Til:
Birtu Freyjudóttur
Viktors Freyjusons
Kötu Freyjudóttur
Dags Freyjusons
Freys Freyjusons

“Auh! Hún nefndi mig fyrst!” sagði Birta sigri hrósandi.

“Æji, kommon, hún gerði þetta bara í stafrófsröð eða eitthvað” kvartaði Dagur, ekkert alveg of ánægður.

“Dagur, ekki vera svona tapsár. Þetta er ekkert í stafrófsröð, sjáðu, Viktor er beint fyrir neðan Birtu. Reyndu að hugsa áður en þú talar, drengur!” skaut Kata inní.

Viktor: “Æ, kommon, opnum bara kortið.”

Birta notaði löngu nöglina sína til þess að opna. Í bréfinu stóð:

——–

Elsku krakkarnir mínir.

Fyrirgefiði hvað ég er búin að vera lengi í Glasgow. Það kom eitthvað uppá, og ég verð að vera lengur hjá þessu ráðuneyti. Veriði góð hvort við annað og hlýðiði Rúdolfi.

Birta: Til hamingju með handboltasigurinn. Ég vissi að þú gætir þetta.

Viktor: Andrea er með lyfin þín, og lyfin ykkar allra. Engar áhyggjur, elskan, ég kem aftur bráðum.

Kata: Það er gott að vita að þú ert orðin frísk aftur, klæddu samt þig mjög vel og ekki vera mikið úti.

Dagur og Freyr: Ég elska ykkur, en ekki vera að skilja eftir klósettsetur á parketinu. Það rispast þegar prófessorarnir detta á því. Og það er ekki fyndið.


Ég sakna ykkar svakalega og þykir leitt að þurfa að vera lengur. Bjargiði ykkur nú og ekki fara að gera neitt heimskulegt.

Kossar og knús, Mamma.

——–

Freyr: “Vá, hvar heyrði hún um klósettseturnar?”
“Ég veit ekki af hverju, en ég giska að hún hafi á einhvern undarlegan hátt frétt af því þegar fótbrotni læknirinn hringdi í hana.” Svaraði Viktor kaldhæðnislega.

“Æ, já… það…”

Birta sló sig á ennið. “Strákar, þið eruð með ykkar sérstöku stóra heila, af hverju notiði þá ekki?”

“Eiginlega, Birta, þá held ég að þeir hafi bara skipt einum á milli sín.” Svaraði Kata.

“Vóó, stelpur, rólegar með móðganirnar! Þetta var vel skipulagður hrekkur!” Skaut Freyr inní, ekkert alveg of ánægður.

“Ég hélt að þið hefðuð bara slökkt ljósin, lagt klósettsetuna á mitt gólfið og kallað í hann.” Svaraði Viktor.

“Heyrðu, nei, það hefði aldrei virkað. Við máluðum klósettsetuna svarta eins og gólfið, fundum skóstærðina hans og notuðum hana til að reikna út hvar hann myndi stíga niður, fylgdumst með göngulaginu ég veit ekki hvað lengi…”

“Og án þess að hann tæki eftir því!” skaut Dagur inní.

“…Svo settum við klósettsetuna á stað A og biðum á stað B með spotta sem var bundinn í hana með pelastikk…”

“Skiptir máli hvaða hnút þið notuðuð?” Spurði Birta.

“…Neei… eða svona jú… en það skiptir ekki máli..” (Stelpurnar ranghvolfdu augunum) “En þetta var alveg magnað plan, sko! Við notuðum meiraðsegja spegla!”

“Strákar…” byrjaði Viktor, “Af hverju í fjáranum voruð þið að þessu?”

“Fyrir skemmtunina drengur!” svaraði Freyr. “Og æfinguna, og spennuna sem fylgir góðum hrekk!”

“Og mér þykir við hæfi að minnast á að Doktor Jóhann hefur eigi brotið á sér fótbeinið, heldur aðeins tognað á vöðva.” Sagði Dagur hæðnispekingslega.

Viktor varð svolítið hissa. “Af hverju heyri ég aldrei neitt rétt?”

Birta: “Kannski þarftu heyrnartæki.”

Af þessu hefðu líklega sprottið nýjar gáfumannasamræður, en því miður heyrðist skarpt hljóð í bjöllu og þau drifu sig í hádegismat.
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.