1.kafli.

‘Jáhá, eftir tvo daga byrjar sumarfríið!’ hugsaði Bergrún sorgmædd.
Samrændu prófin voru búin að ganga eins og í sögu hjá henni og nú átti hún aðeins íslenskuna eftir.
‘Ég gæti grátið’ sagði hún svo við sjálfan sig þegar hún greiddi ljósa hárið á sér í speglinum. Dökk augun fylltust af tárum.
Seinustu tvö ár hafði hún ekki getað hætt að hugsa um það að sumarið eftir tíundabekkinn myndi vinahópurinn tvístrast og þau myndu öll fara í sitthvora áttina í lífinu. Vinir hennar sögðu að þau hættu ekkert að tala saman þó að þau færu ekki í sama skóla. Hún myndi nú samt sakna þeirra. Allar minningarnar og myndirnar komu upp í huga hennar.

‘Ég vissi að Brynjar myndi átta sig á því að þú ert ekki nógu góð fyrir hann.’
Steini bróðir hennar var nú komin inn. Hann hafði aldrei skilið afhverju í ósköpunum Brynjar hefði fallið fyrir yngri systir hans. Honum fannst fullt af yngri stelpunum sem voru með Beggu í bekk miklu heitari en hún gæti nokkurtímann verið.
‘Ha, hvað meinaru?’ hún horfði skökku brosi til hans.
‘Nú’ sagði hann hissa. ‘Var Brynjar ekki að hætta með þér?’
Hvað var hann að pæla hvernig datt honum það í hug að Brynjar hafi verið að hætta með henni! Steini var loksins farin að átta sig á því að strákur sem er jafngamall honum er með litlu systir hans. Það var honum og foreldrum þeirra mikið áfall í fyrstu.
‘Nei, afhverju heldurðu það?’ spurði hún meðan hún þurrkaði seinustu tárin af andlitinu.
‘Nú, afhverju ættirðu annars að vera grenja?’ Ohh, vá hvað hún nennti ekki að útskýra þetta fyrir honum, ekki þurfti hann að grenja, allir hans vinir voru í sama skólanum útí sveit.
‘Veit það ekki’ sagði hún svo þurrlega og hélt afram að greyða sér.
‘Nei Sunna, Brynjar var greinilega ekki að hætta með henni en passaðu þig hún er í sínu daglega dramakasti’ Hann horfði stríðnislega til hennar og gretti sig en rétti henni svo símann.
‘Hæ sæta lirfan mín, hvernig hefuru það, afhverju varstu að gráta?’ Það naumast sumir eru málglaðir.
‘Ég var ekkert að gráta, þú þarft ekki að trúa öllu því sem Steini segir við þig.’ bætti hún svo við. Hún vissi hvað Sunna var veik fyrir honum. Þegar þær voru í áttunda bekk var hann sko heitasti strákurinn í tíunda, eins og hún orðaði það. Hún var búin að dá hann síðan.
‘Er ekki annars pottapartý hjá þér annað kvöld eftir prófin?’ spurði hún svo lúmsk.
‘Auðvitað hvað helduru að ég sé?’ Hún vissi að Sunna vildi Steina með svo hún kallaði í hann.
‘Við heyrumst, hringdu í krakkana og segðu þeim frá þessu.’
‘Ókei, bæbæ sætust.’

Hún var nýbúin að skella á þegar Steini kom inn með Brynjar á hælunum.
‘Sjáðu hver kom, fann hann slefandi hérna fyrir utan.’ Alltaf með sama húmorinn hugsaði hún þegar hún stóð upp og kyssti Brynjar hæ!
‘Hvert þykist þú vera að fara góði?’
‘Fram! Ekki nenni ég að hanga hérna.’ Svo horfði hann rannsakandi á hana.
‘Hvað á ég að gera? Hvert á ég að skutla þér?’
‘Ekki neitt, ég var bara að pæla hvort þú værir ekki til í að vera með í pottapartíinu á morgun.‘ sagði hún biðjandi.
if you wanna see the rainbow,