Fyrsti hluti
„Bókin!“ skrækti Dagný allt í einu. Þau stoppuðu og Sindri leit á hana með spurnarsvip.
„Ég glemdi galdrabókinni. Á bókasafninu.“
Sindri hugsaði sig um í smástund og svaraði svo; „við skiljum hana eftir. Ég er með eina galdurinn sem við þurfum í vasanum.“
Hann stakk hendinni í vasann, til að vera viss, og fann fyrir samanbrotnum miðanum.
-„OK…“ svaraði Dagný, rólegri. Hún leit í kringum sig. „Ég sé hana ekki. Helgu. Heldurðu að hún sé að elta okkur?“
-„Hún og fleiri. Bæði SSL og myrkranornirnar eru á eftir okkur núna.“
-„Geturðu þá útskýrt af hverju við erum að flýja frá SSL. Ég hélt að við værum með þeim í liði.“
-„Það er enginn tími,“ svaraði Sindri og gekk áfram. „Svo eru engin lið. Allir eru á eftir þér af því að þú hefur galdrakrafta. Sem þau vilja fá.“
Dagný hljóp aðeins til að ná honum og gekk svo við hliðina á honum.
-„En það sem ég skil ekki er…“
-„Dagný… ekki.“ Sindri hristi hausinn, „ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta fyrir þér.“
-„Reyndu,“ svaraði Dagný, harðri röddu, „þetta er þér að kenna. Allt saman.“
-„Dagný…“
-„Nei, þú gafst mér kraftana. Á nákvæmlega þeim degi sem… Og allar myrkranorninar sem eru á eftir okkur. Allt fólkið sem dó. Og nú segirðu mér að ég muni deyja… Þetta er allt þér að kenna.“
-„Mér að kenna?“ öskraði Sindri á móti. Hann hafði ekki ætlað sér það, en reiðin náði tökum. „Eina sem ég vildi var hjálp. Hjálp til að komast burt. Frá Samtökum Sameinaðra Ljósanorna og bara… frá þessum heimi.“
-„Burt frá…“
Hún náði ekki lengra því skerandi öskur kæfði rödd hennar. Öskur sem meiddi. Öskur myrkranornar.
Annar hluti
„Flamma Orbis,“ öskraði Dagný og henti eldkúlunni sem myndaðist að myrkranorninni, sem sveif í loftinu rétt hjá. Hún sveigði framhjá eldkúlunni og hætti að öskra.
-„Dagný!“ Helga kom hlaupandi að Dagnýju og Sindra með tvær bláeikargreinar, eina í hvorri hendi. Hún henti annarri þeirra til Dagnýjar, sem var svo hissa að hún greip hana næstum ekki.
-„Hvernig virkar þetta?“ spurði Dagný en Helga var upptekin við að verjast áras frá myrkranorninni. Áður en Dagný vissi tók greinin á loft, með hana haldandi með báðum höndum, hangandi. Sindri greip í löppina á henni þegar hún sveif framhjá honum og þaut með.
-„Nærðu að halda?“ kallaði hann til hennar, til að yfirgnæfa gnauðið í vindinum og hávaðann í Helgu og myrkranorninni sem voru í harðri baráttu.
-„Já,“ svaraði Dagný óörugg, „en ekki mjög lengi.“
Eldkúla frá mykranorninni flaug að þeim.
-„Haltu fast,“ kallaði Sindri, „Incedia Contego.“
Höggið af varnargaldrinum sveiflaði honum harkalega til hliðar þannig að bláeikargreinin skipti um stefnu. Dagný skrækti.
Þriðji hluti
„Lentu hérna,“ sagði Sindri. Þau voru hátt yfir fótboltavelli.
-„Hvernig lendi ég?“ spurði Dagný óstyrk. Hún átti erfitt með að halda sér í greinina.
-„Reyndu að beina framendanum niður á við… Ekki svona mikið!“
Bláeikargreinin var næstum lóðrétt og þau þutu niður á ógnarhraða. Lendingin var harkaleg og þau hentust frá greininni, sem brotnaði með háværum smelli.
-„Er allt í lagi?“ spurði Dagný, liggjandi á grasinu, fegin að vera komin niður á fasta jörð.
-„Ég held ég hafi tognað, en ekkert alvarlegt.“ Dagný stóð upp og hjálpaði Sindra á fætur.
