Ég fann sögu sem ég skrifaði fyrir einu og hálfu ári.
Ég veit það eru stafsetningarvillur and all, verðið bara að þú'st lifa með því. Það eru allavega tveir kaflar sem eru skrifaðir nú þegar og voru skrifaðir fyrir þessu eina og hálfa ári. Sé til hvort ég semji meira eða hafi þetta tveggjabútasögu.
1. Kafli
Það var kaldur vetrardagur.
Jessica gekk niður stíginn sem hún hafði svo oft gengið niður áður.
Hún var klædd síðri, svartri kápu og brúnum stígvélum.
Hún hélt á nýkeyptum rósavendi, rauðar rósirnar virtust jafnvel ennþá fallegri í hvítu umhverfinu.
Fallegt, brúnt hárið var undir ljósum trefli sem hún hafði vafinn um hálsinn og hvítri prjónahúfu.
Lítil, hvít snjókorn svifu mjúklega um loftið og lentu á henni.
Snjórinn umhverfis hana var nánast alveg ósnortin, fyrir utan litlu sporin eftir dýrin sem þarna áttu heima.
Jessica hafði gengið þennann sama veg á sama degi í 5 ár núna.
hún gekk áfram þar til hún kom á áfangastaðinn, grafreit mömmu sinnar.
Bróðir Jessicu hafði myrt mömmu þeirra á hrottalegann hátt þegar Jessica var aðeins 14 ára, sjálfur var hann bara 17.
Hún hafði verið einstæð eftir að faðir barnana þriggja hafði verið fluttur á geðveikrahæli í Chicago útaf því að hann hafi reynt að drepa mömmu þeirra og ófætt barn sem var í maga hennar, einnig hafði hann reynt að skjóta Jim, son sinn þegar hann var bara 11 ára.
Þá varð hún sem sagt einstæð og sá um Jessicu og bróður hennar, Jim og yngstu dótturina, Carmen en hún var bara 5 ára.
Jessica hafði vaknað um nóttina og verið illt í maganum, hún labbaði inn í herbergi móður sinnar og sá þar bróður sinn þar sem hann hélt á hníf, steikarhníf, Jessica hafði oft áður séð mömmu sína nota þennann hníf en þá var hún að elda, það sem bróðir hennar var að gera gat engannveginn talist til eldamennsku.
Jim var útataður blóði og öskraði á Jessicu að fara aftur að sofa, hún var stjörf, þótt hún hafi ekki alveg gert sér grein fyrir því hvað hann var að gera þá vissi hún að þetta var blóð, og það var mikið af því.
Jessica kom nær rúminu og Jim öskraði meira á hana, hún starði á hann, beint í augun á honum, hann starði geðveikislega í augu hennar á móti.
“Jessica! ekki fara nær rúminu! annas drep ég þig!” öskraði hann og beindi að henni hnífnum.
Hún stoppaði
Jessica sleit af honum augun og leit á rúmmið, þar sá hún mömmu sína, eða eitthvað sem áður hafði verið móðir hennar.
Jessica starði og augu hennar fylltust tárum, hún hefði ráðist á Jim, en hann hélt á hníf og var sjánlega mjög reiður.
Jim hafði bútað líkaman í milljón búta, á milli saxaðra líkamspartana sá Jessica hvít beinin.
Rúmfötin, sem höfðu verið svo snjóhvít voru nú gegndrepa af blóði.
Jessica vaknaði aftur til raunveruleikans þegar bróðir hennar, Jim, öskraði aftur á hana.
“DRULLAÐU ÞÉR ÚT!” öskraði hann
Jessica vissi ekki hvað hún átti að gera en svo mundi hún, mamma hennar hafði hringt á lögregluna þegar pabbi hennar varð svona “skrítinn”.
Mamma Jessicu hafði kennt henni að hringja á lögregluna, ef eitthvað kæmi uppá.
Númerið hjá lögreglunni var 911, það stóð á límmiða á símanum, límmiða sem Jessica hafði fengið þegar hún fór í umferðarskólann þegar hún var yngri.
“FARÐU AÐ SOFA!” öskraði Jim hærra en áður og var nú farinn að veifa hnífnum óþægilega fyrir framan hana.
“Afhverju í fjandanum geðriru þetta!” öskraði hún á móti.
“Jessica! afhverju þarftu að vera svona fjandi treg?!” öskraði hann og virtist vera farinn að reiðast meira.
Barnsgrátur heyrðist að baki Jessicu.
Carmen stóð í dyragættinni.
“farðu með hana í herbergið sitt!” skipaði Jim
Jessica sneri sér við og tók utan um Carmen og hélt á henni upp í herbergi, herbegi Jessicu.
