Hann stóð einn upp á hæð. Eldurinn gleypti alla borgina. Hann stóð einn upp á hæð og horfði. Öskrin hljóðnuðu um leið og eldurinn jókst og saug í sig allt líf. Hann stóð upp á hæð og horfði eins og frosinn. Svo kom rigningin og lokst hvarf eldurinn. Hann hneig niður og grét. Hvað hafði hann gert? Því hafði hann gert þetta? Hann grét og fann stóran kökk í hálsinum. Svo heyrði hann óp að aftan sér.
Hann þorði ekki að líta við. Hann vissi hver var þarna. Sá eini sem treysti honum hafði einmitt verið í burtu þegar hann gerði þetta. En honum létti ekki. Hann heyrði aðra rödd. Nú leið honum enn verr. Honum langaði að deyja. Án umhugsunar stóð hann upp og snéri sér við og leit beint í augun á vini sínum og sá tárin í augu hans. Svo snéri hans sér við og leit upp. Hann flaug enn.
árum saman hafði hann langað í dreka og nú þegar hann átti einn sá hann hve vitlaus hann hefði verið. Enginn gat “átt” dreka. Það var vitleysu hans að kenna að þúsundir hefðu dáið. Hann leit upp og horfði á drekann fljúga tígurlega um loftin blá, nær guðdómlegur. Hann heyrði þar næst þegar ör var skotið. Hann leit niður. Tárin brunnu í augum hans. Hann dró hnífinn sem vinur hans hefði gefið honum. Svo fann hann kalt blaðið renna í gegnum sig. Áður en andi hans tæki refsingu sína sá hann augu vinar síns. Augu sem lístu nær engu nema hreinni reiði.
ENDIR
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing