??. Ég gat ekketrt talað og þá byrjaði klósettið að pikka í mig. Á endanum var Gauti búinn að gleypa á mér aðra hendina. Þá vaknaði ég og sá íslensku kennarann standa yfir mér. Hann sagði að tíminn væri búinn og bað mig vinsæmlegast að drulla mér út.
Ég drattaðist með erfiðleikum út og horfði á klukkuna: 11.10, fjórir timar eftir þangað til að ég get komist heim á klósettið. Einn pylsusnúður í frímínútum svo stærðfræði. Timinn gekk tiltölulega auðveldlega fyrir sig án svefns eða nokkura annarra stóra viðburði. Mér tókst með erfiðleikum að reikna hálfa blaðsíðu í fyrri tímanum enn sá seinni fór í stórum dráttum í myndavinnslu á klósettum af mismunandi tegundum.
12.40 frímínútur. Einn tími eftir, þýska. Ég fer að finna fyrir löngun í að fara á klósettið og kíki inn í karlaklósett skólans og var nærri því búinn að æla. Þessi viðvanings verk áttu ekki skilið að bera sama merki og Gauti, hvað þá sama rassinn. En samt sem áður fór þrýstingurinn að magnast og eitthvað varð að gera í því. Að losa hægðir í skólanum kom auðvitað ekki til greina það voru aðeins tveir úrkostir sem komu til greina, að hlaupa heim eða halda þessu í sér í þýsku. Heim eða þýska. Það var ekki erfitt val, ég hljóp í skóna og þaut heim haldandi um afturendann. Ég var kominn upp að hurðinni, missi lykklana, tek þá aftur upp, opna hurðina, skelli henni, hleyp upp stigan, inn á klósetti, hjartaáfall! Verstu martraðir mínar hafa ræst, Gauti er horfinn. Ég hleyp fram, finn ekkert fyrir þrýstingnum lengur. Þegar ég er kominn fram sé pabba kampakátann dragandi nýtt klósett upp tröpurnar. Ég sé hann hreyfa varirnar, hann er að reyna að segja eitthvað en ég heyri ekki neitt, allt hverfur í móðu og hnén fara að gefa eftir, ég hníg níður á gólfið, allt er orðið svart. Hægt og rólega byrja ég að að fá sjónina aftur. Pabbi krýpur á hnjám yfir mér og reynir að segja eitthvað. Ég er ekkert að hlusta, horfi bara á nýja klósettið. Það er með nýjum hátæknilegum sturtutakka sem þarf bara að ýta niður, setan var heil án límbanda og bakið alveg gljáandi hvítt. Mér tókst með erfiðleikum að spyrja pabba hvað hefði orðið um Gauta. Hann sagðist hafa hennt honum vegna þess hve gamall og ílla farinn hann hafi verið. Móðan byrjaði að færast aftur fyrir augun. Ég hljóp út gargandi eins og geðfirtur væri.
Ég var kominn niður í Mjóddina enn á harða spretti. Þá fann ég aftur fyrir þrýstingnum og lagði sem snarast leið mína inn í strætóstöðina. Ég hljóp inn á salernið og var vel fagnað af mengri hland og ælublandaðri áfengislykt. Klósettið leit alveg eins og það sem pabbi var nýbúin að kaupa en ég varð að láta mig hafa það. Mér bauð við því en ég settist ógeðfelldur á setuna og léttist hægt og rólega. Ég sá líf mitt með Gauta líða hratt framhjá í bestu stuttmynd sem ég hef séð. Ég fylltist tárum og vonleysiskennd. Eftir að hafa staðið upp og þvegið hendurnar var ég kominn fram og heyrði þá í símanum. Það var pabbi, hann hafði þá víst verið að hringja, oft meira að segja, án þess að ég hafi tekið nokkuð eftir því.
- ?Hvar er Gauti?? Öskraði ég í tólið. ?Hvað hefurðu gert við hann??
- ?Gauti ? Hver er Gauti?? spurði pabbi með hræðslu og iðrunarfullum tón í röddinni.
- ?Gauti, klósetti, hvað hefurðu gert við hann?? gargaði ég í bannsett tækið.