Jessica læsti hurðinni og settist á rúmmið við hliðina á Carmen.
Carmen var grátandi og ekkasogarnir voru að gera útaf við hana.
Hennar vegna vonaði Jessica að Carmen hafi ekki séð neitt, hún var bara í maganum á mömmu sinni þegar pabbi þeirra sturlaðist.
Hún reyndi að róa Carmen og tók svo farsímann sinn og hringdi á neyðarlínuna, en hún varð að passa að Jim myndi ekki heyra til hennar.
“Neyðarlínan?” var svarað
“halló, ég heiti Jessica Ann Trubia, sendið lögreglu hingað strax og kanski sjúkrabíl, ekki hafa sírenurnar á.. þá gætu ég og systir mín dáið”
“hvar áttu heima?”
Carmen byrjaði aftur að gráta.
Jessica sagði konunni heimilisfangið og sagði þeim að drífa sig eins og þau gætu, hún og systir hennar væru hugsanlega í mikilli hættu, eða hugsanlega, þær voru læstar inni í herbergi á heimili sínu og bróðir þeirra, sem var nýbúinn að drepa mömmu þeirra, var ekki í góðu skapi, í rauninni voru þær í lífshættu, hvað þá ef Jim kæmist að því að Jessica hafi hringt.
þær lögðu á og Jessica sneri sér að Carmen.
“þetta verður allt í lagi” sagði hún og starði í tærblá augu Carmen “ég lofa þér því”
Carmen starði blóðhlaupnum og útgrátnum augunum í græn augu Jessicu.
í smátíma gerðu þær ekkert nema horfa hvor á aðra, það sem leddi augu þeirra beggja að hurðinni var fótagangur. Jim var að ganga upp stigann.
Jessica varð hrædd, hræddari en áður.
Svipurinn á Carmen varð eins og henni hafi verið sagt að bróðir hennar væri að koma að drepa hana.
mikill hávaði heyrðist innann um hurðina, brothljóð.
“LÖGREGLAN! LEGGÐU FRÁ ÞÉR VOPNIÐ, NÚNA!” heyrði Jessica, hún lagði við hlustir.
Henni létti, þótt bróðir hennar gæti verið handtekinn og janfvel drepinn þá var hún ánægð með að hafa sloppið lifandi.
Jim öskraði eitthvað sem hún skildi ekki, byssuskot heyrðust og síðan heyrðist fótagangur upp stigann.
það var bankað á hurðina hjá Jessicu.
“Halló? er einhver þarna inni? ég heiti Mike, ég vinn hjá lögreglunni” heyrðist mjúk en ákveðin karlmannsrödd hinumegin við dyrnar.
Jessica tók úr lás og opnaði hurðina rólega, hún kíkti fyrir hurðina og maðurinn, Mike, tók fram skjöldinn til að hún tryði honum.
Maðurinn sem hún sá var með brúnt hár og brún augu og dökkur á hörunds en myndi samt ekki teljast til þess að vera “afrískur-amerískur”, fötinn voru lögreglubúningur sem virtist vera með aðeins of mjóar ermar, allavega virtust þær þröngar yfir alla þessa vöðva.
Jessica faðmaði Carmen að sér og hélt á henni niður stigann, Carmen grúfði andlitið á sér mitt á milli háls og axlar á Jessicu.
“Ekki líta upp” hvíslaði Jessica að Carmen “hvað sem gerist, ekki líta upp”, um leið og Jessica sagði þetta við litlu systur sína fann hún hvernig hún hélt fastar utan um hana og boraði andlitinu niður í hálsakotið á henni.
Sjálf ákvað Jessica að líta ekki í átt að herbergi móður sinnar, hún klemmdi augun saman og gekk áfram.
Þegar hún fann að hún væri komin út úr húsinu opnaði hún augun og blasti þar ekki eins friðsæl sjón og hún bjóst við.
hún sá tvo menn setja bróður sinn á sjúkrabörur, hann var illa farinn og hafði fengið skot í öxlina og kviðinn.
Jessica fann að Carmen vildi ekki láta halda á sér lengur, en Jessica herti takið á henni og gerði ekkert nema stara á bróður sinn.
“Hann er ekki dáinn” hvíslaði rödd að Jessicu, þetta var Mike, Jessicu brá og Mike baðst afsökunar og sagði henni svo að fylgja sér.
Jessica lét Carmen niður þegar sjúkrabílnum hafði verið lokað, hún greyp í höndina á litlu systur sinni og bannaði henni að sleppa.
Þær eltu báðar Mike.
