„Kemur hann í dag? Heldur þú að hann hundsi allt það sem er að gerast og verði á sama stað og alltaf?“
„Ég bara veit það ekki, þú ert sú sem talar við hann. Talar um stolt hans og ást fyrir því sem hann gerir og hvar“ svarar faðirinn stúlku sinni er hún spyr hann.
„Ef tilfinning mín er rétt þá mun hann koma á sama stað og alltaf“ segir stúlkan. „Honum finnst brúin svo falleg þegar sólin er að setjast, hann myndi aldrei vilja missa af því“.
„En hvað með ástandið þarna niður frá?“ svarar faðirinn frekar hastur „heldurðu að hann vilji eiga það á hættu að verða skotinn?“
„Ég veit að hann er eigi hræddur við dauðann. Hann er að gera það sem hann hefur alla ævi viljað gera og mun glaður falla frá við að rétta blóm til fólks við brúna“ svarar stúlkan.
„Ég skil eigi þessa ástríðu hjá honum ég mun aldrei gera svo. Ég get ekki leyft þér þetta“ segir faðirinn.
Systir mín sagði ei meir við föður vor, hún vissi að það var ekkert sem gat fengið hann til að leyfa henni að fara. Í miðbænum var allt í uppnámi, rígur á milli tveggja hópa er faðir vor kallaði mafíur.
Í dag er mæðradagur. Móðir vor hefur reynst okkur mjög vel, áður fyrr sá hún fyrir okkur öllum þar til fyrir nokkrum árum létti á birgðum hennar er ég féll frá. Síðan þá hefur hún nánast hætt að tala og grætur þegar hún heldur að engin heyri til en áfram sér hún um systur mína og föður. Fjöldskyldan er henni allt.
Faðir vor kennir sér ennþá um fráfall mitt er við rérum til vinnu. Við komum á vinnustað okkar og hóf faðir vor að binda gondólinn við vegkantinn. Ég stend upp og ætla að stökkva upp á gangstétt er ég hrasa, rek höfuðið í og fell frá borði. Faðir sér þetta strax og stekkur á eftir mér en ég flýt upp undir bryggjuna og hann er of seinn að ná mér upp. Það var of seint, ég drukknaði á meðan hann reyndi að bjarga mér. Faðir minn kunni eigi hjartahnoð en reyndi þó allt er honum kom til hugar. Enginn kom til hjálpar, enginn þorði að gera neitt. Ég var 15 vetra.
Síðan þá hefur faðir minn hugsað vel um systur mína, sem hefur náð mér í aldri. Út af þessu veit faðir vor að hann mun ekki leyfa henni að fara að hitta blómasalann við brú hinna berfættu.
Blómasalinn var eldri maður, fullur visku, rólegur og yfirvegaður og hafði alltaf góðar sögur fyrir systur mína. Það var hann sem hjálpaði henni að mestu að komast yfir fráfall mitt. Hann var henni eyra þegar hún þurfti og endurgjörði hún greiðan er kona hans féll frá.
„En ef ég fer aðeins á hornið og kalla til hans?“ spyr systir mín við matarborðið er þau snæða hádegisverð.
„Nei, ég get eigi leyft þér að fara, gerðu það…skildu það!“ Segir faðir minn sem aðeins er byrjaður að missa þolinmæðina.
Systir mín segir ekkert og klárar að snæða mat sinn. Hún veit að bráðum fer faðir vor í vinnuna og þá getur hún rætt við móður vora. Hún vill þó eigi leggja neitt á hana þar sem hún á ennþá erfitt með fráfall mitt.
Faðir vor kveður hana og fer í vinnuna, lætur hana lofa því að forðast brúnna. Hún þarf ekki að svara þar sem hann er að flýta sér.
Faðir minn fer og systa og móðir mín eru núna einar heima. Móðir mín fer að sjá um þvottinn og systir mín fer í það að þvo upp eftir hádegisverðinn. Eftir það hjálpar hún móður vorri að leggja þvottinn til þerris og ákveður hún að spurja hana hvaða dagur sé. Hún svarar að það sé fimmtudagur.
