Lestu nú bara svar mitt aðeins betur.
1. Það að setja sögulínu, þ.e. hvað gerist í sögu, mörk er, að mínu mati, mikil höft á sköpun. Það er eins og að segja við málara að hann megi ekki nota rauðan lit eða liti sem eru myndaðir með rauðri blöndu. Þema er meira eins og að segja við málara hvað ramminn eða myndin á að vera stór. Þú getur nefnilega beygt þemu, t.d. er hægt að skrifa hrollvekju í módernískum, rómantískum, raunsæum eða natúralískum stíl, án þess það hafi áhrif á það hvernig söguframvindan í sögunni er. Það er nefnilega stórkostlegur munur á því að segja hvernig sögulína/söguframvinda á að vera í sögu og í hvaða þema ætlast er til að sagan uppfylli. Ef þú þekkir ekki þann mun, þá skal ég glaður reyna að útskýra hann fyrir þér.
Fyrr í vetur var smásagnakeppni sem JPV hélt og átti að fjalla á einn eða annan hátt um drauga og vera fyrir börn. Þar voru sett mörk um stíl og umfjöllunarefni. Auðvitað eru þetta mörk, en engan veginn jafn heftandi og þau sem setja söguframvindu mörk, jafnvel þó ,,að enda vel" sé opið til túlkunar.
Ég hef verið skrifandi nú í ein 15 ár og tekið þátt í ótalmörgum svona keppnum en man ekki til þess að hafa áður séð mörk sem þessi. Það verður því gaman að fylgjast með hvernig þetta kemur út hjá ykkur.
2. Hver var að tala um að einhverjir hátimbraðir bókmenntafræðingar væru að dæma? Ég er að benda á þann möguleika, að ef þið látið fólkið á huga dæma, þá er lítið mál fyrir t.d. mig, að tryggja mér sigur. Það kostar bara svona hálfsdagsvinnu, 1/2 tími í að skrifa 500 orða sögu og 3-4 tímar í að fá alla vini mína til að kjósa mig og hafa áhrif á almenningsálitið. Væri þá besta sagan að vinna? Væri þá fjöldinn að tala eða ég að nýta mér vini mína og þekkingu á því hvernig hægt er að hafa áhrif á skoðanir fólks?
BTW. Það eru ekki mótrök að segja að skoðun sé skrýtin eða að þú skiljir hana ekki. Með því ertu að segja meira um sjálfa(-n) en þann sem þú ert að ræða við. ;)
Ég las svar þitt fullkomlega vel. Þú túlkar einum of söguframvinduna, í flestum þemum er obscure hefting á söguframvindunni til staðar. Ég flokka þetta ekki sem meira en obscure heftingu á söguframvindunni, þarsem hvað sem er getur gerst fram að endinum.
Á öðrum nótum, þá vorum við að sjálfsögðu að leita eftir smáheftingu á sögunum, enda er það markmiðið með þemum. Við ákváðum að í staðinn fyrir að velja “normalt” þema, að taka fyrir það stöðuga flæði sagna með slæman endi. Flestir hérna inná eru unglingar, og margir þeirra hafa fengið leið á klisjukenndum góðum endum sem samfélagið þrengir uppá mann, og semja þarafleiðandi sögur sem enda einfaldlega illa. Að taka fyrir það, en opna “góður endir” til túlkunar, þjálfar þau í að finna millileið á milli góðs og slæms endis.
Svo verð ég að viðurkenna að ég gef lítið fyrir vinaröksemd þína, þarsem kannanir hér á huga eru þannig gerðar að maður þarf sérstaklega að ýta til að sjá hverjar niðurstöðurnar eru áður en maður kýs. Ég leyfi mér að gera ráð fyrir því að fæstir munu gera það áður en þeir lesa sögurnar og móta sína eigin skoðun. Ég byggi þá skoðun einnig á meiru en giski, ég hef skoðað aðrar keppnir sem hafa verið í gangi á þessari síðu, t.d. á hátíðaáhugamálinu. Ef einhverjir láta svo hafa smááhrif á sig, þá verður bara að hafa það. Alltaf hefur eitthvað áhrif á okkar skoðun, en hún festir sig engu að síður sem okkar eigin og mótar okkar framtíðarskoðanir.
Einnig vil ég benda á að mín skoðun á þinni skoðun var ekkert meira en mín skoðun, og ekki röksemd.
0
Ok…flott er :) Þá erum við bara ósammála.
0