Ég kveikti á gömlu borðtölvunni minni sem ég var búin að eiga síðan ég var 7 ára. Þetta var áður gamla heimilistalvan.
Ég opnaði msn gluggann og loggaði mig inn og sá að það var enginn inná. Það kom mér ekki á óvart. Ég lét gluggann niður og opnaði netið til að skoða myspace síðurnar. Allt í einu kom upp gluggi tengdur msn, þessi gluggi sem kemur alltaf upp þegar einhver var að adda manni. Netfangið var thedarkshadows@hotmail.com. Ég var forvitin og ýtti á ‘’accept’’. Talgluggi opnaðist með þessu netfangi;
,,Hæ.’’ var skrifað
,,Hæ, hver ertu?’’ Skrifaði ég á móti.
,,Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að við erum að tala, right?’’ Og hann sendi blikk karl.
,,Tekniklí erum við að skrifa.’’
,,What ever. Ætlarðu í partíið hjá Tryggva?’’ Skrifaði hann og sendi broskall með.
,,Já ég býst við því.’’ Svaraði ég. ,,Bíddu ertu í mínum skóla? Hver ertu? Þekki ég þig?’’
,,Vó, róa sig. Já ég er í þínum skóla, og já ég býst við að þú þekkir mig.’’
,,Ein spurning eftir,’’ skrifaði ég á móti.
Hann loggaði sig út af. ,,Þetta var skrítið, hver ætli þetta sé?’’ Hugsaði ég, en hætti, því skyndilega Sigga var búin að logga sig inná. Við töluðum saman þar til klukkan var orðin 12 en þá ákváðum við að hittast heima hjá Júlíu en Sigga hafði verið að hringja í hana.
Ég klæddi mig í hettupeysu og gallabuxur, sléttaði hárið aðeins en tók allt meikið mitt og tróð því ofan í snyrtitöskuna mína ásamt sléttujárninu. Síðan tók ég saman nokkur föt sem ég hafði lofað að koma með og flýtti mér fram í eldhús. Þar tróð ég ofan í mig einu ristuðu brauði og var ennþá að borða það þegar ég lagði af stað á hjólabrettinu mínu. Á meðan ég renndi mér eftir gangstéttinni hugsaði ég um hvað hafði gerst inná msn. Hver gat þetta verið? Einhver sem hún þekkti, en hún hafði næstum öll msnin hjá fólki sem hún þekkti. Ég hugsaði um þetta alla leiðina að heimili Júlíu en bankaði síðan og fór upp til Júlíu. Sigga var nú þegar komin og þær voru að hvíslast eitthvað á en hættu því skyndilega þegar ég kom inní herbergið.
,,Hæ! Loksins, hvað tafði þig?’’ Spurði Sigga æstum rómi.
,,Æji var bara að pakka niður öllu dótinu sem við þurfum til að gera okkur til fyrir partíið.’’ Sagði ég og lyfti töskunum sem ég hafði með mér og voru býsna þungar.
,,Við höfum tíma til að horfa á eina mynd áður en við byrjum,’’ sagði Júlía og benti á sjónvarpið. ,,Eigum við að horfa á helskinki?’’ Spurði Júlía og horfði með þessum æðislegu hvolpaaugum á mig og Siggu.
,,Ég hélt að þú hefðir verið að horfa á hana um daginn?’’ Sagði ég. ,,Færðu aldrei nóg af þessari mynd?’’
,,Nei, gerir þú það?’’ Spurði hún undrandi. Ég og Sigga glottum en féllumst síðan á að horfa á hana, enda ekki leiðinleg mynd.
Um þrjú leitið var myndin búin en þá bauð Júlía okkur Siggu að koma niður og fá sér eitthvað að borða. Ég þáði það tafarlaust enda ennþá svöng eftir innihaldslítinn matinn í morgun. Við fórum niður og smurðum okkur brauð, hituðum okkur kakó og fengum okkur kex á meðan við göntuðumst og hlógum án afláts. Þegar við urðum rólegar þá mundi ég allt í einu eftir atvikinu inná msn í morgun og hóf að segja þeim frá. Þær urðu rosalega spenntar.
,,Kannski var þetta leynilegur aðdáandi!’’ Sagði Sigga æst en Júlía fussaði við því.
,,Nei þetta hefur örugglega verið einhver morðingi sem hefur ætlað að ná þér’’ Sagði hún glettnislega.
,,Ha, ha, ha, voða fyndið.’’ Sagði ég og glotti.
,,Heyriði, vitið þið hvað klukkan er?’’ sagði Júlía og benti á klukkuna. ,,Hún er hálf fimm, við ættum að fara að gera okkur til, þið vitið hvað það getur tekið langann tíma’’ Sagði hún og blikkaði okkur og glotti.
Svo við fórum upp og byrjuðum að hafa okkur til fyrir partíið. Við byrjuðum á því að grínast eins og vanalega eins og t.d. að fara í einhver fáránleg föt og segjast ætla í þessu í partíið. En að lokum tókum við þessu alvarlega og byrjuðum að máta föt fyrir alvöru, en við höfðum ekki náð að klára það í gær. Ég prófaði mörg föt en fannst ekkert eins flott og púffaða litla leðurpilsið, þröngi bolurinn og þunnu leggingsin.Ég mátaði þau aftur en í þetta sinn við leðurstígvélin mín og fannst þetta passa ótrúlega vel saman. Síðan hjálpaði ég Siggu og Júlíu að velja föt og að lokum vorum við allar komnar í rosalega flott föt.
