Stjörnuryk og Alkemistinn.
,,Stjörnuryk,” sagði Alkemistinn, sem hafði setið hljóður við skrifborðið sitt inni í stofu síðustu tvær stundir er kominn fram í eldhús, og hallar sér upp að dyrakarminum.
Ég hafði verið að vaska upp með hugann við eitthvað allt annað og krossbrá. Ég beit í tunguna á mér til að skrækja ekki, en sagði bara:
,,Ha?”
,,Stjörnuryk, Marcia. Við erum gerð úr stjörnuryki.” Svarar hann mér þolinmóður.
,,Ég er ekki allveg viss um að ég skilji þig,” segi ég óþolinmóð. Ég hef unnið fyrir Alkemistann síðustu fimm mánuðina (ég er húshjálpin hans) og ég á enn erfitt með að skilja hann.
,,Ég meina það sem ég segi,” svarar Alkemistinn. ,,Við erum gerð úr stjörnuryki.”
Ég hallaði undir flatt eins og páfagaukur.
,,Og hvað er stjörnuryk, sem mér leifist að spyrja,” sagði ég yfirlætislega.
,,Sérfræðingar segja að líf hefði ekki hafist á jörðinni án tilheyrandi loftsteina.
Upp af þeim þróuðust örverur sem á endanum þróuðust yfir í heiminn eins og hann er núna.”
Ég kinka kolli og læst skilja meira ein ég raunverulega geri.
,,Ég skil,” segi ég.
,,Nei, það gerirðu ekki,” segir Alkemistinn. ,,Ekki allt og ekki ennþá.
Ungmenni halda svo oft að mannkynið viti allt sem hægt er að vita; að það sé ekkert eftir að uppgötva. Enn í rauninni veit maður meira þegar maður fæðst heldur enn þegar maður deyr.”
Ég gaf honum hornauga og fnæsti. ,,Hvað ættir þú að vita, þú getur ekki verið mikið eldri en tuttugu og fimm, með andlit eins og þetta! Ekki mikið eldri enn ég!”
Alkemistinn hló lágt.
,,Hvað er svona fyndið?” Spurið ég pirruð.
,,Marcia, heldurðu virkilega að ég sé svo ungur? Hugsaðu þig um, ég er búinn að búa hérna síðan áður enn afi þinn fæddist.”
Ég reiknaði í huganum. ,,Heilagur..! Þá hlíturðu að vera að minnsta kosti sjötíu!! Hvað ertu eiginlega gamall!?”
Alkemistinn varð skyndilega mjög hugsi á svipinn. ,,Hversu gamall..?” Muldraði hann, um leið og hann fór að telja á fingrum sér.
,,Veistu það ekki!”
Alkemistinn tók af sér gleraugun og fór að pússa þau á skyrtuhorninu sínu.
,,Allaveganna, eins og stjörnurnar, Marcia. Þegar við horfum á þær erum við í rauninni að horfa á fortíðina.”
Ég hrukka ennið, það er næstum orðinn partur af vinnunni að hlusta á Alkemistann og skilja ekki orð af því sem hann segir.
,,Hvernig þá?”
,,Ef þú horfir á stjörnu sem er í tuttugu og sex ljósára fjarlægð, s.s. þann tíma sem tekur ljósið að komast þaðan, gæti sú stjarna verið brunnin út fyrir löngu en samt sjáum við ljósið frá henni; við erum að horfa á fortíðina.”
Ég skrúfaði fyrir vatnið og hallaði mér upp að eldhúsbekknum.
,,Ég er ekki viss um að ég skilji þig.”
,,Segjum svo,” byrjar Alkemistinn. ,,Að þú stæðir á stjörnu sem væri sextíu ljósár í burtu, og gætir einfaldlega dregið fram sjónauka sem drægi alla leiðina hingað, þá sæirðu jörðina ein og hún var þá, en gætirðu smellt fingrum og komist beint hingað, værirðu bara í nútíðinni.”
Ég ranghvolfi augunum í mér. ,,Aha…”
Alkemistinn lætur sem hann heyri ekki í mér.
,,Eins og tildæmis, þá er mjög líklegt að það muni snjóa í kvöld.”
Ég fór að hlæja. ,,Núna fórstu yfir línuna, það er búin að ver hitabylgja síðan í júlí, og ágúst er hálfnaður!”
,,Það mun samt snjóa í kvöld,” segir Alkemistinn, og nú hljómar hann hálfpartinn eins og lítill krakki sem veit nákvæmlega hvað á að gerast og er ekki undirbúinn fyrir það að þola neitt annað.
,,Okei, ég veðja mánaðarkaupinu mínu upp á að það snjóar ekki í kvöld,” sagði ég, bæði hálf pirruð og sigri hrósandi.
Alkemistinn yppti öxlum.
,,Allt í lagi, þín jarðarför.”
Ég leit á klukkuna, hún var hálf tíu.
,,Ég er búin með húsverkin,” sagði ég, og gekk út úr eldhúsinu inn í forstofuna, greip jakkann minn af snaga og opnaði útidyrnar.
Alkemistinn birtist í forstofugættinni.
,,Við sjáumst á morgun. Ekki gleyma peningunum.”
Ég fnæsti bara:
,,Sjáumst,” og gekk út.
Þegar ég var komin út á götu tók ég eftir því að það var óvenjulega kalt úti. Ég stansaði og leit upp, en hélt svo áfram. Himininn var á gráhvítur á litinn, og allt í einu lenti eitthvað kalt á nefinu á mér. Mér brá svo að ég datt næstum því, og það er ekki fyndið!
Ég stansaði aftur og leit upp. Það var farið að snjóa.
Í heila mínútu stóð ég bara gapandi eins og fífl, en svo náði ég meðvitund aftur.
Heilhveiti! Núna skuldaði ég Alkemistanum allt heila andskotans mánaðarkaupið mitt!
Enn á meðann ég bölvaði eins og vel vanur sjóari hugsaði ég samt með mér, að kannski væri Alkemistinn ekki svo klikkaður eftir allt saman.
Já, aha… Og einn daginn munu svín fljúga.
—–
Ég var einhverntímann í eyðu í stærðfræði þegar ég fann upp á þessarri sögu. Vona að ykkur þykji hún ekki sem verst.