Þetta var einn af síðustu dögum fallandi sumars… döggin dreyfði sér yfir grasið eins og glitrandi teppi ofið úr silfruðum þráðum. Býflugurnar sveimuðu letilega á milli blómanna sem teygðu sig eftir sólarljósinu eins og þau vissu að þau myndu ekki fá mörg fleiri tækifæri til að njóta þess.
Ég gekk áfram yfir grasið upp hæðina. Ég horfði á biðukollurnar fela golunni fræin sín til umsjónar og ég sá hvernig golan tók við þeim varlega eins og þau væru brothætt. Fræin svifu yfir hæðina í leit að álitlegum stað til þess að bíða yfir vetrinum… grafin undir frostinu og kuldanum sem allir vissu að voru að nálgast.
Vetur konungur virtist standa yfir okkur, hljóður og rólegur… bíðandi síns tíma. Veturinn var eins og skógareldur sem geysist um og eyðir öllu, til þess að hið nýja líf geti sprottið upp af rústum hins gamla. Þannig er það… það verður að vera þannig. Allt fuðrar upp, hverfur á endanum. Ég gekk áfram og döggin dreifðist yfir fæturna mína svo skórnir mínir urðu votir og buxurnar urðu dökkbláar. Sólin logaði í eftirmiðdagsskininu, tímin virtist standa í stað og það var eins og ég myndi aldrei þurfa að hafa áhyggjur af neinu, nokkurn tíman, aftur. Ég lét mig falla á bakið og sökk ofan í grænt grasið sem hafði ekki verið slegið lengi. Ég sleit upp strá og nagaði það og starði upp í bláann himininn sem teygði óendanlega úr sér. Ský flaut við sjóndeildarhringinn.
Ég lá þarna og horfði upp í bláman og fann litla hlutinn undir peysunni minni stinga mig, ég vissi ekki hvort ég ætti að taka hann upp strax. Síðasta minningin mín um hana. Hérna hittumst við fyrst og hérna vorum við síðast. Tárin titruðu undir augnlokunum á mér og féllu svo niður tær eins og kristall og blönduðust við döggina, það eina sem skyldi þau frá dögginni var saltið, þau voru sölt eins og sjórinn sem gáraði við ströndina fyrir neðan mig.
Við höfðum verið upp á hæðinni liggjandi í grasinu að rífast um þennan ömurlega bjánalega hlut. Svo flaug hann úr hendinni á mér og lenti á götunni miðri fyrir neðan okkur.
Ný tár spruttu fram við minninguna. Fiðrildi settist á blóm skammt frá mér eins og ekkert væri, eins og lífið myndi bara halda áfram eins og ekkert vantaði. Hún var sólin mín og lífið.
Ég sleit saklaust strá í tætlur og sneri mér á magann.
Við höfðum hlaupið af stað bæði í einu og slegist um að ná honum.
Það komu viprur í munnvikin á mér við þessa minningu. Við tvö að gantast í sólinni. Það er svo stutt síðan, en samt svo langt.
Hún datt á götuna og fór að hlæja, ég greip hlutinn af jörðinni og tók síðan eftir því að bíll nálgaðist yfir hæðina.
Bitur tár mynduðust undir augnlokunum á mér.
Hún heyrði ekki í mér.
Hún lá bara á götunni máttvana af hlátri og bílstjórinn sá hana ekki fyrr en það var orðið of seint. Ég kallaði á hana. En það var til einskis.
Hún hvarf mér þann dag, og það var mér að kenna.
Ég stóð upp og geng af stað í áttina að hamrinum lengra í burtu.
Læknarnir gerðu allt sem þeir gátu en það var of seint, hún var farin. Meira að segja áður en hún var lögð á sjúkrabörurnar. Jarðarförin var svo falleg, eins og hún. Með sorgmætt bros og hlátur á vörum, jafnvel þó hún væri út úr heiminum, þannig var hún. Það var rigning daginn sem jarðarförin var. Allir þögðu. Hún var ein af þessum einstöku manneskjum sem hefur svo mikil áhrif á fólk að allt virðist tómt án þeirra.
Ég stóð á hamrinum og leit niður. Sjórinn var spegilsléttur. Ég náði í hlutinn, lítinn silfurkross á grannri keðju. Hún átti hann, ég hafði tekið hann af henni til að stríða henni.
Ég kreisti krossinn, og lét hann svo fljúga í áttina að sólinni, sem var byrjuð að setjast í vestri.
Sjórinn var blóðrauður og krossinn hvarf augum mínum, sökk í vatnið.
Sólinn blikaði á hafinu. Himininn var óðum að breyta um lit, Húmblár litur rökkursins tók yfir og stjarna blikaði, silfruð á festingu sinni áhiminhvolfinu. Ég brosti, þetta var fallegur dagur, síðasti dagurinn minn.
Og ég stökk.
Hvar ertu?
Ég er hér.
Ég sá hana. Ég komst ekki til hennar. Hún sá mig, en hún komst ekki heldur til mín.
“Ég elska þig!”
En hún heyrði ekki.
nú á ég fullt af úrvals kartöflum dirilídæ