Ég var í fötunum sem mér fannst svo flott ásamt axlarböndunum, og allt þetta saman gerði mig alveg ótrúlega flotta.
Sigga var í kvartgallabuxum sem voru allar rifnar og tættarásamt magabol og leðurjakka yfir. Hún var líka í miðlungsháum, svörtum converse skóm.
Júlía fór í stutt, rautt og svart skotapils og svartar leggings sem náðu rétt svo niður fyrir hné. Hún var í flegnum stuttermabol sem á stóð; ‘’Live for the moment’’
Núna fórum við að stússast í meikinu og hárinu. Við sléttuðum allar hárið okkar alveg niður og lét nokkrar, svartar spennur í hárið til að halda toppnum á sínum stað. Síðan fórum við að prófa meikið og það tók vel yfir hálftíma að hreinsa allt meikið af sér og láta það meik á sem við ætluðum að hafa. Þegar við vorum loksins búnar pakkaði ég öllu mínu dóti niður og fékk að geyma það inní skáp hjá Júlíu. Síðan fórum við niður og kvöddu foreldra Júlíu en fórum síðan út. Ég tók hjólabrettið og renndi mér við hliðina á þeim, þar sem við stefndum að húsinu hennar Siggu, hún hafi gleymt símanum sínum. Síðan stefndum við að Tryggva húsi en það var langt í burtu þannig það tók okkur tíma að komast þangað. Þegar við loksins komum að húsinu hans Tryggva þá var klukkan orðin hálf ellefu og allt var greinilega komið í gang þarna inni.
Við gengum inn og tókum strax eftir því hvað það var mikill mannsfjöldi þarna þar sem við þurftuma að troðast til að komast að sófanum.
,,Ég ætla að fara að leita að Tryggva,’’ sagði Sigga.
,,Ég skal hjálpa þér,’’ saði Júlía og skaut augum á mig.
,,Okei ég skal sækja eitthvað að drekka þá.’’ Sagði ég og stefndi í átta að eldhúsinu þar sem ég greip tvær flöskur af bjór fyrir stelpurnar, en tók eina kók flösku fyrir mig því ég drakk ekki. Síðan fór ég aftur inn í stofu en stelpurnar voru ekki þar. Ég leitaði um allt en fann þær hvergi. Að lokum ákvað ég að bíða út í garði, en þar voru allir krakkarnir, sumir höfðu meira að segja tekið sundfötin með því það var sundlaug út í garði. Rokk tónlistin hljómaði úr hátölurunum og allir voru dansandi við hvort annað, en ég hafði ekki neinn til að dansa við þannig ég settist bara niður á bekk og litaðist um í þvöguna til að athuga hvort stelpurnar myndu láta sjá sig. Þær gerðu það ekki næsta klukkutimann, jafnvel þótt ég horfði endalaust á þvöguna og leitaði af þeim. En að lokum sá ég þær þarna hinu megin við bakkann á sundlauginni og ætlaði að stökkva upp en þá tók ég eftir dálitlu skrítnu. Þær voru á fullu í samræðum við mestu gelgjurnar í skólanum; Sunnu, Ásdísi og Klöru, en þær hötuðum við út fyrir allt.
Ég labbaði til þeirra og stoppaði síðan horfði á þær.
Júlía tók eftir mér og pikkaði í stelpurnar en þær litu síðan við og horfðu á mig, Júlía og Sigga földu sig fyrir aftan og horfðu skömmustulega á mig. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.
,,Nei er það ekki fröken lúði?’’ Sagði Sunna og hló.
,,Ertu dálítið einmana núna?’’ Spurði Klara og hló með stelpunum.
,,Sigga, Júlía, hvað eruð þið að gera með þeim?’’ spurði ég þær en þær litu bara skömmustulega niður fyrir sig og leyfðu hinum stelpunum að tala fyrir sig.
,,Ó, sögðu þær þér það ekki?’’Spurði Ásdís hæðnislega. ,,Þær vilja ekkert með þig hafa lengur!’’ Ég gapti, og ég fann að það var kominn stór kökkur í hálsinn.
,,Jabb, þeim finnst þú leiðinleg og frek og vilja frekar vera með okkur, þannig sættu þig við það!’’ Sagði Sunna og flissaði.
,,Sigga, Júlía, er þetta satt?’’ Spurði ég og röddin mín titraði, ég var ekki viss hvort það væri útaf kekkinum í hálsinum eða reiðinni sem var að reyna að brjótast út.
,,Fyrirgefðu Kata.’’ Sagði Júlía með smáróma.
,,Jæja, tími til kominn til að segja bæ!’’ Sagði Ásdís og hrinti mér út í sundlaugina. Hún var ísköld. Ég kom upp úr vatninu og saup hveljur, ég hafði ekki verið tilbúin og andaði að mér munnfylli af vatni. Allir krakkarnir hlógu í kringum mig og tárin voru farin að renna niður kinnar mínar. Ég leit í kringum mig og sá að allir horfðu á mig og hlógu. Ég sá dularfulla strákinn halla sér upp að tré skammt frá og fylgjast með. Ég klifraði uppá bakkann og hljóp út úr garðinum hans Tryggva, rennvot og með meikið út um allt. Tárin láku niður í stríðum straumum og ég hélt áfram að hlaupa. Ég stoppaði loksins réttahjá einu strætóskýli til að ná andanum, fór síðan inní strætóskýlið og hnipraði mig saman á meðan vonbrigðin, reiðin og sársaukinn yfir að bestu vinkonur mínar höfðu svikið mig helltist yfir mig. Tárin héldu áfram að renna.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.