Sigurður hafði aldrei átt gott með að tengjast fólki, kannski var það ástæðan fyrir því að hann bjó einn. Hann hafði aldrei verið mikil félagsvera og tók aldrei þátt í neinu félagsstarfi í skólanum. Sigurður starfaði sem endurskoðandi fyrir stórt fyrirtæki. Hann fékk gott út úr því og þar sem hann bjó einn hafði hann efni á að kaupa sér allskonar hluti til þess að fylla upp í holuna sem hafði myndast í sálu hans af einsemdinni. Hann keyrði um á glænýjum Lexus en kunni samt sem áður ekki að meta flotta bíla, fyrir honum var bíll bara bíll, til þess að komast á milli staða.
Sigurður var að mestu leyti eins og fólk er flest, vaknar, burstar tennurnar og fær sér morgunmat og heldur til vinnu. Eftir langann vinnudag finnst honum gott að setjast niður fyrir framan sjónvarpið, horfa á fréttirnar og svo kannski góða mynd. Það var s.s ekkert óeðlilegt við líf Sigurðs, nema það að hann var feiminn og vildi ekki hafa fólk í kringum sig. Hann hafði losað sig við vini sína úr skóla og reyndi eins og hann gat að mynda engin tengsl við fólk. Hann svaraði ekki lengur símtölum frá foreldrum sínum sem voru orðin gömul og bjuggu út á landi.
Íbúð Sigurðar var full af allskonar hlutum sem hann hafði keypt sér til þess að lífga upp á íbúðina. Hann hafði keypt sér þrjár gínur til þess að hafa í íbúðinni, sem fjölskyldu hans. Honum fannst gínur þægilegar, opnuðu aldrei munnin og þegar honum langaði til að tala, talaði hann við þær. Honum fannst ágætt að þær svöruðu ekki, svoleiðis vildi hann hafa það. Hann vildi ekki að þær dæmdu sig eða kæmu með sínar skoðanir, honum var alveg sama. Það var misjafnt um hvað hann talaði við gínurnar, oftast talaði hann um unglingsárin sín, um sambönd sín við annað fólk, sem hann reyndi að halda í lágmarki á þeim tíma.
Verst var ábyggilega þegar hann eignaðist kærustu. Hann þoldi ekki endalausa malið í henni svo hann batt enda á það samband. Hann hafði ekki komist svo nálægt konu síðan, hann treysti sér ekki til þess. Honum fannst gínurnar ágætar.
Sigurður átti sér það litla leyndarmál að finnast gaman að skrifa. Hann skrifaði heilu sögurnar á kvöldin áður en hann fór í háttinn. Honum fannst skemmtilegast að skrifa smásögur, þær þurftu aldrei að hafa neinn tilgang, ekkert frekar en líf hans. Þær þurftu aldrei að vera langar, ekkert frekar en líf hans heldur. Þær þurftu aldrei að halda samhengi, ekkert frekar en líf hans hafði gert. Þær þurftu aldrei neina dóma, gátu bara legið upp í hillu fyrir hann sjálfann. Ekkert frekar en líf hans. Því meir sem Sigurður skrifaði, því meir áttaði hann sig á tilgangsleysi þess að lifa. Hann hafði ólæknandi sjúkdóm sem myndi bara koma til með að valda honum meiri sársauka heldur en að laga andlega líðan hans.
Hann var orðinn þreyttur. Svo rosalega þreyttur. Svo rosalega þreyttur á að finna sér tilgang. Hann langaði til að líða vel. Af hverju gat honum ekki liðið vel? Eins og öllum öðrum? Af hverju þurfti hann að þjást svona? Af hverju þurfti hann að hata annað fólk svona? Hann vildi þetta ekki. Hann fann hvernig vandlíðan hans jókst og jókst þar til hann gat ekki tekið meira. Hann ákvað að skríða upp í rúm. Honum myndi líða betur á morgun. Á morgun yrði allt betra.