Ekki vissi ég af hverju þeir voru á eftir mér, en mig grunaði hví. Í dag hafði ég komist að upplýsingum um rán. Ég var venjulegur maður frá New York, fráskilinn, lifði ekki mjög fjölbreyttu lífi. Dagurinn hjá mér byrjaði venjulega, ég vaknaði og fór í vinnuna, það voru mín fyrstu mistök. Ég var einkaritari, það var ekki gaman, en einhvernveginn varð ég að lifa af. Ég fór út til að reykja þegar ég heyrði talað um rán í húsasundinu fyrir bakvið mig. Ég varð forvitinn, vildi hlusta. Ég fór nær og nær, þangað til ég heyrði talað um að ránið yrði framkvæmt næstkomandi laugardag. Allt í einu fann ég að einhver kom aftan að mér og greip um hálsinn á mér. Þeir höfðu gripið mig glóðvolgann, þeir voru allir vopnaðir, allir þrír. Þessir tveir sem höfðu talað um ránið í húsasundinu og þessi sem kom aftan af mér. Þeir sögðu mér að koma með sér.
Ég var ekkert nema peð í þessum sjúka leik þeirra, peð sem þeir þurftu að losna við. Það var þess vegna sem ég varð að hugsa fljótt, loksins fattaði ég ráð! Bíllinn minn var skammt frá, eina sem ég þurfti að gera var að leiða athygli þeirra að einhverju öðru, en það var enginn tími í það, ég hljóp strax í áttina að bílnum. Ég vissi, að þarsem við vorum komnir útúr húsasundinu myndu þeir ekki skjóta á mig því við vorum á almannafæri. Ég var ekki lengi að koma bílnum í gang og keyra af stað, en það sem ég vissi ekki var að þeir voru ekki lengur en ég að koma sínum bíl af stað. Auðvitað voru þeir á bíl, hvernig gat annað verið, en hví að ræða ránið inní þessu húsasundi?
Ég þurfti að keyra hraðar til að stinga þá af. Ég leit aftur fyrir mig, og um leið ók ég beint á ljósastaur. Ég var hálfringlaður þegar þeir náðu mér. Þeir slógu mig í rot og keyrðu mig einhvert, ég veit ekki hvert en ég veit það var langt sem þeir fóru með mig. Þeir fóru með mig í kofa úti skógi, þeir bundu mig niður við hliðina fallegri ljóshærðri stelpu. Eftir að mennirnir voru farnir spurði hvað hún væri að gera hérna. Hún var hér af sömu ástæðu og ég. Hún sagðist heita Anna, ég kynnti mig og sagðist heita Alan. Þó mitt rétta nafn væri Gary mátti hún ekki vita það, þeir gætu hafa ráðið hana til að yfirheyra mig. Ég heyrði hljóð, mennirnir voru komnir aftur.
Hnúturinn sem hendurnar voru bundnar í var ekki vel hnýttur, ég var búinn að leysa mig úr hnútunum. Ég leyndi því að ég væri búinn að leysa mig, þeir rifu stelpuna, Önnu, á lappir. Einn maðurinn fór með hana inní næsta herbergi, hann ætlaði eflaust að nauðga henni. Eina sem ég heyrði úr næsta herbergi var þegar hún sagði “Fyrr skal ég dauð liggja!” og kauðinn tók hana á orðinu. Ég reis snögglega á fætur og kom mér út úr kofanum. Einn þessara þriggja mann eltu mig, þarsem báðar hendur voru lausar gat ég slegist og ekki var langt þangað til hann náði mér. Ég kýldi hann í andlitið og ég heyrði beinið brotna, blóð fossaðist útum allt einsog vatnsstífla sem hafði gefið sig. Enginn furða þó að hnefinn á mér hafi bólgnað, þó hann hafi ekki verið það eina sem bólgnaði. Ég bombaði hnénu á mér í nárann á honum og lamdi hann niður, andlitið á honum leit út einsog kraminn Chili. Ég tók byssuna sem hann var með á sér.
Ég þurfti að fara til baka og bjarga Önnu, en ég átti von á að hún væri látinn nú þegar. Ég var með byssuna, hún var ekki hlaðinn, enginn furða þó að hann hafi ekki skotið á mig. Ég vissi ekki hvernig ég gæti komsit óvopnaður inní kofann. Þegar ég nálgaðist kofann sá ég littla kistu fyrir framan kofann, ég rótaði í honum og þar fann ég svipu. Ég gat komið mér inn með svipuni, ég þyrfti bara að beita henni rétt. Þetta var verri aðstæða en þegar fyrrverandi konan mín réð einkaspæjara til að fylgjast með mér. Ég vissi að hún myndi ráða spæjara á endanum svo ég hefði mátt eiga von á þessu. Ég réðst inní kofann og fór í viðbragðsstöðu, en kofinn var mannlaus, enginn var þar, nema Anna, en hún var látinn.
Ég vissi ekkert hvar ég var, en skyndalega heyrðist bíll nálgast, það var einn af mönnunum þrem. Ég faldi mig inní kofanum og fylgdist með um leið og hann kom inní kofann. Ég sló hann einu sinni í bakið með svipuni og af einhverjum ástæðum gaf hann frá sér ánægju hljóð. Ég slóg hann aftur, en núna á annan stað. Loks nálgaðist ég hann og rotaði hann. Ég leitaði á honum og fann magnum byssu, ég hafði aldrei séð svona langa byssu. Ég reyndi að komast inní baðherbergið en það var læst, ég braut upp hurðina. Inní baðherberginu var dimmt, ég kveikti ljósin og sá manneskju liggjandi í baðinu sem var fullt af vatni í bland við eitthvað sem ég hélt fyrst að væri rauð baðsápa, en snögglega rann upp fyrir mér hvað þetta var fyrst að manneskjan hafði verið stunginn til bana. Þetta var hinn langi handleggur tilviljana. Ég tók löngu byssuna mína og kom mér út. Það var farið að dimma, ég faldi mig í skóginum yfir nóttina.
Morguninn eftir fór ég aftur í kofann, með byssuna. Þetta mál var einsog klámfenginn ljósmynd, erfitt að fatta hver var að gera hvað og við hvern. Ég kíkti inn í svefnherbergi og baðherbergi, húsið var mannlaust, líkinn höfðu tékkað sig út. Skyndilega kom þriðji maðurinn inn. Hann vissi eflaust ekki að ég væri vopnaður, því hann kom með höfuðpaur málsins inní kofann, höfuðpaurinn var kona! Það kom mér á óvart. Ég þreif upp byssuna og stökk inní svefnherbergi og allt í einu var rosalegur skotbardagi í kofanum og það var heppni að kofinn datt ekki í sundur. Þetta endaði með að ég skaut manninn, en ekki höfuðpaurinn, hún reyndi að flýja útí bíl, en var ekki með lyklana. Ég gaf henni þriðja augað á ennið með byssuni minni. Hún drapst við það. Svona endaði málið, ég var fljótur að koma mér heim úr þessari ringulreið. Mitt endurtekningasama líf byrjaði að hafa sinn vanagang aftur. Ég geymdi löngu byssuna mína til minningar um tvö daga sem ég mun aldrei gleyma.