Fyrst þurfti hún að koma við í þurrhreinsun og kannski líka í
Hagkaup, það var nú í sama húsi. Rautt. RY877, rauð Toyota
fyrir framan hana, að fjarlægjast. Ætli það séu tvær konur, eða
karl og kona í honum? Allavega var eitthvað barn í
afturglugganum sem hoppaði og spriklaði eins og það væri
svona Garfield dúkka. Gunnar hafði einmitt átt svona Garfield
dúkku þegar hann var lítill. Ekki svona eins og í gluggum á
bílum, en samt…þetta var svona Garfield dúkka. Og núna var
hann dáinn. Dáinn, dáinn, dáinn, dáinn. Orðið var
fjaðurmagnað, það skoppaði, flaut, svo óraunverulegt. Rautt.
Minningar um varalit. Hvernig varaliturinn hafði virkað
“asnalegur”, óraunverulegur á kinninni á Haffa.
Einhvernveginn, “ó-bíómyndalegur”. Svo asnalega
ófullkominn. Á fyrsta stefnumótinu. Rautt. Fyrstu tíðirnar. Bara
fjórtán. Ung og vitlaus. Haffi svo sætur þá. Æi… Leiðir á vonda
staði. Rautt. Þegar Haffi hélt framhjá. Helvítis tíkin. Helvítis,
helvítis. Helvítis! Hann bara….hann bara….hann bara… Og hún
hafði ekki gert neitt. Þorði því ekki. Vildi ekki. Æi…. Rautt. Haffi
fullur. Var búinn að brjóta eldhúsborðið. Eldhúsborðið. Hehe.
Henni hafði aldrei þótt þetta eldhúsborð flott hvort sem er. Hún
hafði samt gargað á Haffa. Núna, þremur árum seinna vissi
hún ekki af hverju. Haffi hafði lamið hana, lamið hana í
plokkfisk. Hún hafði verið þrjár vikur á spítala. Ekki af því að
hún hafði verið svona illa farin, heldur vegna þess að hún
þorði ekki, vildi ekki fara heim. Rautt. Aftur, seinna, aftur og
aftur. Í milljónasta skiptið. Eða eitthvað. Það var of sárt að
hugsa um þetta. Gult. Garfield. Hún fór að skæla. Ótrúlegt
hvað lítið atvik gat sett hana úr jafnvægi. “Úr jafnvægi” var
einmitt það sem Haffi hafði sagt að hún væri. “Úr jafnvægi”. Að
honum skildi ekki hafa dottið í hug að það væri eitthvað að hjá
honum. Hann hafði drepið. Drepið.
Barnið þeirra. Kannski hún hefði átt að drepa hann. En henni
hafði bara ekki dottið það í hug. Hún var svo vitlaus. “Fædd í
gær”. “Asni”. “Auli”. En samt. Að henni skuli ekki hafa dottið í
hug að gera eitthvað. Eins og hún hataði hann. Hún var svo
græn. Grænt. Og hún lagði af stað. NEI!!!!!

Asni

Of seint

Og svo þögn