Hann sagði þeim að koma með sér inn í bíl.
Bíllinn var rúmgóður, “nógumikið pláss fyrir tvær sjúkrabörur” hugsaði Jessica.
Þau fórum öll inn í bílinn að aftan og svo lokaði Mike og læsti, ef e-ð kæmi uppá kæmist allavega enginn inn, “eða út” heyrði Jessica að hann bætti við í hálfum hljóðum.
Þegar hún heyrði hann hvísla þessu að sjálfum sér hélt ég bara að hann væri að tala um bróður sinn og að komast út úr sjúkrabílnum, en það var víst ekki það sem hann meinti.
Hann starði á Jessicu, ekki bara andlitið, hann leit fyrst á sítt, gljáandi hárið á henni, andlitið og síðan lét hann augun bara renna niður eftir líkama hennar.
Henni leið illa, annaðhvort útaf því að bróðir hennar var nýbúinn að drepa mömmu hennar eða þá útaf því að hún var lokuð inni í bíl með lögreglumanni sem virtist líka vel við líkama hennar, hann allavega horfði mikið á hann, að vísu hafði hann komið henni út úr húsinu áður en bróðir hennar hefði drepið hana og litlu systur þeirra líka en það var eitthvað sem var ekki rétt, ekki núna, ekki þarna.
Mike stóð upp, Jessica tók viðbragð. Hún var greinilega ennþá í áfalli eftir það sem hún var nýbúin að upplifa.
“ég er með þær inni í bílnum, ég skal bíða hérna með þeim” sagði hann í talstöðina og fékk fljótt svar til baka, “móttekið”.
“en Stanley? veistu hvað þið veriðið lengi?” sagði hann aftur við talstöðina
“ekki viss, klukkutíma til þrjá eða eitthvað þvíumlíkt” var svarað
“allt í lagi, ég tek þær bara með mér upp á stöð, þarf að klára að skrifa að skrifa þessa skýrslu fyrir McGordon fjölskylduna”
“gerðu bara það sem þú villt, yfir og út”
“yfir og út” endurtók Mike og slökkti á talstöðinni, opnaði hurðina, lokaði og læsti, settist í bílstjórasætið og keyrði af stað.
Carmen leit á Jessicu, eina sem þær gátu gert núna var að bíða eftir að þessu myndi ljúka.
En þetta var bara rétt að byrja.
Þegar þau voru komin að lörgreglustöðinni, allavega var bíllinn í kyrrstöðu, hleypti Mike þeim systrum ekki út, ekki strax heldur kom hann til þeirra í aftursætið.
Hann kom inn og byrjaði nánast samstundis að horfa fullmikið á líkama Jessicu, meira heldur en venjulegur, siðprúður og hjálpsamur lögreglumaður hefði gert.
Aftur læsti hann bílhurðinni, ekki leit út fyrir að hann væri að verða of seinn að skrifa neina skýrslu, Jessica spurði sjálfa sig hvort það hafi bara verið lygi, ef til vill fjartvistarsönnun? - en afhverju?
“Jæja, hvað ertu gömul Jessica?” spurði hann og Jessica reyndi að hunsa perralega tóninn sem hann hafði spurt í.
“öö, ég er 14 ára” svaraði Jessica hálf hrædd
“En systir þín?” sagði hann og leit á Carmen
“hún er að verða 6 ára” svaraði Jessica og var farin að reyna reikna út hvað hann var að hugsa, af svipnum að dæma var hann að.. hugsa eitthvað óhugnalegt en á sama hátt einhvað sem hún gat ekki vísað á.
“Hvað ert þú gamall?” spurði hún loks
Mike glotti, brosið var á engann hátt líkt þeim Mike sem hafði bjargað þeim systrum, þetta bros var fullt, vanvirðingar og hálfóhugnarlegt.
“Ég er að verða þrítugur” svaraði hann með sama tón og áður, hann lét tunguna leika um framtennurnar og Jessicu var nú ekki farið að lýtast á blikuna.
“Það eru alveg” Jessica hætti að tala.
“Alveg hvað?” spurði Mike “hvað ætlaðiru að segja Jessica?”
“Ekkert, þetta var bara kjánaleg hugsun” svaraði hún og hristi höfuðið og reyndi að brosa til hans, sú tilraun mistókst hraparlega.
“Nei, hvað er þetta segðu mér, það eru alveg hvað?” sagði hann og pirringurinn leyndi sér ekki í röddinni
“Ég ætlaði bara að segja að það eru kringum 16 ár á milli okkar, hana! sagði að þetta væri ekkert” sagði Jessica og skammaðist sín fyrir að hugsa þetta.