„Fullkomið“ hugsar systir mín sem vill ekkert meira en að gefa henni rós til að gleðja hana. Hún hefur ekki séð hana brosa síðan ég féll frá fyrir tveimur árum og finnst henni það svo leiðinlegt því allir eiga skilið að geta brosað. Hún saknar brossins hennar.
Eftir að þær ljúka þvottinum er hugur systur minnar ákveðinn í að fara og kaupa rós handa móður vorri.
Móðir vor hefur tekið upp á þeim sið að leggja sig á fimmta tíma eftir hádegi, þá notar systir mín tímann og hefur för sína að brúnni. Hún sleppur við að fara vatnið og brúin er í göngu færi frá húsi okkar. En leiðin er ágæt vegalengd, tekur hana á annan tíma að komast að henni.
Hún kemur inná svæðið er svæðisrígurinn ríkir. Hún sér í brúna og í sama mund sér hún meðlimi Cosa Nostra. Hún þekkir þá á fatnaði þeirra og einnig á þeim skotvopnum er þeir bera. Hún verður smeik en sér samt að þeir standa bara og reykja.
Meðlimir Cosa Nostra standa í valdastríði við Mafiu Perlionies fjöldskyldunnar og stendur rígur þeirra um svæði sitthvoru megin við brúnna. Cosa Nostra hafa eignað sér þann helming er mín fjöldskylda býr en ríkja Perlionies hinum megin við brú hinna berfættu.
Hún ákveður að ganga bara framhjá, hún er að ganga yfir brúna er hún sér blómasalann koma með vagninn við vegamótin hinum megin við.
Hún veifar honum brosandi, hann sér hana, brosir og veifar á móti.
Hún kemur að honum og heilsar og segir honum að hún sé þarna í leyfisleysi að kaupa rós handa móður sinni. Faðir hennar hafi verið hræddur við ríginn sem ríkti við brúna og hafði bannað henni að koma.
Blómasalinn segir henni þá að flýta sér helst til baka til að hún lendi ekki í vandræðum. Hann sjálfur sé hræddur þarna en ekkert mun stoppa hann að vera hjá brúnni þegar… „sólin sest“ grípur systir mín frammí.
„Alveg rétt“ segir blómasalinn á móti og réttir henni stóra og fallega rós. „Í tilefni þess sem þú ert að gera gef ég þér þessa rós. Farðu nú!“ segir blómsasalinn brosandi.
Systir mín sér hvar meðlimir Perlionies koma gangandi framhjá. Hún þorir eigi að staldra við lengur og hefur göngu sína yfir brúna. Er hún kemur efst á brúna sér hún hvar farðir vor er að koma frá vinnu og stefnir undir brúna.
Hann sér hana og kallar til hennar, segir henni að bíða. Hann segir henni að koma með sér heim. Hann er eigi reiður en mun örugglega leggja henni orð í eyra.
Hún heldur áfram göngu sinni og ætlar að koma að bryggjunni hinum megin við. Sér hún þá meðlimi Cosa Nostra við enda brúarinnar þar sem þeir hafa stillt sér upp í skotstöðu. Hún verður hrædd og snýr sér við, uppgvötar hún þá að hún er stödd á milli. Þarna sér hún Perlionies meðlimi koma hlaupandi inn á brúna, þeir koma í sjónlínu við Cosa Nostra og hefst skothríð.
Faðirinn trúir þessu ekki. Hann öskar… bátur hans flýtur undir brúna og sér hann rós falla niður… hann heyrir skothríðina dynja. Hann veit að dóttir hans er fallin frá. Hann sér rósina fljóta fram hjá sér og flýtur hún upp undir bryggjuna er hann ætlaði að taka dóttur sína uppí. Bryggjuna er ég flaut undir á þessum degi fyrir tveimur árum.
—
Gamann væri að vita ef einhver kveikir á því hvar þessi saga á að gerat og á hvaða tímabili, annars er þetta mín fyrsta saga og var ég að uppgvöta það hversu gamann mér finnst að gera þetta, vonast eftir uppbyggjandi gagnrýni.. :/ :S