- ?Ég fór með það á sporpu en?? Meira heyrði ég ekki. Síminn var eftir en sjálfur þeysti ég
og fætur toguðu í átt að sorp. Ég efast það mjög að ég hafi nokkru sinni áður hlaupið svona langt eða svona hratt. Á methraða hafði ég lagt þessa 5 kílómetra sem eru á milli sorpu og mjóddarinnar að baki. En þegar komið var þangað var allt lokað og læst. Girðingarnar báru við himinn og mér leið eins og að ég væri að fara að brjótast inn í fangelsi. Eftir að hafa hlaupið nokkra hringi í kringum lóðina sá ég loksins besta vin minn aftur. Eins og konungur í hásæti sínu lengst uppi á hæstu ruslahrúgunni stóð Gauti. Ég klökknaði og kleif þessa gríðarlegu girðingu í einum grænum og skokkaði upp allt sorpfjallið til míns ástkæra Gauta. Ég þreifaði á velkunnugu einangrunarlímbandinu á setunni. Sturtu pinninn titraði dálitið þegar ég lyfti honum upp og storknuðu svitaperlurna á bakinu voru ennþá til staðar. Ég kraup á kné og faðmaði Gauta og kyssti hann. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég hefði verið þarna lengi en það var tekið að rökkva þegar ég loksins áttaði mig á því að ég yrði að koma greyinu heim. Þá var málið auðvitað að koma honum yfir girðinguna. Að halda á honum kom augljóslega ekki til greina og ekki hefði það gengið að brjóstast nein staðar út. Að grafa göng tæki of langan tíma og ég var ekki nógu góður verkfræðingur til þess að geta hannað krana úr áldollum og gömlum dagblöðum. Svo að aðeins ein leið virtist vera fær við þessar aðstæður, að binda hann á bakið á mér. Ef það er eitthvað sem er gott Sorpu þegar maður er læstur þar inni og þarf að koma klósetti þaðan út er að það er alltaf til nóg af reipi. Eftir margar misheppnaðar tilraunir og þó nokkrar hengingar tókst mér að festa hann aftan á mig eins og bakpoka. Að skröltast með níðþungt klósett á bakinu niður fjall úr alls kyns viðbjóðslegu rusli og árásagjörnum rottum er ekki það léttasta sem ég hef gert. En það er sá hlutur sem ég seinna í lífinu er ánægðastur með. Svo var hin virkilega þrautraun eftir, að klifra upp girðinguna. Vírarnir skárust inn í hendina, bakið á mér krumpaðist eins og harmóníkka og fæturnir gátu varla hreyft sig. En á endanum hafði þrautseigan vinninginn og yfir fór ég. Svo var bara eftir að ganga 5 kílómetra í gegnum tvö hverfi með gamalt klósett í fanginu. En hversu erfitt sem það virðist vera var það dans á rósum miðað við allt það sem ég sem ég hafði þurft að ganga í gegnum þennan dag. Ekki einu sinni hlátur fólksins sem ég mætti á götunni og svipbrigði bílstjóranna sem keyrðu framhjá gátu stolið sólskínsbrosi mínu, ég var kominn með Gauta aftur. Ég sparkaði útidyrahurðinni inn og arkaði glæsilegur upp stigan með Gauta í fanginu inn á klósettið. Mamma og pabbi höfðu beðið inni í eldhúsi áhyggjufull eftir mér. Þau réðust á mig og byrjuðu að skamma mig en allt skoppaði jafnlétt af mér aftur. Ég vandaði mig vel við að festa alla bolta og skrúfur af ytrustu vandvirkni og tengdi Gauta aftur í samband. Rölti svo hægt og rólega með tvo gargandi foreldra í eftirdragi inn í eldhús. Þar fékk ég mér bakaðar baunir, vöflur með jarðarberja sultu og rjóma og tvö spæld egg. Svo gleypti ég tvær skeiðar af laxerolíu, snéri mér að pabba og mömmu, sem voru nú aðeins að róast niður, og sagði:
- ?Afsakið en ég ætla aðeins að skreppa á klósettið!?



ekki dæma þetta of harkalega þetta er fyrsta smásagan mín