Mike hallaði sér aftur í sætinu, “svo þér finnst ég vera gamall?”, glottið hvarf á mettíma.
“Nei! alls ekki! ég meinti þetta ekki þannig, var bara að segja… æjh” flýtti hún sér að segja
“Hvað þá? hvað finnst þér ég þá vera?” greip hann fram í fyrir henni.
“Þú bjargaðir mér og systur minni frá því að við yrðum myrtar af okkar eigin bróður, hvað helduru að ég haldi um þig?” svaraði Jessica, hún var víst búin að gera sér grein fyrir öllu sem fram hafði farið fyrr um kvöldið.
“Bjargvættur?” sagði hann og virtist njóta þess að segja þetta.
“já.. svona eiginlega, já það má segja það”
Mike naut þessa samtals út í ystu æsar.
“Eru þið ekki þreyttar” sagði hann Jessicu til mikillar undrunar
Jessica kinkaði kolli en Carmen leit á systur sína áður en hún gerði slíkt hið sama.
Mike stóð upp og tók í handfang sem var í hlut á bílveggnum, niður kom beddi.
Lítill skápur var þarna rétt hjá sem hann opnaði og tók út tvö flísteppi, þykk og augljóslega mjög hlý, Mike rétti þeim systrum sinhvort teppið.
“Þessi beddi er einskonar sjúkrarúm ef eitthvað kemur uppá eða við erum langt á undan sjúkrabíl á slysstað” útskýrði Mike.
Jessica kinkaði bara kolli þegjandi.
“Svona, reynið að sofna” sagði hann hálfskipandi “eru þið þyrstar?”
Jessica afþakkaði en Carmen kinkaði kolli.
Mike opnaði lítinn kæliskáp sem var þarna
Hann var yfirfullur af lyfjaglösum og allskonar og síðan nokkrar vatnsflöskur.
Mike tók út eina vatnsflöskuna en opnaði hana ekki heldur lét hana aftur inn í skápinn og sagði þeim að bíða meðan hann færi að sækja vatn.
Þegar hann kom aftur inn í bílinn rétti hann Carmen vatnsglas sem var yfirfullt af vatni.
“Afhverju notaðiru ekki vatnið í ískápnum?” spurði Jessica forvitnislega.
“Ég mundi að ég má ekki drekka vatnið sem er hérna, það er fyrir neyðartilvik, þá má ekki vanta vatn, skiluru hvað ég meina?” svaraði Mike
Jessica kinkaði kolli hljóðlega.
Carmen geispaði og sagðist ætla að fara sofa.
Carmen lagiðst á beddann og Jessica breiddi yfir hana annað teppið, Carmen var ekki lengi að sofna.
Jessica var hálf hissa á hversu fjót litla systir hennar var að sofna, miðað við að kvöldið hafi farið til andskotans.
Jessica þagði, hana langaði ekki að tala.
Hún starði á litlu systur sína, hún var eini ættinginn sem hún vissi um, eini ættinginn sem hún átti.
Mike rauf þögnina.
“Helduru að þú eigir eftir að sofna aftur í nótt?” spurði hann í hálfgerðu hvísli.
Jessica starði á hann eins og hún væri að reyna að skilja hvað hann var að segja, hún áttaði sig og yppti hún öxlum.
“Líklega ekki” sagði hún, röddin var rám eftir langa þögnina.
“Villtu koma innfyrir?” spurði Mike
Henni var jú kalt, “Hvað með Carmen?” svaraði hún.
“Hún sefur bara hérna, henni er óhætt ef ég læsi bara bílnum - ekki viltu heldur vekja hana með því að tala við mig?”
“nei” svaraði hún og virtist vera í basli með að hugsa sig um.
“Allt í lagi, en þú lofar að læsa?”
“Auðvitað”, Mike tók upp bíllyklana og sýndi henni.
Þau fóru út úr bílnum og Mike læsti eins og hann sagðist ætla að gera.
Inni var myrkur og kuldi.
Þegar Jessica gekk inn fannst henni eins og reiði, biturð og einmannaleiki heltæki hana.
Hún hugsaði hvað hafi farið fram þarna, á þessari einu lögreglustöð, í þessum fáu fangaklefum sem þarna voru.
Mike gekk beint að fúnu skrifborði, á borðinu voru skjöl og pappírar sem hann þurfti greinilega að ganga frá.
En síðan benti hann henni á stól, hinumegin við borðið.
Jessica tók sinn tíma að ganga að stólnum og skoða í kringum sig.
“Hefuru aldrei komið á lögreglustöð áður?” spurði Mike.