Morguninn eftir hélt hann af stað á bílnum sínum niður í pósthús til vinnu.
- Þú ert rekinn !
- Ha ? spurði Natan hissa
- Þú ert rekinn ! þú hefur ekki sínt góða frammistöðu og mætir seint.
- Það geri ég ekki !
- Jú víst, og þú ert rekinn, farðu burt.
Andskotans, helvítis, skratta andskoti bölvaði Natan á leiðinni út í bíl. Hann rykkti upp hurðinni kastaði sér í bílstjórasætið og reykspólaði burt.
Seinna um daginn er hann hafði jafnað sig, keyrði hann um bæinn og leitaði sér að vinnu en allstaðar þar sem hann fór var engin þörf fyrir hann svo að hann ákvað að reyna betur á morgun.
Við kvöldmatarborðið bar hann upp fréttirnar og konan hans tók andköf.
- Hvernig eigum við að lifa af, ekki get ég fengið mér vinnu ég er á fullu í Háskólanum.
- Ég veit, ég ætla að reyna aftur á morgun
- En ef þú færð enga vinnu?
- Þá leita ég aftur daginn þar á eftir
- Allt í lagi, ég vona samt að þú finnir vinnu, stundi hún
Maturinn var kláraður og svo fóru þau bara að sofa.



Snemma um morguninn vöknuðu þau og héldu hvort í sína áttina á bílunum sínum tveimur. Natan að leita að vinnu og konan hans Hrafnhildur í skólann. Natan gekk inn í einhvert stórt vöruhús og spurði um forstjórann, honum var vísað upp stiga og inn gang á endanum var hurð sem stóð á „Njörður P. Jónatansson forstjóri“ Natan bankaði og honum sagt að koma inn.
- Góðan daginn ég heiti Natan Skúlason, og ég var að spá hvort þér vantaði mann í vinnu?
- Nú já, heyrðu það gæti bara vel verið það hætti einmitt maður í gær og okkur vantar einhvern í hans stað, þar sem enginn af núverandi starfsliði mínu getur unnið vinnu hans.
- Og hver var vinnan hans ?
- Hann var yfir ryksugu deildinni.
- Nú, það gæti verið áhugavert starf, sagði Natan. Þar sem ég seldi nú nokkrar ryksugur fyrir eitthvert fyrirtæki hérna á Akureyri.
- Já, og hvað veistu fyrir þér um ryksugur?
- Ekki mikið en eitthvað.
- Hvað veistu ?
- Þær ganga fyrir rafmagni, og sjúga ryk.
- Það er hárrétt, þú er frábær það væru ekki margir hér sem gætu svarað þessari spurningu.
- Og hvað er ég þá ráðinn ?
- Já, þú getur byrjað á morgun.
- Flott er, hvenær á ég að mæta ?
- Komdu svona um 9.
- Allt í lagi, takk kærlega en heyrðu við vorum ekkert búnir að ræða um laun og svona, sagði Natan.
- Þú færð um 300.000 á mán. Svo kannski ef þú stendur þig vel þá gætiru ef til vill fengið kauphækkun.
- Frábært, sagði Natan og hélt af stað heim til sín sæll og glaður með nýju vinnuna sína, sem var betur borguð en í pósthúsinu.




Stefán Sandholt
I'm just sayin'