-„Bláeikargreinin er ónýt.“ Hún reyndi að hljóma svekkt, en var í raun fegin. Hún hafði ekki notið flugsins.
-„Það er allt í lagi. Við erum komin.“
-„Er það hérna sem…“
-„Já. Hvað er klukkan?“
-„Ég veit það ekki. Hún var korter í sex þegar við fórum frá bókasafninu. Kannski hálf sjö.“
-„Við getum ekki beðið. Við prófum núna,“ sagði Sindri ákveðinn.
-„En, þú sagðir að galdurinn virkaði bara milli 7 og 8.“
-„Dagný, þú hefur galdrakrafta Selenu, ég held að hálftími til eða frá skipti ekki máli þegar þú átt í hlut.“
Hann tók upp miðann sem hann var með í vasanum og rétti henni.
„Lestu þetta bara upphátt. Nokkrum sinnum ef það virkar ekki fyrst.“
Dagný tók við miðanum og byrjaði að lesa upp það sem stóð. Þetta var langur texti á máli sem hún skildi ekki og hún var oft í erfiðleikum með framburðinn. Þrátt fyrir það, um leið og hún las síðasta orðið kviknaði blindandi skært ljós fyrir framan þau, á miðjum fótboltavellinum.
Sindri gaf frá sér hlátursstunu. „Það virkaði,“ sagði hann undrandi. „Komdu.“ Hann tók í hendina á henni og dró hana áfram.
-„Sindri, ég er ekki viss,“ sagði Dagný og dró hendina til sín.
Sindri svaraði einhverju sem hún heyrði ekki. Allt hljóð umhverfis hana þagnaði og sjón hennar dofnaði. Ljósið fyrir framan hana og veröldin öll í kringum hana varð að myrkri.
Fjórði hluti
Dagný rankaði við sér liggjandi á grasinu á fótboltavellinum. Það var orðið dimmt úti, algjört myrkur ef ekki væri fyrir götuljósin og einstaka ljós úr gluggum húsa. Hún stóð upp og leit í kringum sig, í leit að Sindra. Hann var horfinn en við markið á öðrum enda vallarins stóð kona og fylgdist með henni.
-„Komdu,“ kallaði hún til Dagnýjar sem gekk til hennar, óörugg en forvitin. Konan var ung, kannski um 25 ára gömul, hélt Dagný. Hún var með slétt, svart hár sem náði niður að öxlum, í rauðum kjól sem virtist ekki vera nógu hlýr miðað við veðrið og berfætt. Hún veifaði höndunum sem merki um að Dagný ætti að flýta sér.
„Þú verður að sjá þetta. Drífðu þig.“
-„Hver ertu?“ spurði Dagný. Hún beið þó ekki eftir svari heldur elti konuna sem hljóp af stað, frá fótboltavellinum, að hæð sem var rétt hjá. Dagný var langt á eftir henni þangað til hún stoppaði allt í einu í miðju brekkunni.
-„Ertu tilbúin?“ spurði konan og rétti út hendina.
-„Fyrir hvað?“ Aftur beið Dagný ekki eftir svari, heldur tók hún í hendina á konunni, sem hljóp aftur af stað og dró hana með sér.
„Hvað er í gangi?“ kallaði Dagný en konan svaraði ekki. Þegar þær komu upp á hæðina blasti við Dagnýju skært ljós, sem hún kannaðist við.
„Þetta er til að komast milli heima,“ sagði hún, „var þetta ekki niðri á vellinum?“
Hún tók þá fyrst eftir því að einhver stóð í miðju ljósinu.
„Sindri,“ kallaði hún en manneskjan hvarf og um leið, ljósið líka. Fyrir aftan þar sem ljósið hafði verið var blá kúla, á stærð við bíl. Hún virtist vera úr blöndu af vökva og ljósi og stækkaði hægt og rólega.
„Hvað er þetta?“ spurði Dagný konuna sem stóð og starði á kúluna. Andlit hennar lýstist upp af bláleita ljómanum.
-„Terra pessum ire,“ svaraði konan, ennþá með augun á kúlunni, „heimsendir.“
-„Hver ertu?“ Dagný stillti sér fyrir framan konuna, sem þá fyrst rankaði við sér eins og hún hefði verið djúpt hugsi.
-„Ég heiti Selena,“ svaraði hún.
Endilega kommenta ;)