Þau settu á sig vettlingana til að hlífa sig fyrir kuldanum. Mamma þeirra sagði alltaf þegar þau voru lítil að maður ætti að klæða sig vel áður en maður fór út til að fá ekki kvef. Hún sagði líka að maður mætti aldrei ljúga. En hún fann ekki þörf til að fylgja því sjálf. Einu sinni sagðist hún vera að fara í sund en það var bara ein í nágrenninu sem hún fór alltaf í. Systkinin ákváðu að fara á eftir henni. En þá sáu þá að hún beygði ekki í átt til sundlaugarinnar. Heldur að spítalanum. Um kvöldið komust þau að því að hún væri með krabbamein. Stórt. Mikið. Dreift út um allt. Læknanir sögðu að það væru litlar líkur að hún myndi lifa. En hún sagðist ætla að veðja á þessar litlu líkur og hvatti vini og ættingja til að gera það sama. Þau máttu ekki tala um veikindin, ekki einu sinni þegar hún fékk hóstakast og endaði með blóðuga lófa. Ekki einu sinni síðustu andartökin á sjúkrarúminu. Umkrind fjölskyldu sinni fór hún. Úlfur var reiður út í hana ennþá. Honum fannst rangt af henni að yfirgefa sig svona. Hann hafði ekki einu sinni grátið. En Rán hafði grátið. Úr sér augun. Enda var hún allt öðruvísi en Úlfur. Hann var dökkur og grófur, með stór bein og stór. En Rán var lítil og fínleg, með ljósa húð en dökkt hár. Bæði voru þau með dökk og stór augu. Eins og mamma þeirra. Pabbi þeirra hafði ekki látið sjá sig síðan mamma þeirra dó, hann lokaði sig inn í herbergi. Þau voru hjá ömmu sinni. Mamma þeirra og pabbi hefðu kynnst á bar. Hún var að vinna þar en hann var þreyttur eftir dag í byggingarvinnunni sem hann vann í þá. Þau tóku strax eftir hvor öðru. Og strax þá urðu Rán og Úlfur til. Í vínkjallara. Mamma þeirra hafði alltaf hlegið að minningunni, pabbi þeirra vandræðalegur. En mamma þeirra kunni ekki að vera vandræðaleg. Þetta sagði amma líka um hana
„Hún Álfdís mín kann ekki að vera vandræðaleg, hún er svo óskammfeilin“ Þá hló mamma þeirra.
Rán grét á leiðinni í bílnum. Hún hallaði sér eftir hönd Úlfar. Hann tók í hana, traustur eins og klettur. En augu hans voru jafn þurr og Sahara. Hann tók samt utan um hana, þungur og brún, og leyfði henni að gráta í kjöltunni á sér. Hann horfði út um gluggann, snjórinn minnti hann á jólasnjóbrettakeppnina sem hann hafði keppt í um síðustu jól. Hann lenti illa og fótbrotnaði, á mörgum stöðum. Mamma hans kom með í sjúkrabílinn og hélt í höndina á honum á meðan hann engdist til. Hún fór alveg upp að eyranu á honum og hvíslaði: „svona Úlfur, þú mátt gráta.“ Hann náði þá að stynja upp úr sér: „ nei mamma, ef ég græt sýni ég veikleika, sem þýðir að verkurinn hafi sigrað“ Hann leit undan og beit saman varirnar svo illa að þær urðu blóðugar. Hún grét aldrei þegar hún var veik.
Þau keyrðu í innkeyrsluna að kirkjunni. Messan var falleg. Úlfur bjóst ekki við því að Rán hafi heyrt orð af messunni. Hún grét og mikið og réði bara í gráðið. Hlustaði ekki á orð. En Úlfur gerði það, þungur á brún, hlustaði hann á hvert orð. Það sem presturinn sagði, það sem vinir og vandamenn sögðu um mömmu hans, allt. En hann man ekki neitt. Hann man bara eftir því að hafa staðið á grafarbrúninni og horft á mömmu sína hverfa í jörðina. Hann leit til hliðar og sá pabba sinn koma, í fyrsta sinn í tvær vikur sá hann pabba sinn. Hann kom við hliðina á honum og tók um axlirnar á Úlfi. Presturinn henti vígðri mold á kistuna. Rán byrjaði að gráta. Hékk utan í Úlfi og grúfði sig utan í úlpuna. Hann leit á pabba sinn og sá að tárin runnu niður kinnarnar á honum og duttu á jörðina. Gjöf til mömmu hans.
Eitthvað brast í Úlfi. Hann byrjaði að hágráta. Rán tók fastar utan um hann. Hann grunaði að hún vissi að þetta myndi gerast. Svona tvíburainnsæi. Þarna voru þau öll þrjú. Og hágrétu. Úlfur man ekki meira.