Þessi spurning er stór, en hún kemur þessari sögu ekkert við. Þessi saga fjallar um Tuma, ósköp venjulegan 7 (og hálfs!!) ára patta.
Tumi á sér leyndarmál, leyndarmálið hans hefur reyndar ekki öll svörin í heiminum.. en hann hvíslaði því að mér eitt sinn að það væri mjög stórt.
Ég veit ekki enn hvað leyndarmál hans hefur að geyma.. en hann lofaði mér því að einn daginn myndi hann segja mér frá því, og eftir þeim degi bíð ég spennt.
Það var víst í sambandi við móður hans, að mér skyldist. Móðir hans er frábær kona, ég gæti ekki ímyndað mér betri vinkonu en hana, þó svo að hún eigi sína galla..
Nr. 1: hún hefur gaman af því að sprengja litlar tómar mjólkurfernur í háhæluðum skóm.
Nr. 2: hún dýrkar hrossaflugur.
Nr. 3 hún elskar að ganga berfætt í mosa.
Nr. 4 hún hefur fordóma gagnvart þjónustufólki með nafnspjöld.
Nr. 5 hún á sér uppáhalds lit…. purpurasægulgrænann!!!!
Nr. 6 hún hlær bókstaflega eins og belja…
Nr. 7 hún fær jólasveinaskegg þegar hún drekkur mjólk.
Nr. 8 hún nagar táneglurnar.. á almannafæri.
Nr. 9 hún hefur ofsahræðslu við karlmenn með yfirvaraskegg.
Nr. 10 hún heldur að gatan sé kappakstursbraut fyrir ellilífeyrisþega.
Ég kalla þetta boðorðin tíu. Þrátt fyrir að Guð hafi búið til boðorðin þá tók það aldrei kærleikann í burtu og Gunnhildur er alveg blómstrandi í kærleika, þrátt fyrir steinarkirnar tvær.
Ég man það eitt sinn þegar Tumi fór með mömmu sinni í fyrsta skipti til hárskerans, Gunna vildi endilega að ég kæmi með, hún sagði að Tumi og ég hefðum einhver sérstök tengsl og þannig átti ég að geta róað hann niður á meðan ókunnugi karlinn renndi hnífsblaði í gegnum dauða próteinið sem skreið út úr hausnum á honum.
Á þessum tíma þá var Tumi frekar ungur og þessi tengsl voru ekki sterkari en sykurmolarnir í vasanum mínum frá kaffihúsinu. Auðvitað vissi Gunna ekkert af þessum molum.. enda hefði hún bilast ef hún vissi hvað ormurinn væri að éta mikinn molasykur. Það var bara ágætt að segja að við hefðum sterk tengsl ég og Tumi, maður þarf ekkert alltaf að flækja hlutina að óþarfa.
Jæja, þarna vorum við stödd hjá hárskeranum, tvær ungar dömur og grenjandi glókollur.. tengslin okkar Tuma földu sig á bakvið gamalt séð og heyrt blað á meðan ég nagaði neglurnar og Tumi orgaði í „aftökustólnum“. Ég veit ekki með Gunnu en satt að segja þá held ég að henni hafi vaxið tár í auga við að sjá greyið snáðann neyddan út í svona vitleysu, hvað varð um klassísku skál-á-hausinn-klippinguna??
Þetta hefði samt ekki verið alslæm reynsla ef ekki hefði verið fyrir það að karlgreyið sem átti að klippa Tuma var með þessa myndarlegu mottu! Ég held satt að segja að Gunna hafi haldið að maðurinn ætlaði að klippa hausinn af barninu, þarna stóð hún öll spennt og viðbúin að kíla manninn og grípa barnið! Já hún Gunna, hún er yndisleg kona.
Þetta endaði nú allt saman ágætlega, Tumi þakkaði herramannslega fyrir nýja útlitið og skeindi sér duglega í svuntuna sem lá enn yfir honum, aldrei á ævinni hef ég séð jafn mikinn hor út úr svona litlu nefi.
Hugsanlega kemur framhald að ævintýrum okkar Gunnu og Tuma, það kemur í ljós.
Ég vil benda á að þetta er skáldsaga og á sér enga heimild í raunverulegu lífi.
SDÓ