Það er sunnudagsmorgun. Klukkan er 14:27 samkvæmt klukkunni sem er á náttborðinu, en hún er 4 tímum of sein. Ég var að líta dagsins ljós, eða ef svo er hægt að segja vegna þess að það er farið að dimma aftur. Ég er með tifandi tímasprengju í höfðinu sem mun springa við minnsta áreiti. Ég fer í eldhússkápinn og næ í gnæna pakkann með höfuðverkjapillunum í. Pakkinn er tómur og sprengjan sprakk. Ég bölva öllu í sand og ösku, þar á meðal öskubakkanum, sem brotnaði við sprengjuna. Nú bölva ég jafnvel enn meira, því nú get ég ekki reykt rettuna nema úti á svölum. Ég dreg frá og sé að það snjóar úti. Ég hætti við að fá mér rettuna og klæði mig í úlpuna, stekk út í bíl en tek þá eftir að ég gleimdi bíllyklunum. Sprengjufræðingar hafa komið sér fyrir í hausnum á mér að reina að aftengja aðra sprengju sem er um það bil að springa. Ég hleip upp stigann og tek í húninn á hurðinni. Sprengjufræðingjarnir dóu allir í einni stærstu sprengingu sem sögur fara af. Ég er læstur úti. Ég labba niður stigann, geng út um dyrnar á blokkinni minni og stefnan er tekin á miðbæinn. Þá er bara að vona að heppnin sé með mér, hugsa ég með mér og reini að gera gott úr öllu, en án árangurs.
Staður: Miðbær
Klukkan: 19:02
Ég hef komið mér fyrir á kaffihúsi í bænum, fyrst að ég gleimdi nú ekki veskinu. Ég sit með kaffibolla í annari og rettu í hinni. Lífið virðist frábært og verður jafnvel fullkomnað í kvöld þegar ölið hefur seitlað milli vara minna. Ég hugsa um hvað ég gæti gert mér til skemmtunnar þangað til að hin vikulega athöfn hefst. Ég hef ákveðið að athuga með vin minn, þennann sem reddar mér alltaf dópinu, ágætis nágungi sá arna. Ég rölti af stað eftir að ég hafði borgað reikninginn. Það er þónokkuð af fólki í bænum. Eiginlega mjög margir, hvað skildi eiginlega vera að gerast? Ég lít á dagatalið á klukkunni minni, það segir 23/12. Bíddu, er það ekki kallað Þorláksmessa? Þíðir það ekki að það eru jól á morgun? SHIT!! Og ég áeftir að kaupa allar gjafinar, og ég á ekki nema um það bil 10.000 kall. Ég á eftir að kaupa mér dóp og allt í kvöl, það verður varla mikið eftir efitr það. Ég ákveð að verða skinsamur svona einu sinni og fá mér bara lítinn skammt af dópi að þessu sinni.
Staður: Hlemmur
Klukkan: 17:10
Dagsetning: 24/12
Ég vakna eftir þennann ágætis blund, eða það er að segja er vakinn af lögreglunni. Hvað er hún alltaf að skipta sér af!!! Getur ekki einu sinni látið mann vera svona á jólunum. SHIT!!!!! Það minnir mig á að ég átti eftir að kaupa allar jólagjafinar handa fjölskyldunni. Ég lít í seðlaveskið. Það er tómt. Ég tjékka á buddunni. Það er 780 krónur í því, í klinki. Ég lít yfir götuna. Það stendur “Ótrúlega búðin” á ljósaskylti þarna. Ég kíki inn. Þarna er allt saman á einhverjar 100 krónur. Ég kom út sæll og glaður með gjafir handa allri fjölskyldunni. Ég skutlaði þessu í póst og hugsaði með mér að hverjum sé ekki sama þótt þau fái gjafinar nokkrum dögum eftir jól! Þvínæst fór ég inná kaffihús, kveikti mér í rettu, fékk mér bjór og hugsaði með mér hversu yndislegt lífið sé!