Ég tek mig góðann tíma í það að rifja upp hvar ég er, og afhverju ég er hérna.
Ég opna augun hægt og átta mig á því að ég er ekki einn,
Haukur og Kári sitja hliðin á rúminu.
“Þú ert þá loksins vaknaður” segir Haukur brosandi,
“Hvað gerðist” spyr ég þá.
“Máni, Þú fótbrotnaðir, í gær.” Svarar Kári.
“Já, ég man, Hvar eru Tryggvi og Dóri?”
“Tryggvi ætlaði að koma líka, en hann komst ekki, amma hans dó seint í nótt,
Dóri, æji, honum líður illa útaf þessu, ég er ekki viss hvað hann vill, ég hef ekkert frá honum síðan í gær bara” segir Kári.
Það er bankað á dyrnar, tveir lögreglumenn ganga inn,
”Máni?”
“Já”
“Við erum með nokkrar spurningar”, Hann lýtur á Hauk og Kára og biður þá um að láta okkur vera í tæplega korter.
“Jájá, auðvitað” svarar Kári.
Þeir tveit ganga út og lögreglumennirnir setjast við rúmið.
“Hvernig líður þér?”
“Ágætlega bara”
“Það er gott, en ástæða komu okkar var önnur.
Um það bil tólf leitið í gær, þá því miður kviknaði í blokkinni þinn, og ástæðan var rakin í íbúðina þína, nánar í eldavélina, kannastu við það?”
Ég stari fram fyrir mig á vegginn, meðan ég átta mig á því sem ég hef gert.
“Slösuðust einhverjir?”
Lögreglumaður lýtur á mig og svarar,
“Eldri kona lést, og 2 aðrir lyggja þungt haldnir hérna á sama spítala”
“Eldri kona?, ekki bjó hún í íbúð 18 a?”
“Já, þekktiru hana?”
“Já”svara ég og stari enn á vegginn.
“hún var nágranni minn, og amma vinar míns.”
“Mér þykir það leitt, hún bjó þá sem sagt hliðin á ykkur?”
“Já” svara ég.
Ég spyr þá hvort ég fái smá tíma útá fyrir mig.
“Já auðvitað” segir hann og stendur svo upp og gengur út.
Ég sit einn eftir, og líður eins og ég hafi aldrei verið jafn einn.
Ég leggst niður á dýnuna og horfi uppí loftið, og hugsa.
Ég hugsa um hversu heimskur ég var, hvernig gat ég gleymt hellunni?, hugsa um hversu mikið Tryggvi hlýtur að hata mig, ég drap ömmu hans, ég held þessum hugsunum áfram.
Eftir aðeins örfáar mínutur er ég kominn með kögg í hálsinn og tár í augun.
Á svipstundu heyri ég öskur frammi á gangi,
“Mér er sama hvernig staðan er!”
“Þú mátt ekki fara þangað inn, hann bað sjálfur um að fá frið”
“Þú skilur ekki hvað hann gerði!”
Hurðinni er hrundið upp, Ég sé Tryggva óljóst í gegnum tárin.
“Hvernig gastu?, hvernig gastu gert þetta.”
“Ég virkilega ætlaði ekki, þetta átti ekki að gerast, mér þykir það svo leitt.”
“Þú skilur ekki hvað þú gerðir, mamma er búin að vera í sjokki síðan í gær, ég skil ekki hvernig þú gast þetta” Öskrar hann á mig.
“Ég skil hvað þú meinar!, ekki heldurðu að ég hafi haft það planað að myrða fólk!, þú þekkir mig, þú veist að ég myndi ekki gera það!” kalla ég á móti.
“Ég skil þetta ekki…” röddin brestur og hann dettur á hnéin.
Ég segi hægt við hann “Ég virkilega ætlaði ekki, mér þykir það svo leitt, ef ég gæti tekið það til baka, þá myndi ég virkilega gera það, en ég get það ekki”, ég finn hvernig tárin renna niður vangann meðan ég horfi á hann gráta á gólfinu.
Hjúkkan labbar inn, tekur í hendina á honum og dregur hann upp, Hún biðst afsökunar á trufluninni, og dregur hann út.
Enn og aftur er ég einn.
Ég vildi að ég gæti allt annað en að liggja hérna, ég kalla á hjúkkuna.
Hún gegnur inn og spyr hvað mig vanti, Ég svara.
Er einhver möguleiki á því að ég geti fengið að gera eithvað annað en að liggja hér?
Hún segir að það sé möguleiki á því að fá hjólastól, en það væri á minni ábyrgð ef eithvað kæmi fyrir.
Ég játa, og stuttu síðar er ég kominn í hjólastól, á flakki um spítalann.
Ég er að leita af Hauk og Kára en ég finn þá ekki, ætli þeir hafi farið?.
Ég finn þá loksins á tómum gangi, að rífast við Tryggva,
“Ég veit að þetta er erfitt, en hvernig heldurðu að honum líði” segir Kári”
“Þú veist ekki hversu erfitt það er” svarar Tryggvi.
“Þú veist alveg jafnvel og við að hann gerði þetta ekki viljandi!” segir Haukur.
“Ég veit það vel, en samt sem áður, ef hann hefði verið varkárari, þá væri hún kannski enn á lífi”
“Ég veit það, en það er ekki mikið sem við getum gert í því er það?” segir Kári rólega.
Tryggvi andvarpar, og gengur svo út.
Ég fer inná ganginn, Kári heilsar mér og segir svo við okkur,
”úff, ég vissi ekki að þau væru svona náin.”
“Já, ég er sammála, ég held samt að þetta sé að hluta til útaf mömmu hans, hún tók þetta víst voða nærri sér.” Svara Haukur.
“Ég var eiginlega að vona að Dóri myndi koma, þetta er ekki eins slæmt og ég hélt.” Segi ég.
“Honum líður voðalega illa útaf þessu, ég hitti bróður hans áðan og hann sagði að hann hefði ekki komið úr herberginu sínu síðan í morgun.”
“En jæja, hvað segið þið svo um að flytja mig aftur inní herbergi?.” Enda ég á að segja.
“Svo megið þið segja Dóra að koma við ef þið hittið hann.”
Þeir fylgja mér inní herbergi, og kveðja.
“Take A Look To The Sky Just Before You Die…It´s The Last Time You Will.”-For Whom The Bell Tolls.