Ég vaknaði skyndilega en þó illa við það að norðanvindurinn
harði barði mig í ennið og hleypti verk frá blóðhlaupnum
augunum upp í höfuðið þar sem hann stöðvaði og hvíldi sig
og kvaldi mig við djúpa gjá sem bersýnilega var nú staðreynd
á líkama mínum.

Mál og menning. Ég lá þar, við mál og menningu. Hláturinn
leyndi sér ekki í Satanískum bláma hugsunar minnar. Þrátt
fyrir óreglulegan og stopulan feril sem einhver eða eitthvað þá
var ég nú þrátt fyrir allt menningarlega sinnaður, ég gæfist
aldrei upp fyrir neinu nema máli og menningu.
Ung stelpuskjáta strauk mér um axlirnar og talaði blíðlega til
mín. Ég þefaði bara og fór strax að hugsa um hvort ég
kæmist ekki einhvern veginn í píkuna á henni. Hún spurði
mig hvort ég gæti staðið upp. Ég fór að skellihlæja og sagði
henna að flest það sem í mínu valdi væri hefði staðið upp um
leið og hún birtist skynfærum mínum. Restin, eða fæturnir
væru einungis aukaatriði eins og nú stæði á.

Eftir að hafa staðið upp þá sá ég að ég þekkti þessa stelpu.
Meira að segja hafði ég einu sinni bleytt varir hennar með
söltu munnvatni mínu. Hún var ennþá þessi stelpa, ég hins
vegar var þannig útbúinn um þessar mundir að hugsun mín
var eiginlega götóttari og skítugri en jakkafötin sem ég mundi
ekki hvar ég hafði fengið eða hvort ég ætti þau í raun.
Hún spurði mig hvað væri eiginlega í gangi í lífi mínu. Það
var þá sem að hamingjan steig mér til höfuðs því ég mundi
eftir því að hafa stolið þúsundkrónum af leiðinlega öldruðum
manni kvöldið, eða einhvert kvöldið áður.
Ég teygði mig í þúsundkallin og spurði dömuna hvort það
mætti ekki bjóða henni upp á einn bjór í tilefni þess að það liti
allt út fyrir að dagur íslenskrar tungu og menningar hefði hitt
mig líkt og elding í höfuðið.
Hún fölnaði og það mátti glöggt greina vott af tregafullum
viðbjóði í snoppufríðu andliti hennar. Máttur minnar
gáskafullu illsku og hæðni gerði mér það kleift að hlæja að
henni og segja henni að hún hefði nú lítið breyst og það liti allt
út fyrir að hún væri ennþá sami kjáninn og hún var þegar ég
var í þann mund að fá snípinn á henni til þess að segja
dirrindíí hérna í gamla daga.
Þetta reyndist rétt því hún þáði boðið, þó líklega til þess að
sjá til þess að ég kæmist undir þak því ég var alblóðugur á
höfðinu og í hárinu, sem var frosið, hafði myndast stór
storknaður blóðkökkull sem hafði greinilega þurft að víkja úr
höfði mínum fyrir þeim stórfenglegu hugmyndum sem ég
hafði haft kvöldið áður um hvernig lífinu í borginni skyldi
stjórnað af mér.
Þegar við komum inn á barinn þá bauð ég henni bjór
fékk mér einn , drakk hann, og bað hana síðan að bjóða mér
upp á vodka því mér yrði svo kalt af því að horfa á hana svo
föla á svipinn. Hún tjáði mér að henni þætti það sorglegt
hvernig ástatt væri hjá mér því hún vissi að ég gæti svo margt
annað. Ég hlustaði á hana og brosti og sagði henni að ég
væri nú kominn örlítið inn á aðra braut. Hún sagði með
góðlátlegri Móðir Teresu röddu að það mætti nu öllu ofgera.
Þá fékk ég skyndilega hugmynd. Ég tók tóma bjórglasið og
smallaði því í andlitinu á henni og sparkaði því næst í klofið á
henni og sagði henni að enn einu sinni hefði hún rétt fyrir sér.

Lögreglan, ljósin, skýrslurnar, skömminn, bömmerinn, sektin,
samviskan, fangelsisvistin, mannorðstómið, vondi maturinn,
hárlosið, ellin.
Ég var laus en á ný. Ég var laus . Laus við allt sem var létt og
þétt að mér var allt sem var rétt og þungt , vont og erfitt.
Einhver ungur og vel greindur sálfræðingur hafði sagt mér að
ég hefði gáfur til þess að bera að geta einhvern tíman sætt
mig við fortíðina, bætt um betur, gert upp málin við umheiminn
og þann sem einhvern veginn stóð fyrir þessu öllu saman.

Ég brosti því ég hafði alltaf haft gaman af einhverju erfiðu og
leiðinlegu. En áður en þetta myndi allt saman byrja þá vantaði
eitthvað brilljant og það lét ekki á sér standa að ég fékk
brilljant hugmynd. Einn stóran og kaldan bjór á meðan ég
færi yfir stöðu mála. Ef ég væri indjáni þá myndi ég vilja heita
Stór Bjór.

Fjórtán árum seinna, eða fyrir svona umþaðbil tveimur
mínútum þá mátti sjá líkamlega hlutan af því sem gerði mig
að dýri, hvatahlaupara, klesstan á vegg í ódýru leiguhúsnæði
rétt hjá rándýrri haglabyssu, sem ég var ekki búinn að borga
fyrir.
Núna ætla ég að finna mér annað líf .

Það verður mitt næsta fórnarlamb.